Tuesday, May 4, 2010

Slæmar og góðar fréttir...

Já það er ekki alltaf allt jákvætt hér, í gærmorgun þegar ég kom út fannst mér tröppurnar eitthvað tómlegar. Hmmmmmmm hvað vantaði - jú reiðhjólið mitt, einhverjir helv... fávitar búnir að stela því, skyldu eftir einhvern smá gúmmíbút af lásnum en ekkert annað. Ég er búin að finna mynd af hjólinu, Maggi er að prenta hana út og ætla ég til löggunnar í hverfinu í dag eða á morgun og tilkynna þetta. Ég er auðvitað ekki með neitt grindar/serial númer á hjólinu, maður saklausi íslendingurinn er svo glær og óvanur svona... en lærir. Myndin verður að duga og sjáum hvað þeir segja. Var búin að kaupa bögglabera á hjólið og körfu framaná, hún er hér uppi en algjörlega gagnslaus því festingin sem henni var smellt í, er á hjólinu - pirrrrrrrrrandi. Nú svo var ég búin að kaupa mér (Pamelu) silikon hlíf á sætir og hjálm... búin að þvælast á þessu um alla borg og þvílíkur lúxus - en lítið við þessu að gera. Ef ég kaupi hjól aftur, þá verður það óóógeðslega ljótt, ódýrt og þungur járnlás sem heldur því föstu - þjófahelt... eða hvað? Hinsvegar var hjólið læst við girðinguna upp við húsið með gúmmíhúðuðum vírlás...

Hérna er hjólið góða - tók mynd af því á leiðinni heim þegar ég keypti það. Heppin að eiga einhverja mynd af því.
Þarna er bögglaberinn ekki kominn á.

Hinsvegar eru góðu fréttirnar þær að ég fór á mótorhjólið áðan - alein.... og rúntaði um borgina í einn og hálfan tíma. Komst áfallalaust í gegnum þetta, hjólið heilt og allir í kringum mig lifðu þetta af :-) Nú er ég farin að kynnast hjólinu mun betur og miklu öruggari, búin að skipta niður og stoppa á umferðaljósum ca 300 sinnum - kannski aðeins ýkt!!! en bara að verða nokkuð örugg.
Um helgina er búið að plana lengri ferð út fyrir borgina, mun skemmtilegra að keyra á þeim vegum, ekki endalaus umferðaljós og gangandi vegfarendur... nú veit maður hvernig þessum bílstjórum líður þegar maður er að stinga sér yfir götuna á síðustu sekúndunni - og rúmlega það :-)
Nú ætla ég að klára mál sem ég er búin að ákveða að klára í dag og láta svo smíða auka lykil á mótorhjólið svo maður standi nú ekki upp lyklalaus einn daginn....
Í gær fór ég m.a. í Hardware verslun hér til að kaupa rafmagnsvír til að leiða á milli í mótorhjólinu. Framljósið virkaði ekki alltaf og voru Maggi og Biggi vinur hans í Utah sammála um að þetta gæti verið jarðsambandið.... ég get svarið það, að það er allt sem heitir rafmagnsdót allt öðruvísi hér. Aumingja maðurinn þurfti að hafa sig allan við að reyna að skilja hvað ég var að meina... auðvitað var ég að biðja um hluti sem voru alls ekki til... en með þolinmæði á báða bóga tókst okkur að leysa þetta, ég þakkaði honum líka fyrir hjálpina og þolinmæðina þegar ég fór - hann brosti bara og spurði hvaðan ég væri. „Frá Íslandi...." þá fékk ég stórt bros til baka - ætli það sé „Eyja-fjalla-jökull" og hinn skemmtilegi framburður sem fékk hann til að brosa!!!!!
Fólk er ýmsu vant hér - allra þjóða kvikindi hér... og ég þar á meðal :-)

Eigið góðan dag, reyndar lítið eftir af honum hjá ykkur... hér er góður hiti og honum fylgir auðvitað sviti :-)
Fékk að vita kl. 8:50 í morgun að það ætti að skrúfa fyrir vatnið hér í hverfinu frá kl. 9-17... ég safnaði vatni í fötu og tómar vatnsflöskur til að geta allavega hellt í klóið og þvegið mér um hendurnar... svo í sturtu!!!! og ég náði þessu :-) hrein og fín.... þangað til ég byrjaði að svitna á hjólinu he, he, he....

kv frá DC
Magga

No comments:

Post a Comment