Hæ hó jibbíjey.... það er kominn 17. júní.... hvað er maður búinn að heyra þetta oft :-)
Í dag eru 23 ár síðan ég varð stúdent... trúi því nú varla.
Ég gleymi því heldur aldrei þegar pabbi vakti mig 17. júní 1983... sagðist vera að fara uppá fæðingadeild með mömmu, hann var nefnilega búinn að ákveða að Jói myndi fæðast 17. júní eeeeen ég hafði einhverjar efasemdir :-) Sá gamli hafði rétt fyrir sér og síðan þá hefur verið flaggað fyrir Jóa árlega og er enn (í mínum huga).
Bestu kveðjur á fjölskylduna og eigið góðan dag og minningar. Það er sennilega hið árlega opið hús hjá ykkur (pabbi og mamma) og vonandi kíkja sem flestir til ykkar í kaffi í tilefni dagsins.
Fann myndir sem Heiða tók af okkur á Öxará þegar við fórum öll á snjósleða og Jói hræddi næstum úr mér líftóruna....
Knús á ykkur öll
Magga
Við förum í íslenska sendiráðið hér í DC í kvöld, það er jazz á svölum/þaki þar, Björn Thor og fleiri m.a. frá Noregi og Svíþjóð (minnir mig). Hittum sennilega flesta íslendinga hér í DC og fleiri.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEit69oFBVDxGYM1-EwF3GY_RM2RehhQJ_cV8VH631ak4LsbzHG0ZM-yspvec6WqGEAad5O8WZab1w0c-CZtDnyPCiBzUlnGp84zFoUHPN37ZW7nFnUA7GePvKYx_pt6oGsOXWpYud6s5GSC/s400/Jan2004002.jpg)
Þarna erum við systkinin að undirbúa okkur fyrir ævintýrið...
Jói junior er þarna líka, hann var í miklu uppáhaldi hjá Jóa.
Jói jr., Daddi, Magga og Jói.
No comments:
Post a Comment