Wednesday, May 5, 2010

Löggustöðin og mótorhjólatúr....

...en löggustöðin var samt ekki afleiðing mótorhjólatúrsins he, he....
Byrjaði daginn á að fara á löggustöðina í hverfinu, var með mynd af (reið)hjólinu mínu og ætlaði að ath. hverjir væru möguleikarnir á að finna það og hvort ég ætti að tilkynna þetta.
Ég hitti mjög þægilegan gaur sem gaf sér góðan tíma, eftir að hafa spurt mig allskonar spurninga þá sagði hann að það væri vonlaust fyrir mig að sanna það á nokkurn hátt að þetta væri mitt hjól, þó svo ég sæi einhvern á því úti á götu. Ég keypti hjólið notað, ég hafði enga kvittun, ég hef ekki seríalnúmerið á hjólinu.... og fleira. Maður er nú svo einfaldur... heldur að þetta komi ekki fyrir mann og ég hef ALDREI skrifað niður serialnúmer á mínu hjóli áður. Það er m.a.s. hægt að skrá hjólið, á sitt nafn og límdur miði á hjólið með uppl. þetta man ég bara næst, ef það verður einhverntíman næst!
Þegar hann vissi að ég var frá Íslandi þá fór hann og fleiri að spyrja um eldgosið og hvernig þetta gengi, það biðu tveir aðilar eftir að komast að (sá það ekki fyrr en eftirá) en þeir voru ekkert að flýta sér :-) Fínustu gaurar og ég notaði í leiðinni tækifærið til að spjalla við þá um hvernig væri með þjófnað á mótorhjólum og hvernig væri nú best að græja þau... er nú með allt á hreinu!
Eftir þetta skellti ég mér í mótorhólajakkann og ætlaði til Alexandriu, ca hálftíma ferð. „Mario brothers" voru uppi á svölum hjá mér, það er Mario, sá sem sér um viðhald á húsinu hér og hans félagar, alltaf þrír saman :-) Það átti að múra hér úti, reyna að festa upp múrsteinana sem eru yfir einum glugganum svo við fáum þá ekki í hausinn. Tókst nokuð vel hjá þeim og lítur vel út.
Það tók mig þrjár tilraunir, ég endurtek ÞRJÁR tilraunir að komast til Alexandriu.... það eru ekki endilega fyrirmyndar merkingar hér í borginni og í kring, trilljón akreinar og allt gert til að rugla mann... en það þýðir ekkert að gefast upp, bara reyna aftur. Er í leiðinni búin að læra fullt af leiðum og nýjum götum :-) Ég komst alla leið á endanum og bara nokkuð stolt, fékk mér kaffi og gott brauð og naut þess að sitja í sólinni og horfa á flott hjól :-) Ég náði að koma hjólinu í 65 mílur... og reiknið nú! Þori nú ekki að þenja það í botn því maður er nú sennilega ekki alveg sú öruggasta enn....
Á leiðinni heim tók annað eins við, ákvað (nei ákvað reyndar ekki :-) að kíkja í SW hluta DC.... fór í gegnum einhver göng og skoðaði mig um, ferðin heim tók góðan tíma. Kíkti reyndar aðeins til Magga og fengum við okkur einn kaffibolla saman í sólinni, hann er nú pínu montinn af sinni konu :-)

Hendurnar á mér eru pínu fyndnar... það er eins og ég sé með hanska, er búin að fá miklu meiri lit á handabökin og upp á úlnlið því ég vil nú vera í jakkanum til að byrja með, með hlífum á öxlum, olnboga og baki :-)
Nú er ég sest niður og kl. 19:30, búin að þrífa þvílíkan skít eftir Mario-brothers. Gluggar, svalargólfið, handrið, húsgögnin og allt hér úti var löðrandi í ryki og steypudrullu. Inni var allt í sporum og sandi, búin að skúra alla íbúðina líka. Nú get ég bara slakað á og haft það nice.

Bíð eftir Magga og er að hugsa um að bjóða honum uppá freyðivín í tilefni þess að hann er búinn að skila af sér skýrslu eða handbók sem hann skrifaði og WB sendir frá sér, sjáum hvað verður um hana síðar - gefin út??? maður veit aldrei.... og ég komst heil fram og til baka í dag, lenti næstum inná highway.... og það er ekkert grín óvanur. Svo keypt ég góða osta, skinku og skemmtilegt brauð mmmmmmm er eiginlega orðin svöng eftir þetta allt saman.

Sofið vel og eigið góðan morgundag, ég fer á hjólinu aftur til Alexandriu á morgun í skólann, spara mér klukkutíma hvora leið - ef mér tekst að rata :-)

kv Magga

No comments:

Post a Comment