Já það kom í ljós á sunnudaginn að vinur okkar hann Jason er eftir allt saman kvenkyns!
Það er sennilega ástæðan fyrir því að hann/hún var svo feit(ur) í vor og nú eru komnir spenar í ljós.... sennilega hefur daman verið ungafull og ekki slæmt að hafa haldið í henni lífi í kuldanum í vetur.
Nú er það spurning um nafn, Jane kom upp og er það fínasta lýsing á þessari ofurkonu sem hoppar hér uppá svalirnar eins og Tarzan og Jane...
Við sátum hér úti í 30 stiga hita á sunnudaginn og nutum sólarinnar, þá mætti daman á svalirnar og þegar fyrsti skammturinn af hnetunum var búinn, hljóp hún um handriðið og sýndi listir. Svo var hún komin á gluggakarminn á glugganum fyrir ofan hurðina, horfði inn til að láta vita af sér, svo var hún komin rétt innfyrir dyrnar til að forvitnast. Maggi gaf henni því hnetur og hún borðaði nánast úr höndunum á honum. Ferlega fyndið að hafa þetta dýr hér í fæði :-)
Nú ætla ég að hlaupa út og njóta veðursins, labbaði hér um mest allan gærdaginn og svitnaði ekkert smá. Það hefur ekkert vor verið heldur var svissað beint yfir á sumar með tilheyrandi hita. Þetta gerðist daginn eftir að ég kom til baka - sennilega sérstaklega gert fyrir mig :-)
Á sunnudaginn (páskadag) fórum við í mat til foreldra Jonathans vinnufélaga Magga og hittum þar bróður hans og hans konu og son og Elsu dóttur Jonathans og fyrrverandi konu hans líka... fyndin samkoma :-)
Meira seinna en læt nokkrar myndir fylgja af vinkonu okkar
kv Magga
No comments:
Post a Comment