Thursday, September 24, 2009

Slökun og opnunarpartý

Dagunn er búinn að vera heitur, fór uppí 35 gráður og góður raki.
Ég fór með tebollann minn út á svalir í morgunn og þá var þar íkorni að þvælast, hann kom heldur betur upp um sig, var með grænt blað í kjaftinum og var sennilega að éta sumarblómið mitt :-) en það er OK hann var svooooo sætur, stóð upp á afturlappirnar og horfði á mig... forðaði sér að vísu upp á þak þegar ég kom út. Ég hefði kannski ekki átt að gefa honum hnetur í gær :-)

Ég tók rólegan dag í dag, sat á svölunum og prjónaði og hafði það mjög gott í sólinni. Lagaði aðeins til hér inni og margt sem þurfti að gera. Talaði við Dagnýju, hana vantaði smá stuðning frá mömmu í gegnum Skype :-) STÓRA prófið er á laugardaginn og kemur í ljós viku seinna hverjir komast áfram, ég hef fulla trú á mínum unga og veit að hún kemst áfram - keppnisskapið í lagi og maður kemst langt á því. Íkorninn góði (veit ekki hvort það er sá sami) sat á gluggasyllunni á meðan (á 3ju hæð) og hafði það nice, Dagnýju fannst hann svo sætur þegar ég sýndi henni hann - Skype er snilld. Hún vildi kalla hann Jason (minnir mig)

Kl. 5:30 átti að opna nýja sendiráð Ísland í DC, ég var alltof sein eins og venjulega, var að spá í hvort ég ætti að fara í buxum og blússu eða kjólnum fína... kjóllinn varð fyrir valinu eftir nokkra umhugsun. Ég náði leigubíl hér á horninu og tók ca 20 mín. að komast þangað, hefði verið álíka lengi að labba en sennilega svitnað þeim mun meira :-)

Leigubílsstjórinn stoppaði við vitlaust hús og ég þurfti að leita að húsinu, þetta hús heitir Swedish house og mjög flott nýtt hús sem sendiráðið er að flytja í. Reyndar var gangurinn mjög mjór og eitthvað lítið aðlaðandi þarna á 5. hæð. Ég náði inn um leið og sendiherrann hélt sína ræðu og forsetinn klippti á borðann, boðið var upp á allskonar vín og í næstu Suite var boðið uppá ísl. lambakjöt, lax, skyr, osta og snittur. Þessi íbúð verður í framtíðinni íbúð sendiráðsritarans... eiginlega einum of stutt í vinnuna :-) næstu dyr... spurning hvort menn verða ekki lengur í vinnunni en eðlilegt er :-)

Þarna hitti ég Finnboga og Sesseliu, Anna var þarna líka, hún vinnur í World Bank og fórum við saman eitt kvöld á skemmtilegan stað - mjög skemmtilegt kvöld, við ákváðum að fara saman í Brunch einhverntíman á næstunni fyrst Maggi er í burtu og hún verður farin þegar hann kemur til baka. Þarna var líka Ari bæklunarlæknir á Akureyri og hans kona, spjallaði heillengi við þau og einhvern tæknimann frá utanríkisráðuneytinu sem er að tengja línur fyrir sendiráðið. RUV var á svæðinu og allskonar ljósmyndarar, spurning hvort eitthvað kemur í fréttum á morgun....

Þegar þetta var búið var svo yndislegt kvöld að ég labbaði á næsta bar, sem er í höfninni í Georgetown (við hliðina á sendiráðinu) við Maggi höfum bæði borðað þarna og fengið okkur vínglas. Ég fékk mér hvítvínsglas (fékk mér bara eitt í sendiráðinu :-) og sendi Maggi mail í gegnum símann... fyrst hann missti af þessu :-)

Þá var að finna Taxa... ég rölti af stað og var komin upp á aðalgötuna í Georgetown (M street) og sá Eþíópska veitingastaðinn sem við fórum með Finnboga á fyrir einhverjum vikum, ákvað að athuga hvort ég fengi ekki eitthvað smá að borða þar (fékk mér bara smá kjötbita og súkkulaði í sendiráðinu) og vantaði eiginlega MAT. Ég hef ekki eldað neitt síðan Maggi fór og ferlega löt að borða... Þarna voru bara stórir réttir svo ég ákað að labba aðeins lengra, mundi þá eftir Marokkóska staðnum á P Street og labbaði þangað... mmmmmmm fékk mér góða súpu, brauð og rauðvínsglas, ekki slæmt það og leið hriiiiikalega vel eftir það. Fyrst ég var komin á P Street þá var ekki langt eftir uppá S street (okkar heimili) labbaði því alla leið í háhæluðu skónum.... og nýja fína kjónum :-) (ekki alveg nýr en hef ekki notað hann fyrr en núna).
Hitti blaðsölumann, sem selur blað fyrir heimilislausa, keypti blað af honum - þau eru oft mjög áhugaverð. Hann spurði hvort ég væri frá Frakklandi.... sennilega klæðnaðurinn! Ísland ahaaaaaa það vita allir hvar Ísland er, það er svolítið skemmtilegt. Fólk er líka forvitið hvað fær mann til að flytja hingað... Hann var búinn að skrifa nafnið sitt innaní blaðið og heimilisfang og sagði að ég gæti sent honum póstkort :-)
Í heildina var þetta góður dagur, nema fréttirnar á mbl um að Davíð Oddsson yrði næsti ritsjóri Moggans, maður spyr sig nú bara hvað sé í gangi - um daginn las ég viðtal við fyrrverandi ritstjóra Moggans og hann talaði um að fréttamennskan hefði verið mjög opin og skrifað um eigendur jafnt sem aðra.... Nú segja menn að þetta eigi að halda áfram, hvbernig er það hægt með Davíð í skipstjórastóli, er hann ekki meðvirkur og alltof innvinklaður í þetta allt saman til að geta verið óháður? Ég skil þetta einfaldlega ekki - hvað er að gerast......? Mér skildist á Facebook að fólk væri að segja upp Mogganum í hrönnum, allir þjónustufulltrúar voru uppteknir og ekki náðist í gegn - sennilega hópuppsagnir í gangi, ég skil það eiginlega mjög vel.
Hinsvegar erum við svoooo fljót að gleyma og spurning hvort áskrifendafjöldinn eykst ekki eftir einhverjar vikur.... sjáum til :-)

Nú ætla ég að skella mér í bólið fljótlega, kannski horfi ég á eina mynd eða les.... hver veit - góða nótt. Hendi kannski nokkrum hnetum út á svalir handa Jason íkorna :-)

Magga

No comments:

Post a Comment