Thursday, May 20, 2010

Góður hiti - yndislegur dagur

Það er búinn að vera mjög fínn hiti hér í dag, sennilega yfir 30°c þegar heitast var. Ég sit úti á svölum með tölvuna og enn eru 26°C kl. 20.... ekki slæmt það.
Dagurinn byrjaði snemma hjá mér, vaknaði kl. 6 og var lögð af stað með mjög þungan bakpoka á mótorhjólinu um kl. 8. Það er svo þung málningin og allt sem ég þarf með mér í skólann en pokinn situr aðeins á aftursætinu hjá mér svo þetta reddast. Það var helv... heitt á leiðinni heim og sólin grillaði á mér handarbökin. Það var semsagt sveitt Magga sem kom heim :-) Ég keypti rabbarbara í vikunni og skellti barasta i eitt pæ þegar ég kom heim... hlakka til að smakka á eftir. Maggi er á leiðinni heim og þá verður hann sennilega ánægður að sjá þetta :-) + rjómi mmmmmmmmm en ætli maður byrji nú ekki á pastanu. Þetta er i fyrsta skipti sem ég geri þetta hér og hef ekki hugmynd um hvernig þetta smakkast - eða tókst!
Í gær fór ég með nokkrum dömum á röltið, Michele var með bók um Georgetown og við röltum meðfram Canal sem liggur þar í gegn og heilmikil saga í kringum þetta svæði, ég nenni nú oftast ekki að fara eftir svona gönguleiðum en þegar við vorum lost þá kom sér vel að fara ekki eftir kortum.... heldur kom sér vel að muna :-)
Svo hitti ég Kim á Happy hour í gærkvöldi og Maggi kíkti á okkur í restina. Alltaf gaman að hitta hana, hún er grafískur hönnuður og vinnur sjálfstætt, maðurinn hennar keyrir mótorhjól og þau hafa líka búið erlendis svo þau þekkja þetta allt saman. Eru bæði kanar og hún uppalin hér á svæðinu.
Á morgun ætlum við Michele í bikini leiðangur, hún er búin að finna verslun sem er með skemmtilegt úrval og mig vantar eitt stk. fyrir Panamaferðina. Finn vonandi eitthvað flott....
Annað kvöld er svo partý hjá Rogerio, vinnufélaga Magga. Hann er frá Brasilíu og fannst ekki annað hægt en að halda almennilega uppá fimmtugsafmælið hans Magga. Allir mæta með eitthvað ofaná pizzu og hann ætlar að redda deginu.... ég gerði sósu áðan til að þurfa ekki að éta þetta drasl úr krukkum :-( Svo verður sennilega kaka (ef hún er amerísk þá er ekki von á góðu - plast, gervidrasl og fleira... algjör froða og bragðlaust).... vonum bara það besta :-) Hann hefur nú mætt með Flan þegar hann mætti hér í mar, sem er bakaður búðingur með karamellusósu... algjör snilld, segir að þetta sé eiginlega það eina sem hann getur eldað :-)
Svo eru Finnbogi og Sessa búin að nefna það að bjóða okkur í mat um helgina, gekk ekki upp hjá okkur síðustu helgi... vá mér finnst það hafa verið í gær!
Á morgun er stór dagur hjá Magga, hann heldur fyrirlestur um jarðhita á jarðhitaráðstefnu hér í DC, allskonar kallar sem mæta þar... og sennilega konur líka :-) Þannig að þetta er síðasti vinnudagurinn hjá honum í maí og fer hann til Panama á mánudaginn, ég á miðvikudaginn. Meira um það seinna.

Læt fylgja með nokkrar myndir frá okkar rölti í gær
Ætla að sötra mitt hvítvín og svo skellum við okkur í pastað góða.... og pæ :-)

Mjög mikið af skemmtilegum, gömlum húsum þarna í Georgetown.

Canallinn sem liggur úr Georgetown og lengst inní land, hestar drógu báta eftir honum, labbandi eftir bakkanum.

Þarna sést aftaná einn bátinn (Akiko tók þessa mynd)

Hestarnir eru ekki lengur notaðir :-) heldur starfsfólkið. Þessi ýtti bátnum fullum af skólakrökkum, sennilega til að koma houm aðeins hraðar :-)

Þarna erum við dömurnar við gosbrunn fyrir framan lúxushótel niður við Potomac. Michele, Magga, Noriko, Camella og Akiko. Fengum einhvern gauk til að ná okkur öllum á eina mynd.

Stundum voru þær alveg yndislega „lost" á kortinu :-) Það var ágætt að hafa þá afsökun að ég væri að taka myndir... fyrir þær líka. Nennti enganvegin að liggja í þessu korti. Hlustaði bara á lýsingar frá þeim úr bókinni góðu og lét það gott heita :-)

Þarna náðist ég á mynd (hjá Akiko) og ekki oft sem það er, venulega er það ég sem tek myndirnar og nánast ósýnileg í öllum ferðum okkar..... Maður er eitthvað túristalegur þarna!

Eitt af elstu húsunum í Georgetown, miðað við Evrópu þá er þetta hús nú bara nýlega byggt.... sagan er ekki næstum því eins langt aftur og t.d. í Þýsalandi og þar eru þessar líka hrikalega gömlu byggingar. En þetta hús á sína sögu og tengist fyrsta forsetanum og stjórnarmyndun.... ég ætla nú ekki að láta hafa neitt eftir mér, hefur engar heimildir hér og nenni ekki að finna neitt :-)

No comments:

Post a Comment