Þá koma lokins myndir frá Panama, við komum heim á mánudagskvöldið eftir frábæra ferð, fórum að sofa kl. 03:30 og vorum ekki endilega þau ferskustu daginn eftir. Við vorum rosalega heppin með veður miðað við regntímabil í Panama, fengum rigningu ca þrisvar sinnum og þá bara þegar við vorum innandyra eða í bíl.... eða örfáa dropa sem þornuðu nánast samstundis.
Læt myndirnar bara tala sínu máli...... við (aðallega ég) tókum ca 400 myndir en erum búin að fara í gegnum þær hentum sennilega 1/3.... en hér er aðeins úrvalið.
(ÞAÐ ER HÆGT AÐ KLIKKA Á MYNDIRNAR TIL AÐ SJÁ ÞÆR STÆRRI)
Útsýnið frá hótelinu, Dómkirkjan í Panama - ekki slæmt útsýni það.
Ég var ein á röltinu fyrsta daginn minn í Panama City, Maggi var á ráðstefnu.... keypti mér úr og fékk mér svo hressinu - ekki veitti af, hrikalegur hiti og eins gott að koma sér í skugga með einhvern góðan vökva...
Þá erum við komin á hótelið okkar við Kyrrahaafið, Breezes heitir það og er á strönd sem heitir Santa Clara, norðan við Panama city.
Þarna sést í hótelið - tekið af sundlaugarbarnum. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum á hóteli sem er með ALLT innifalið... maður labbaði á hvaða bar eða veitingastað á svæðinu og fékk sér það sem maður vildi. Það versta var samt að maður þurfti að vera með hrikalega ljótt bleikt plast-band á hendinni allan tímann, mér leið eins og á útihátíð... en ég fann auðvitað leið til að taka það af mér á nóttunni :-) þoli ekki að sofa með svona aukahluti!
Þessi mynd er tekin úr anddyrinu og horfir maður yfir sundlaugina og beint út á haf.... ekki slæmt að rölta út og beint niður á strönd :-) eða í laugina...
Þarna erum við á röltinu á ströndinni með Lindu og Stacy (frá Californiu - eigum heimboð þar) sem við kynntumst á hótelinu. Tókum til öryggis „fávita" húfurnar til að brenna nú ekki á hausnum... eins gott því ferðin endaði í tveimur klst.... og brunnum við allsstaðar nema á hausnum :-)
Santa Clara ströndin (Kyrrahafs megin í landinu)
Maggi og Stacy sennilega að tala um vinnuna - Maggi í jarðhitanum og Stacy jarðfræðingur.....
Eftir gönguna góðu (vatnslaus) þurfti að vökva líkamann með bjór.....
Á ferð okkar daginn eftir sprakk dekkið. Við vorum að fara til El Valle sem er bær uppi í fjöllum - náttúruböð, eldfjöll og fleira. Við byrjuðum á að villast aðeins, sem er ekki erfitt í Panama því vegamerkingar eru vægast sagt SLÆMAR... svo srakk dekkið!
....og hér er ástæðan. Það var bíll að fara framhjá okkur um leið og við vorum að fara inná bílastæðið... BANG og dekkið sprakk. Það sá þetta enginn og við sátum lömuð í smá tíma og vissum ekkert hvað var í gangi. En fólkið í þessum smábæ hafði þá eitthvað til að tala um og skemmta sér yfir - þessir heimsku túristar :-)
Eftir dekkjaskiptin í þvílíkum hita var ákveðið að finna eitthvað að drekka.... heppin, heppin... hinu megin við götuna var bar :-) "Hey we found it....."
Stacy og Linda komin ofaní náttúruböðin í El Valle, vatnið var brúnt en þægilegt. Mér leist nú mátulega vel á þetta - en það þýðir nú lítið að vera einhver helv.... gunga!!!! En verst var nú samt að hvíti bolurinn sem ég var í, var brúnn... þó ég væri búin að fara í kalda sturtu....
Maggi varð að sanna fyrir sínum félögum í WB að hann hefði farið þangað :-)
Og alltaf finnur maður einhvern viljugan að taka myndir...... til að ná okkur nú öllum saman á mynd einu sinni! Við Maggi fávitar vorum nú vel grillu eftir gærdaginn... maður lærir aldrei.
Á leið okkar yfir að Karabísku eyjunni okkar, stoppuðum við á einni Karabísku ströndinni.... Þetta var ótrúlegt, það var standandi party þarna kl. 4 um daginn. Fullorðnir, unglingar, börn og allt þar á milli. Allt var fljótandi í vini og bjórdósir út um allt - ég get svarið það að þetta minnti á allsvakalegar útihátíðir á Íslandi. Ekki datt okkur í hug að þetta væri svona.... ekki frekar en þegar við fórum til Marokkó :-)
Þennan þekkjum við nú öll.... krossinn stór úti í sjónum á milli lands og eyjar. Hann er að vísu aðeins öðruvísi á litinn en maður er vanur... og einhverjir vængjaðir greinilega búnir að „gefa skít í hann"
Þessi mynd er tekin úr bátnum á leið frá landi í eyjuna Isla Grandi. Þetta var ca 5 mín ferð í litlum mótorbát.
Aðeins meira af eyja fílingnum...
Þarna situr töffarinn í Karaíska hafinu, á einkaströndinn fyrir framan okkar „lúxus" hótel :-) Það var verið að gera upp hótelið en við fengum í staðinn þetta græna hús (eða helminginn) og það var næstum því það ógeðslegasta sem ég hef lent í. Hinsvegar var umhverfið geggjað og fílingurinn - ótrúlegt....
Til að sanna að ég hafi verið þarna líka :-)
Vatnið var tært og heitt - Maggi búinn að skella sér útí
...og ég líka - frábært að synda þarna í sólsetrinu.
Fylgdumst með sólinni fara alveg niður, það var ótrúlegt. Ég veit ekki hvað við tókum mikið af myndum á meðan á því stóð... en þær voru ekki ein eða tvær
Daginn eftir tók ég slatta af myndum þarna á meðan við biðum eftir morgunmatnum, sem var reyndar bara fínn. Við vorum búin að fara í þessa líka fínu sturtu... ein smá buna og eftir að hafa svitnað þvílíkt alla nóttina þá var það allavega betra en ekki neitt.
Næst á dagskrá var að taka bát í land aftur, skella okkur í bílaleigubílinn okkar (sem við vonuðum að væri enn á sínum stað) og keyra til Panama city. Dagurinn var góður, fengum rigningu á leiðinni en sakaði ekki. Stoppuðum af og til, til að kíkja á áhugaverða staði og enduðum ferðina á réttum stað... panama city airport....
Það voru þreyttir en hrikalega ánægðir ferðalangar sem lentu í Washington DC.....
Væri alveg til í að fara til Panama aftur - þá veit maður á hverju maður á von og hvernig standardinn er. Bara ágætt að vera undirbúinn og líka gaman að prófa að vera ekki á einhverjum lúxus hótelum.
Þetta er nú meira en ég hef sett hér inn í margar vikur :-)
Meira seinna - njótið helgarinnar
Magga og Maggi
No comments:
Post a Comment