Nú erum við að lenda í vandræðum með Jane (áður Jason), er búin að fæða hana á hnetum í vetur og er þetta næstum að verða vandamál. Við megum ekki fara út á svalir á morgnana því þá er daman mætt, ef ekki eru hnetur þá hoppar hún undir stólana okkar, í kringum tærnar og nartar aðeins í þær... líta kannski út eins og stórar hnetur! Þetta er orðið pínu pirrandi en líka fyndið. Hún sýnir listir sínar og gerir allskonar kúnstir til að ná athygli okkar.
Í gær sló nú öll með, ég var að fara út (ekki á svalirnar heldur út úr húsi) og var búin að loka svalarhurðinni og tilbúin. Þá mætti sú litla, alveg í panik og gerði allt til að ná athygli minni því hún heyrði í mér hér innanvið og sá mig. Það var ekki annað hægt en að taka nokkrar myndir - verð bara að leyfa ykkur að njóta......
(það er hægt að klikka á myndirnar til að stækka þær)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiD40spXgkXtVq58cdNA9djftGlrfqM-jFOBxev_eU6zaJJm0fBh5PGBG8h_5W9XRg1tmVQaaLCqX4CP-YDpDk44xYK9JIZCJ6jCBPEDWT9HCtAGCgwHIudwEuAQfqF9mUhIiHfE5cQUOCs/s400/DSC02102.jpg)
Fyrst var hoppað uppá svalarhandriðið til að sjá mig og ná athyglinni...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjWvQ-82f_KKWnABXxJLsW54HYHCkEcCu98nqWx5dwafiL0fGeSFTqEmLHv9_R72OLsaxOwzy8yZhFmSWCDjWCtoLZGvJ2QwjHA179_HDra3jXabHrrfYrxxlQUqeUqZfFOpz_XwBpvU3zl/s400/DSC02104.jpg)
...það dugði ekki - svo næst var að fara uppá loftkælinguna og kíkja innum gluggan við hliðina á hurðinni, já ég sé þig
- en samt engar hnetur í boði!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiGkmCELG5ElOYQOz07czbMtqmR0iItnH3oG7bj-ey8XtN3G8yv2p8sujOXjDD9UdQAHUv6nfxVj1IjTB_8HcdtxyytlshojoGoFcWt9taV_WJq8diz00FAAv5rt6e6Ez0kyvn5diZZAi7C/s400/DSC02106.jpg)
Þá voru góð ráð dýr... til að fara nú ALLS EKKI framhjá mér þá ákvað hún að renna sér niður glerið á hurðinni með tilheyrandi hávaða og dynki.... sumir gáfust ekki upp og ekki heldur ég :-) Engar hnetur...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhfyBvd88K4jPNp35pHMj3R3-zYt0amembu2yWPHCDYvVY5tmlO22ZZiWTps_w6PqdsekZLo4Fld_GuoBuLQuWg3N7EamzLpNDppqNGvO-9aZJbgpc4obUJm-Z5Gb4WSLJinrhzrMYovLc6/s400/DSC02116.jpg)
Nú var daman að verða óþolinmóð....
hmmmmmmm af hverju engar hnetur?
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjfdP8gop_4J9CPKroLHkhCYWyBdbgQN4iHuhWhHtTaO7p6LI_RE2xAXZ6PKL8SMR6vCFtEvNU_thSAHP80h0fmKfZvF9e-19pEBgJm11mzB04g2uojLpzdIh6R9tzG6s8TTjjHPPlgHJfl/s400/DSC02122.jpg)
Aðeins að kíkja inn um gluggann....
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgdiLF9mIy0CRsEclg-tbeDwuA1EJ4LpJqjJVnKnUI0vb5TsoP3miAEq2k9vrJTf482bCSbHxUBtlKUBRhYwhusztZ525hpugPIvH4oxm7irKVyxLesQSZOgHc2nSmfTObMXUJeXuV7URuB/s400/DSC02127.jpg)
...og hinu megin líka. Ég var gallhörð og fór mína leið,
greyið fékk engar hnetur þann daginn!
Ég sáði salati og kryddjurtum í 4 potta í gær, mistökin voru að setja þá þeim megin sem hún kemur uppá svalirnar og hefur fengið hneturnar. Mér sýnist einhver vera búin að gera litlar holur.... hmmmm sjáum hvað kemur upp þarna.
Nú er bara sð sýna hörku og gefa henni ekki neitt og held ég að ég taki engan íkorna í fæði næsta haust, því hún var farin að elta mann inn til að biðja um meira!
Þetta voru mín mistök en ferlega sætt dýr sem við nánast sitjum uppi með....
Meira seinna
kv frá DC - Magga
ps. Í gær sótti ég númeraplöturnar á mótorhjólið MITT og Maggi sótti svo hjólið. Ég prófaði það að sjálfsögðu í gær hér á milli húsa, sem betur fer er ekki mikill hávaði svo mér verður voanndi fyrirgefið. Í dag ætlum við að fara aðeins yfir það, herða skrúfur, stilla hluti og svo þarf að hreinsa smá ryð.... set meira um þetta seinna. Ég er með æfingaleyfi og má keyra EIN... ótrúlegt, ekkert eftirlit - og það fyndnasta var að þegar ég skráði hjólið var ég bara beðin um ökurskírteini en aldrei spurð um mótorhjóladæmi.... en ég má ekki keyra í myrkri, ekki með farþega og ekki á highway.... svo nú er bara að byrja - á því að vekja Magga og koma okkur í gang :-)
No comments:
Post a Comment