Í dag varð litla frænka, Erla María 4 mánaða, amma Sigríður hefði orðið 105 ára, amma Margrét lögð inn á sjúkrahús, Dagný í STÓRA prófinu í lögfræði (til að komast áfram), Maggi í Manilla í flóðunum miklu og ég alein í DC....
Ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að sjá Erlu Maríu fljótlega, að amma Sigríður fylgist með mér, að amma Margrét hafi það gott, að Dagný komist áfram í lögfræðinni, að Maggi lendi ekki í fleiri flóðaævintýrum í Manilla og að ég sofi vel í nótt.
Síðustu nótt gekk mér illa að sofna, horfði á eina mynd í tölvunni og svo var svo mikill hávaði hérna úti að það var nánast ómögulegt að sofna,. Ég hafði líka pínu áhyggjur af Dagnýju litlu því hún var svoooo stressuð yfir prófinu sínu. Ég trúi því að hún nái og hef aldrei efast um það, keppnisskapið er til staðar og svo leynir daman á sér þegar á reynir :-)
Hér er búið að rigna í mest allan dag og hellidemba akkúrat núna, ég skrapp samt aðeins út í búð og keypti m.a. nokkrar körfur til að halda áfram skipulaginu hér á heimilinu, Maggi verður hissa þegar hann kemur heim... búið að snúa öllu við og gera aðeins meira cosy. Ég er ekki búin en þetta er allt að taka á sig mynd.
Ég talaði við Dadda, Heiðu og Jóa spóa (töffara) í Skype í rúman klukkutíma, alltaf gaman að heyra í þeim og m.a. skemmtilegt umræðuefni, say no more :-)
Það var ekki eins skemmtilegt umræðuefni hjá okkur pabba og mömmu. Þau voru uppi á sjúkrahúsi hjá ömmu í dag og vonandi fæ ég betri fréttir á morgun, mér finnst ég svo langt í burtu þegar svona er og maður getur ekkert gert nema kveikt á kerti og hugsað til ömmu og vonað að allt gangi vel hjá henni.
Áðan sá ég frétt á visi.is um að það ætti að færa greiðslubyrði lána aftur fyrir hrun og afskrifa... Þvílíkan tíma sem þetta er búið að taka, hvað eru margir búnir að missa heimilin sín á þessum tíma og hvað á að gera fyrir þetta fólk? Varla er hægt að afhenda þeim eignir sínar aftur???
Við Maggi ræddum þetta um daginn og hvað við myndum gera ef við ættum fyrir lánunum heima. Ég var alveg á því að það ætti alls ekki að borga krónu fyrr en þeir væru búnir að gera eitthvað í málunum, mér dytti ekki í hug að borga inná lán einhverja summu og svo kæmi í ljós að eitthvað yrði leiðrétt... kannski er þetta að ganga í gegn - en hinsvegar eigum við ekki fyrir lánunum svo við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því :-) En nú er líka spurning hvort þeir gera þá kröfu um að fólk sæki lánin sín úr frystinum... þá vandast kannski málin, eða hvað??? Þetta kemur vonandi allt í ljós fljótlega fróðlegt verður að sjá hvort þetta er VIRKILEGA málið - eða verður haugur af skilyrðum og „agnarsmáu letri" fyrir okkur húsnæðiseigendur, nú reynir á...
Góða nótt og hafið það gott á morgun.
Ég hugsa til ömmu og hlakka til að sjá hana í október
Knús frá DC, Magga
No comments:
Post a Comment