Tuesday, September 22, 2009

Persónuleikinn fundinn

Þessi dagur var erfiður, ég svaf ekki nógu vel í nótt, dreymdi einhverja furðulega drauma og voru það kannski einhverjar áhyggjur af deginum í dag.
Ég byrjaði á að fara í litlu prentsmiðjuna hér rétt hjá og fékk þau til að prenta út fyrir mig verkefnið sem ég gerði, þurfti ekki að nota það neitt í dag en gaman að eiga þetta í þessari möppu sem fylgir... Ég mætti semsagt í World Bank kl. 9:30 í Workshop sem var í dag. Þetta var frábær tími en hrikalega erfiður líka.

Elena byrjaði á að halda fyrirlestur, ekki auðvelt að skilja hana því hún er rússnesk og hrikalega erfitt fyrir hana að bera fram ákveðin orð/stafi svo maður þurfti að leggja sig allan fram til að ná þessu. Hún skipti okkur svo í hópa og áttum við að vinna ákveðin verkefni á spjöld/töflu sem við fengum. Það sem kom í ljós eftir nokkra svona mismunandi vinnuhópa, var að hún raðaði okkur saman eftir persónuleikum - ótrúlegt en satt þá voru hóparnir mjög ólíkir hver öðrum og mjög skemmtileg útkoma úr hverju viðfangsefni.
Við áttum að lýsa hlut sem við fengum að sjá í 5 sekúndur, við áttum að finna leið til að skilja eftir 5 unglinga heima á meðan hinir 13 fóru á stórmót í Hokkí. Við áttum að lýsa því hvað við myndum gera ef við fengum stóra peningaupphæð og svo hvernig við myndum skipuleggja stórt partý....

Þetta var frábært og ótrúlegt að sjá hvað sumir hópar voru skipulagðir og röðuðu sínu eftir númerum, aðrir teiknuðu og krössuðu... aðrir blönduðu þessu saman svo það var fróðlegt að sjá þetta. Hún vissi greinilega hvað hún var að gera.
Svo áttum við að merka á línu eftir hvert verkefni og glærupakka hvar við töldum okkur eiga heima (mismunandi eiginleikar). Eftir þetta allt og hádegismat fengum við svo afhenda útkomuna úr persónuleikaprófinu sem við fórum í í síðustu viku.

Fyndið - ég var næstum með sömu útkomu í báðum, sem segir að ég vissi nokkurnvegin hvernig minn persónuleiki er, sem kom mér á óvarat... Það voru nokkur atriði sem ég var samt ekki sannfærð um fyrr en búið var að skipta okkur í enn einn hópinn eftir persónuleikum. Þegar við fórum að ræða okkar persónuleika (minn hópur) og áttum að markaðssetja hann fyrir hinum peresónuleika-hópum, þá varð ég enn sannfærðari um að þetta var ég, hafði kannski ekki þroskað eða lagt áherslu á allar hliðarnar, kannski uppeldi eða umhverfi eða hvað??? En þessi dagur var frábær í heildina. Ég var algjörlega búin þegar ég labbaði út og langaði helst að fara heim og undir sæng!

Í staðinn rölti ég við í búð sem var á leiðinni heim (smá útúrdúr), þetta er búð sem ég sá um daginn og skrifaði í minnisbókina hvar hún var... selur allskonar myndlistavörur og ramma. Ég keypti einn stóran striga á blindramma og aðra minni, sá svo hrikalega flottan þunnan pappír sem mér datt í hug að yrði flottur fyrir baðherbergisgluggan, það sést einum of mikið inn úr næsta húsi... þegar maður stendur við spegilinn mis mikið klæddur. Ég er búin að hugsa um þetta lengi - þegar ég sá pappírinn þá var þetta það sem ég var að bíða eftir...

Þegar heim var komið fór ég strax í tilraunir (í staðin fyrir að leggjast í smá slökun), bjó til lím úr vatni og spelti (ekki til hveiti á þessu heimili) og það virkaði flott, reif pappírinn í sundur og límdi hann á gluggann, veit ekki hvað húseigendurnir verða hrifnir... en það er alltaf hægt að leysa þetta upp með vatni seinna.


Hér er glugginn eins og hann lítur út, nokkuð ánægð með þetta

Svo var næsta verkefni að mála (ekki enn farin að slaka), ég setti upp trönurnar og reif einn strigan úr plastinu og barasta byrjaði.... sú fyrri er ekki tilbúin, þarf að þorna og svo þarf ég að hugsa aðeins meira og líka gott að setja hluti til hliðar. Byrjaði svo á annari..... bara svona rétt aðeins að grunna og verður hún mun meira „eitthvað", kemur allt í ljós - ég sjálf veit ekki einu sinni hvað verður úr henni.

Á meðan ég lét renna í baðið hringdi Maggi frá Filippseyjum, hann var að vakna - er 12 klst á undan mér, svo annað hvort okkar þarf að vera nývaknað til að geta talað við hitt :-) Hann var að sjálfsögðu vel úldinn, rétt skriðinn framúr en samt bara nokkuð hress. Það er nóg að gera hjá honum og fundir framundan með ýmsum aðilum. Spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu öllu.

Nú er stefnan tekin á baðið og svo barasta undir sæng með bókina góðu - eða ég skelli mér á eina gamla bíómynd af flakkaranum, fínt að fá sér einn lítill öllara með. Nema ég sofni bara strax. En ég þarf víst að borða eitthvað líka, ég er hikaleg þegar ég er ein, nenni einfaldlega ekki að borða.
Við fengum okkur að vísu heitan mat í hádeginu nokkrar saman, í aðal mötuneyti WB, fínasti matur svo ég hendi einhverju smá í mig, einhverju meiru en eplinu sem ég nartaði í áðan....

Góða gótt - farin óvenju snemma í bólið...
Magga

No comments:

Post a Comment