Hér hefur hitinn lækkað mikið síðustu daga og finnst manni 24 gráður hér og 24 gráður heima alls ekki það sama, hiti heima en kuldi hér :-) en ég veit að ég fæ enga samúð frá ykkur miðað við þær hitatölur sem maður sér á mbl.is.
Í dag byrjaði dagurinn í World Bank, ég fór á fund með Family network liðinu og fórum yfir plagatið endalausa.... það er rétt að byrja aftur og verður sennilega næstu viku líka. Ég er löngu hætt að svekkja mig á þessu og held bara áfram...
Svo hitti ég Kim kl. 2, sátum í næstum 3 klst. og spjölluðum, hún er hönnuður hér, komst í samband við hana í gegnum Liz í World Bank og frábært að fá upplýsingar og tala við manneskju í þessum geira. Ég ákvað svo að fara í Whole Food í næstu götu og kaupa freyðivín, Heiða dóttir Magga missti vatnið í nótt (er semsagt ólétt :-) og fór uppá sjúkrahús á Selfossi í dag. Við fengum svo fréttirnar í kvöld, lítil prinsessa fæddist kl. 23 að ísl. tíma og Maggi semsagt orðinn afi og er hreinlega að rifna úr stolti.
Elsku Heiða og Robbi til hamingju með litlu prinsessuna. Maggi er akkúrat núna að skoða mynd af henni sem þau sendu áðan, þessi tækni er ótrúleg.
Það er undarlegt hvernig lífið er, þegar einn kemur í heiminn - fer annar. Í morgun fékk ég mail frá Jónín konunni hans Hreiðars Karls sem hefur séð um skattframtal imago og okkar privat. Hann dó 29. ágúst, það voru hræðilegar fréttir. Ég hafði sent Hreiðari mail um daginn út af bókhaldsdæmi sem ég þurfti smá aðstoð vegna fjarlægðar... fékk ekkert svar svo og reiknaði með að hann væri í fríi og ákvað að bíða eftir svari því Hreiðar er 100% aðili og klikkar aldrei. Svo kom þetta mail og ég fékk smá sting, maðurinn var ekki bara bókarinn okkar, hann var bakhjarl, fagmaður, vinur og ótrúlegur maður, húmoristi með sitt yndislega glott og bara „einn" Hreiðar til, það fer enginn í hans spor.
Ég sendi því samúðarkveðju til baka til Jónínu, hringdi svo í gegnum Skype í blómabúðina á Húsavík, talaði við Sigrúnu vinkonu mína og bað hana að útbúa einhverja einfalda og stílhreina kertaskreytinga handa Jónínu (og Hreiðari), hún fer með hana í kirkjuna fyrir jarðaförina og er þetta það minnsta sem maður getur gert og Hreiðar á þetta margfalt inni. Hann var ekki mikið fyrir „bruðl og prjál" eins og hann myndi segja svo ég bað um að hún yrði ekki mjög skrautleg.
Semsagt gleði og sorg á sama degi, en svona er lífið
kv. frá DC
Magga og Maggi
No comments:
Post a Comment