Já helgin var heldur betur fljót að líða og þessi vika er miklu meira en hálfnuð. Maður skilur þetta eiginlega ekki, ég er búin að vera hér í næstum þrjá mánuði....
Amerískt???
Við fórum í móturhjólaferð um helgina (já ótrúlegt en satt :-) Tókum Skyline Drive í Shenandoah og svo í vestur yfir í m.a. Hot Springs, líka Warm Springs :-) þarna er hiti í jörðinni og rýkur upp gufa eins og við þekkjum.
Smá grín hér, fyrst Maggi er að vinna í jarðhitamálum þá var þetta sönnun fyrir því að hann hefði komið til „Hot Springs"...
Í Hot Springs er búið að setja upp þvílíka lúxus hótelið og golfvelli, en ekki endilega gert mikið með vatnið sjálft.... í Warm Springs eru þeir hinsvegar búnir að byggja mjög fyndin hús utanum/yfir vatn, eitt fyrir konur og annað fyrir karlana.
Svona líta húsin út að utan, ltlu gluggarnir eru í búningsklefunum, einn fyrir hvern einstaklingsklefa, svo er heiti pollurinn í miðjunni.
Við kíktum aðeins þarna inn og þetta var kostulegt en samt skemmtileg hugmynd. Þetta er hundgömul og fúin hús, hringlótt og búningsklefar hringinn, eins gamaldags og gæti orðið... en það er einmitt sjarminn við þetta.
Skelltum okkur aðeins yfir til West Virginiu og ætluðum að gista þar á sunnudagskvöldinu, en það voru bara lítil subbuleg Motel í boði og m.a.s. sú sem var að vinna þarna ráðlagði okkur að fara eitthvað annað :-) hún var með húmorinn í lagi.... Við gerðum það og fundum fína hótelkeðju sem við þekktum ekki (Jameson) sem við ákváðum að prófa (í Charlottesville), ódýr og í fínu lagi.
Á mánudeginum var frídagur hér svo við héldum áfram, það var orðið nasty kalt þarna í fjöllunum og þá sérstaklega á hjólinu, veðrið var heldur ekki eins og spáð var... alltaf við það að fara að rigna og hrollur í okkur. Við tókum að sjálfsögðu ekki með okkur neina hanska, okkur var að vísu hlýtt á hausnum vegna hjálmanna.... en við höfðum bara eina langerma peysu með okkur og jakkarnir okkar eru sumarjakkar (mótorhjólajakkarnir með hlífum og öllu) og alls ekki nógu hlýir í þessu veðri. Það er semsagt að koma haust :-) Maggi smellti á sig hitabelti um mittið/mjaðmir og það gerir heilmikið, hann var að vísu líka með langerma skyrtu, ég hinsvegar tók flísteppið okkar og vafði því utanum mig undir jakkanum og var að sjálfsögðu eins og múmía í hreyfingum, en þarna skiptir ekki útlitið máli heldur að ofkælast nú ekki.
Smá hrollur, ein innpökkuð í flísteppið góða.... og svínaflensu auglýsing fyrir aftan...
Við fórum og skoðuðum heimili Thomas Jefferson, fyrrverandi forseta Bandaríkana (1801-1809, þurfti að sjálfsögðu að fletta þessu upp... en þið segið engum). Húsið heitir Monticello og er rétt fyrir utan Charlottesville. Hann hefur verið mikill spekingur og mjög skemmtilegir hlutir þarna inni, hönnunin og pælingar. Við erum bæði þannig að við látum ekki mjög vel að sjórn í svona skipulögðum ferðum.... (villtumst m.a. í St. Pétursborg og týndum hópnum :-) og þess vegna gerum við mest lítið af þessu. En eina leiðin til að komast inní húsið var að fara í svona hóp, við reyndum að smygla okkur með hópnum á undan til að þurfa ekki að bíða... en vorum nöppuð og send til baka. Ekki tók betra við þegar inn var komið, við vorum meðhöndluð eins og fangar... vantaði bara handjárnin, þvílíkar reglur... og svo talaði þessi dama við okkur eins og leikskólahóp, þvílíkt og annað eins. Þetta var næstum móðgandi, en kannski er þetta bara svona hérna, ég hef aldrei prófað þetta áður hér og kunni ekki við þetta, það var fólk uppundir 100 ára, nei smá ýkt en vel fullorðið og það lét sig hafa þetta og svaraði eins og leikskólakrakki :-) En eins og ég sagði þá erum við sennilega ekki miklar hópsálir og hentar þetta form okkur því ekki, enda erum við vön að ferðast ein, án alls skipulags og ekki búið að panta neitt hótel eða annað.... skemmtilegt að ferðast svona og við erum sammála um það, alltaf smá ævintýri að finna gistingu og annað... látum bara veður og vinda + tilfinningu ráða.
Jefferson & Gehringer
Síðasta stoppið okkar var í Culpeper í Virginiu, skemmtilegur bær með gamlan en einfaldan stíl, eins og maður væri kominn ansi langt aftur í tímann, húsin fengu að halda gömlum merkingum og mjög skemmtilegur andi. Það voru fáir á ferð enda frídagur og lokað víðast, en heppnin var með okkur, fundum veitingahús og skelltum okkur þangað. Fengum okkur kaffi og kökusneið, við vorum sammála um það að þetta var það besta sem við höfðum smakkað hér þ.e. kökur því þeir eru nú ekki endilega snillingar í svoleiðis, meira froða og plast finnst manni. Þegar við vorum að borga og spjalla við þjónustudömuna, kom í ljós kokkurinn (og eigandinn) var austurrískur, ahaaa skýringin komin.... eeeeeeen það skemmtilegasta var samt að hann var kokkur Ronald Reagan forseta bandaríkana.... var búinn að reka þennan stað í 8 ár og maður át semsagt bara forsetaköku þarna :-)
Þetta er staðurinn góði ef þið skyduð nú eiga leið hjá!
Heimurinn er ekki endilega stór, hvernig hefði manni dottið í hug að hitta á svona kokk á svona stað - ekkert nema tilviljun...
Við vorum svo fegin að komast heim, gengum frá okkar dóti, fengum okkur hvítvínsglas og vorum fegin að leggjast á koddan zzzzzzzzzzzzz
Vikan er búin að vera hrikalega fljót að líða, þriðjudagurinn fór í fund og vinnu + að versla mat, veitti ekki af, talaði helling við Dagnýju á Skype - alltaf gaman að heyra í henni og keppnisandinn á sínum stað. Það verður próf núna í lok mánaðarins og þá komast þeir áfram sem ná einkunninni 6, þ.e. í lögfræðinni til að þetta sé nú á hreinu. Maggi kom seint heim því það var hellingur af allsonar málum sem þurfti að klára og borðuðum við því okkar salatdisk mjög seint.
Dagurinn í dag byrjaði á kynningu/fundi í World Bank. Það er mannauðsdeildin sem var að kynna „starfsframa prógram" fyrir mökum. Mér leist vel á þetta, það er ýmislegt í boði, er búin að skrá mig á eina kynningu og eftir að hafa talað við Elenu (rússnesk) sem hefur haldið þessi námskeið, er ég 100% ákveðin í að taka þátt í þessu ÖLLU.... það er boðið uppá persónuleikapróf og áhugasviðspróf. Ég talaði við eina konu í gær sem fór í þetta og hún sagði að það væri ótrúlegt hvernig henni tækist að koma þessu frá sér, túlkunin og útkomurnar hefðu gert svo mikið fyrir fólk, það kom ein á fundinn og sagði okkur frá sinni reynslu, sem var mjög skemmtilegt :-) Ég var búin að heyra af þessu áður og var alltaf að bíða og leita að þessu, en svo barasta er þetta að byrja.... það er boðið uppá coaching í framhaldinu og þetta er BARA spennandi :-)
Ég sótti um ensunámskeiðið í gær, fæ svar í síðasta lagi 25. sept, þarf að mæta í viðtal til að sjá hvar ég stend í samanburði við verkefnin og aðra, seta okkur sennilega í mismunandi hópa????
Nú er ég hætt, þetta má nú ekki verða svo langt að enginn nenni að lesa, ég verð bara að dr...ast til að fara hingað inn oftar...
Bestu kveðjur til ykkar allra
Magga
ps. hér eru nokkrar tilraunir með nýju linsuna... :-)
Fjallasýn
Vinkona mín :-)
No comments:
Post a Comment