Sunday, October 25, 2009

Komin heim!!

Þá er ég loksins komin HEIM til DC aftur :-) eða hvar á ég annars heima?

Á leiðinni til Íslands var seinkun, flugi aflýst og stress að fá nýtt flug og ná því... á leiðinni heim var svo seinkun, vélin hringsólaði yfir New York í þónokkurn tíma vegna umferðar og þurfti svo að bíða heillengi á flugbrautinn til að komast að (spurning hvort Iceland Air er annars flokks flugfélag þarna...?) þannig að það var rúmlega klukkutíma seinkun og hélt ég að þá myndi ég missa af tengifluginu til DC, því ég hafði bara 45 mín. til að komast í gegnum öll hlið og í annað Terminal á JFK flugvellinum (sem er EKKI lítill).
En í þetta sinn var heppnin með mér, ég sleppti því að taka lestina á milli Terminala og tók í staðin leigubíl til að flýta fyrir mér... búið var að loka afgreiðslunni þegar ég komst inn. En heppnin var enn og aftur með mér, afgreiðslufólk með þjónustulund og einhver gaur látinn hlaupa með töskuna mína á réttan stað og ég fékk brottfararspjaldið - og enn var ég heppin, fluginu seinkað :-).... og seinkað meira, komst af stað 2 klst. seinna en áætlað var og þ.a.l. alla leið um miðnætti, sem þýddi kl. 4 um nótt á Íslandi og því búin að vera rúma 12 klst á leiðinni... zzzzzzzzzz

Ferðin var bara nokkuð góð, ég hitti ungan minn og gisti hjá henni, gaman að hitta þig Dagný :-)
Byrjaði á að fara í heilun, mmmmmmm yndislegt.
Fórum saman norður mæðgur, gistum hjá pabba og mömmu, hittum ömmu og eyddum góðum tíma með henni, var boðið í afmælismat til Heiðu (og Dadda) og sá ég þá litlu frænku í fyrsta skipti. Takk fyrir mig öll...

Því miður var svínaflensa að stinga niður fæti hjá fólki og því „sóttkví" á þeim heimilum og ég því úti í kuldanum!!! En sími og mail bættu það upp.

Við fórum aftur suður eftir 4 daga í norðri og var ég búin að panta tíma hjá augnlækni (fékk frábæra skoðun), heilun, tannlækni og hjá Gústu homopata. Þetta var allt flott og frábært að geta notað ferðina í þetta. Við Dagný áttum líka góðan tíma saman, notuðum hann í leti og fórum í ýmsar reddingar. Foreldrar Guðrúnar, sambýlings og vinkonu Dagnýjar, voru líka fyrir sunnan + systkin svo það var ansi þröngt í kotinu en bara nokkuð fínt líka.

Ég notaði ferðina í að kenna Dagnýju að elda þrjá af hennar uppáhalds réttum og var gerður góóóður skammtur og frystirinn fylltur :-) farið var að versla og mamma hjálpaði þannig unganum sínum :-)
Það sem var líka frabært var að fara í sund, heita pottinn og gufu, hef ekki komst í svona heitt vatn í alltof langan tíma. Höfum ekki almennilegt bað og hef ekki fundið heita sundlaug heldur - hef reyndar ekki eytt tíma í leitina heldur!!!!

Ég hitti líka vini mína fyrir sunnan, Ara og Ágústu og ekki var það slæmt... skiptumst á hlutum frá DC og Rvk, þau eru að gera frábæra hluti og mæli ég hiklaust með því að kíkja á vinnustofu þeirra á Vesturgötunni, fyrirtækið heitir „Níu heimar" og flottir hlutir sem þau eru að hanna og framleiða, fullt af öðruvísi og skemmtilegum gjöfum handa íslendingum og ekki síður til að senda vinum og fjölskyldum erlendis.

Ég skellti mér til Selfoss, hitti svo skemmtilega á að ég mætti á matartíma :-) fékk þessar fínu alíslensku kjötfarsbollur í hádegismat, með rabarbarasultu og alles mmmmmmm, hef ekki borðað svona í mörg ár. Litla heimasætan hún Sóley var nú algjör dúlla, orðin 6 vikna og ég að sjá hana í fyrsta skipti. Hún tók sig nú til og svaf sennilega í 4 klukkutíma í tilefni þess að ég var á svæðinu :-) En við Heiða fengum okkur góðan göngutúr með hana sofandi og spjölluðum heilmikið saman yfir kaffibolla - bara gaman hjá okkur. Takk fyrir mig Heiða, Robbi og Sóley.

Síðasta kvöldið fórum við mæðgur í 120 ára afmæli.... = 60+60 ára afmæli Öddu og Jóhanns. Mjög skemmtilegur salur sem þau voru með veisluna í, frábær matur (enda ekki við öðru að búast af þessum kokki), skemmtileg tilviljun að þetta skyldi vera á þeim tíma sem ég var á landinu. Ekki skemmdi heldur fyrir að Ari frændi kom frá Noregi og höfum við ekki hist í 14 ár, hann hefur nú ekki breyst mikið og íslenskan hans mjög fín ennþá. Þau ætluðu svo öll norður daginn eftir og hitta ömmu, henni finnst það nú ekki slæmt.
Ég hafði keypt kerti handa þeim í afmælisgjöf, handgerð frá Suður Afríku, sá bara Öddu og Jóhann fyrir mér þegar ég rakst á þessi kerti.... og Adda sagði mér að þetta væru hennar uppáhalds kerti og hún keypti alltaf svona þegar hún færi til Ameríku... ekki slæmt að hitta svona í mark :-)

Þessir 12 dagar voru semsagt ekki lengi að líða....
Hinsvegar er ég ekki endilega á leiðinni heim (hvar sem ég á nú heima :-) á næstunni, það þarf ýmislegt að breytast á Íslandi áður en við förum þangað aftur. Atvinnumál, lánamál og margt, margt fleira. Verðlagið er farið langt út fyrir öll velsæmismörk, bara á þessum 4 mánuðum sem ég hef verið hér úti finnst mér mataverð hafa hækkað mikið.

Ég vona svooooooo innilega að eitthvað breytst þarna svo fólk lifi þetta hreinlega af....

Hafið það gott og takk fyrir samveruna
Magga

No comments:

Post a Comment