Monday, September 21, 2009

Þreytt Magga á leið í bólið

Dagurinn byrjaði barasta vel, ég svaf lengur en venjulega og það var bara frábært. Réðst á símann minn og komst að því hvernig á að komast á netið og nota imago mailið mitt þar... er þá tengd öllum stunum, ekki endilega gáfulegt en fínt að komast í þetta hvar sem er!

Svo er maður búinn að láta þvottavélina malla í allan dag og ná að þvo næstum allt sem beið mín hér... frábær tilfinning, sængur, koddar og alles hreint og fínt.

Sólin glennti sig heldur betur í dag og ég ákvað því að taka fram sólbekkinn okkar góða, sem við erum alls ekki búin að vera nógu dugleg að nota. Frábært að liggja í sólinni og lesa, kláraði loksins bókina sem ég byrjaði á í júní... er byrjuð á þeirri næstu „eat - pray - love" mér líst mög vel á hana og gat varla hætt þegar ég byraði, ekki nema 300 síður og vona ég að hún taki ekki eins langan tíma og sú fyrri.

Ég ákvað að sleppa módeltímanum í kvöld því ég ætlaði að leggjast uppí rúm og lesa og fara svo snemma að sofa... ætlaði reyndar að mála líka en komst ekki í það, eða öllu heldur var ekki í stuði til þess. Ég kláraði hinsvegar verkefnið sem við áttum að klára fyrir Workshop á morgun. Er búin að setja það á minniskubb og ætla að koma við í lítilli prentsmiðju á leiðinni og fá hann til að prenta þetta út fyrir mig.

Það verður sennilega stuð hjá okkur, við erum rúmlega 20 í þessum hópi og á morgun á að fara yfir persónuleikaprófið sem við tókum í síðustu viku... spennandi. Þetta er frá 9:30-3 á morgun svo maður veður sennilega gjörsamlega búinn eftir þetta... eins gott að vera út sofinn og hress :-)

Meira seinna æta að skella mér í bólið með bókina góðu og sofna sennilega vel á eftir

Magga

No comments:

Post a Comment