Thursday, September 17, 2009

Alltof löt að blogga

Ég er búin að vera alltof löt að blogga síðustu daga, það er svosem ekki mikið um að vera akkúrat núna, lífið gengur sinn gang. Ég kláraði eilífðarverkefnið mitt í dag, það fór í prentun og ég er svo fegin.
Hinsvegar var ég búin að ákveða að segja NEI við fleiri verkefnum frá þeim.... en af því að maður er svo fljótur að gleyma og fínasta æfing fyrir mig bæði í hönnun og ensku, þá sagði ég JÁ :-) og sé ekkert eftir því, þetta var með fyrirvara um að allt yrði tilbúið þegar ég tæki við þessu, texti og fleira... er líka búin að búa til format sem á að nota í framtíðinni hjá þeim (WBFN) svo þetta verður mun auðveldara.

Annars er ég búin að skrá mig á allskonar námskeið og Workshops og mætti í tvo tíma í vikunni. Í framhaldinu er ég búin að taka persónuleikapróf og á að klára áhugasviðspróf á morgun. Á þriðjudaginn hittumst við svo öll aftur og farið verður yfir þetta og svo vinnum við í hópum, ræðum málið og tökum okkar ákvarðanir. Þau sem mættu á svæðið voru öll í svipuðum sporum, sum voru með þannig menntun að hún var ekki viðurkennd hér eða markaðurinn allt annar. Aðrir voru eins og ég að vera opin fyriri því að skipta um starfsvettvang og/eða læra meira. Ég vona að eftir þetta námskeið eða coaching geti ég tekið mína stóru ákvörðun því þetta er búið að liggja á mér lengi, mikið búið að hugsa og spá og kominn tími til að ég ákveði mig... Er að fá í pósti fljótlega skólakírteinið mitt v/hönnunar á ensku, sem gæti nýst vel ef ég sæki um nám.
Mikið er að gera í vinnunni hjá Magga og vonandi nær hann að klára allt sem klára þarf áður en hann fer til Filippseyja, svo er enn óákveðið hvort hann fer á ráðstefnuna í Reno, Nevada.... sem í framhaldinu hefur áhrif á hvenær ég fer til Íslands...
Ég byrja á enskunámskeiði í loka sept. sem verður frábært og er það fram í des. Maggi hitti um daginn gaur sem er í deild innan World Bank sem sér um uppákomur, ráðstefnur og fleira og sá vildi fá mitt resume og sendir þetta á fólk þar, sjáum hvort eitthvað kemur út úr því... væri ekki leiðinlegt að komast í svoleiðis!

Það er greinilega að koma haust hér, rigning úti og hitinn hefur lækkað í rúmlega 20 gráður, sem heima teldist ágætt en er frekar kalt hér. Ég sé að maður þarf að fara að huga að haust/vetrarklæðnaði. Ég skildi eftir alla lokaða skó heima, í ruslinu og/eða Rauða krossinum aðallega :-) líka úlpur/kápur svo það þarf að endurnýja allt. Þykkri peysur og langerma er eitthvað sem maður veit varla hvað er lengur... þarf að bæta úr því, úff mér finnst ekkert endilega gaman að versla, en þegar ég kemst í gírinn þá fer ég bara í eina almennilega ferð og klára þetta :-)

Nú ætla ég að harka af mér og hendast í að ryksuga hér og þrífa, eins gott að nota svona daga í það. Spurning um að skreppa aðeins og versla í ísskápinn, undarlegt hvað hverfur alltaf úr honum um leið og búið er að fylla á :-)

Svo þarf ég að vinna verkefni fyrir þetta námskeið mitt, er búin að senda línu á fólk sem hefur unnið með mér eða verið með mér í skóla og biðja þau um smá aðstoð, skrifa nokkur orð um styrkleika mína, afarek og fleira. Svo geri ég eitt skjal úr þessu og hef tilbúið fyrir næsta tíma. Það er frábært að fá comment frá öðrum, hlutir sem koma upp sem ég hef ekki einu sinni hugsað um og aðrir sem mér hefur bara fundist sjálfsagt mál - en er ekki endilega sjálfsagt...

Bestu kveðjur til ykkar allra og hafið það gott
Magga

No comments:

Post a Comment