Já ótrúlegt en satt - maðurinn er orðinn fimmtugur.
Á miðnætti var opnuð kampavínsflaska og pakkar opnaðir, læt nokkrar myndir fljóta með. Í morgun var svo „speglaterta" sem heitir réttu nafni Kanilterta en var alltaf á spegli í stórafmælum hjá ömmu og afa og hefur fengið þetta nafn :-)
Ofninn hér er ekki sérstakur, mælieiningar aðrar og hráefni að sjálfsögðu ekki það sama... en hún lukkaðist ágætlega. Útlitið hefði mátt vera betra, ekkert kökufat til á heimilinu en hún var bara nokkuð góð - þó ég segi sjálf frá :-)
Í kvöld er ég búin að panta borð á veitingastað hér ekki langt frá, skemmtilegur matseðill þar en ég ætla ekki að segja meira... strax.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhbs12KQ15_Kc6-VAOk38414GQEBLpfNdQK-_ncgH81gwYsr0QySexqsL3S7mZPpl9RYj5e0MF6YrowpCg-E2WZKP_8vnLXHOMXb7nEq9yRPkCtsrtuUynDlGU6fmQ-7YCmjssrth2rv4k5/s400/MG-03.jpg)
Mamma hans sendi pakka og kort, hér er sá gamli að lesa kortið...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgc7kSM7gVQ7BK5YYDtxQT2WXnRRd7vJKqaPbsvQlPsN14BzAbkpmR887Dod2Ledj2mXW0qdAhzH4jJrlrnEqdlw6ffWIOqLeAwlijOdjpedEjuwEhuYyqp7PTHdf-AKf5KpW_ZxZuU9E-f/s400/MG-04.jpg)
Spennan eykst... Það var búið að leggja á borð fyrir morgunmatinn, keyptir voru túlipanar og í leiðinni keypti ég blóm á svalirnar. Þau fá vonandi að vera í friði fyrir íkornanum, vini okkar!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiIZX5zeyMU6GgTIupwLPG4GQXXeRTqoyhVl8WWNfWZXrNEYIWtnW9IysQp3Amx2hmQkKKQ-KKaHkPK36ObYc72KCkxDACqDeR4sw3v9rQk388KK0LDN_zqYm-KkFZfhhdW_E8bxVq6NtSI/s400/MG-05.jpg)
...og það var þessi fína klukka...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhpJL_e_kBc1xAcBtA-sCRj78RtKh7D33PEecmGbkWgkK2PQLT2x28-pwdJ8vqQtQ3mLVmBmUgT_2W8KImzGCLt_JJJ_n7J4MdBEMabEACHIS5dd0z5ZOE5ubTf4diFpbu7uW72yhAeG9ud/s400/MG-09.jpg)
...sem passar flott á arinhilluna.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj0cT24j3Sh714SW0ZT-mv6upTKRJ7KrgtdrcNjLUR-Gn1DfDKTTp0NwaHz6A6KcES46mouZ2tnBnkS3ecSRdu0dIHql4dBoaGRa0WQ3qS8joAm32yAZG-7KoAXertkwAHV3ql3KpD5MtQ_/s400/MG-pakki.jpg)
Þá voru það pakkarnir frá mér... það var ekki til afmælispappír og engin ástæða til að kaupa rúllu til að henda beint í ruslið. Svo ég skrifaði bara skemmtileg skilaboð utaná annan þeirra, þau verða ekki sýnd hér - ekki fyrir viðkvæma :-)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhd4d5Z7XDWM-C3sTVj9G0hdgiFtLzlxKYljNx17TSDeJUBMTZgE982YcQDGJRpYaTu_SruH_Mte30wGsnmSkqOAeMXipG1JYtO7YmiDWW5EoaykferXpnXRFpdRaaNjgi6s7gg1o9-Y63g/s400/MG-06.jpg)
Fyrsta var það dýna..... hmmmmmmm hvað á að gera við hana?
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgIdWmQMywddR5hgpmAfSy0JJHq4FCRQnKjT3v570bgMxMhBSSbrmwm6l1melejSx9SRyhpJkc6zmyUoAr6OuYAl9gpbaY0BabAm_Jr96bSQdo013xcajehwLY-joZeM344KjFeEFf6ymuX/s400/MG-08.jpg)
Svo aðal græjurnar... Nú á bara eftir að hengja þetta á einhverja hurðina hér og byrja að æfa! Þessi gjöf var nú ekki illa meint... sumir gefa sér bara ekki tíma í ræktina og hann sá þetta einhverntíman í auglýsingu og fannst þetta sniðugt, vona samt að þetta endi ekki eins og líkamsræktartæki á þúsundum heimila „undir rúmi"...
No comments:
Post a Comment