Hæ loksins læt ég verða af því að kíkja hingað inn, ég er búin að vera alltof löt síðustu daga. Það hefur verið nóg að gera, enskunámskeið, fundir í WBFN, hitta fólk og Workshop.... mér hefur svo sannarlega ekki leiðst.
Enskunámskeiðið gengur fínt, ég fór og hitti WBFN gellurnar, þær eru himinlifandi yfir plagötunum mínum og vilja fá mig í meiri vinnu. Ég talaði við „varaforseta WBFN" í hádeginu um daginn, frábært og fullt af hugmyndum.... bæði í sambandi við vinnu og fleira, frábært að hafa aðgang að toppunum þarna, „forsetanum" sjálfum og öllum þarna því þær hafa allar flutt margsinnis og vita nákvæmlega hvernig þetta er. Þær þekkja helling aff fólki og nú er bara að nota samböndin!!!
Niðurstaðan úr Strong Interest prófinu kom í dag, við unnum heillengi í okkur sjálfum og persónuleika okkar, fórum svo aðeins yfir niðurstöðurnar úr síðasta prófi og þetta er ótrúlega spennandi. Á þriðjudaginn fer ég svo á fund með Elenu í sambandi við mitt eigið áhugagsvið, þetta er klukkutíma einkafundur og það verður örugglega frábært að fá smá input frá henni og fara yfir þetta með fagmanni, hlakka til.
Ég get því miður ekki tekið þátt í coaching því ég er búin að panta mér flug heim... 12.-24. okt, hlakka líka til þess.... en ég talaði við Elenu og get sennilega tekið þátt í þessu með næsta hópi.
Nú svo er spennandi að sjá útkomuna úr prófinu hennar Dagnýjar, ég veit að hún er að farast úr stressi og spenningi og kvíður mikið fyrir einkuninni... þetta er spurning um hvort hún kemst áfram í lögfræðinni....
Maggi kemur heim á morgun.... jibbííííí, eftir 2ja vikna ferð og ég verð eiginlega bara fegin að fá hann heim aftur, þetta er orðið ágætt. En hinsvegar hef ég haft nóg að gera og gert helling hér heima.... sjáum hvernig honum líst á!
Í vikunni hitti ég Iris frá Austurríki, hún er vefhönnuðuður og ætlar að taka að sér plagatið sem ég hefði annars unnið.... líst mjög vel á hana og náðum saman á fyrstu mínútu.
Ég fór svo með Kim í Happy Hour áðan, fengum okkur tvo bjóra og crepes, frábært. Hennar maður (Dean) er í Afganistan núna, ekki endilega draumastaðurinn, hann vinur líka í World Bank. Við ákváðum að við myndum bjóða þeim í mat þegar ég kem heim aftur... hún er frábær og við smellum ótrúlega skemmtilega saman. Við ákváðum líka að hóa saman þremur öðrum hönnuðum sem ég hef komist í samband við í gegnum World Bank, á biðstofu, í enskutíma og á skrifstofu WBFN... hittast í kaffi og spjalla, spennandi!
Paola frá Ítalíu er með mér í þessu Workshop og við unnum saman í dag í ákveðnu verkefni og vorum á ótrúlega skemmtilega líku svæði.... áhugamál og fleira og ákváðum að hittast líka þegar ég kæmi til baka :-) Það spruttu upp skemmtilegar hugmyndir hjá okkur og BARA spennandi...
Ákvað að setja inn 3 myndir sem ég tók af vini mínum honum Jason (Dagný skírði hann um daginn þegar hún fylgdist með honum í gegnum Skype, þá sat hann á gluggasyllunni fyrir utan - á 3ju hæð!!!), hann kemur og heimsækir mig af og til. Ég hef sett hnetur út á svalir og fyrir utan (af og til) þær hverfa alltaf... Þetta er vonandi sá sami og ég hitti á svölunum um daginn :-) með kjaftinn fullan af sumarblómunum mínum!
Ég heyrði heilmikið þrusk uppi á svalarþakinu um daginn, sat úti á svölum með prjónana og naut sólarinnar... þá kíkti þessi litli gaukur aðeins niður og ég hljóp inn og sótti myndavélina. Þá kom í ljós að þessi snillingur kemur niður á svalirnar til að fá sér að drekka... og borða hnetur og sumarblóm :-)
Hafið það gott
Magga
No comments:
Post a Comment