Ég byrjaði daginn í DMV, sem er e.k. ökutækjadeild innan fylkisins, þar tekur fólk sitt bílpróf, endurnýjar og allt það.
Ég byrjaði á fyrstu röðinni, var mjög heppin að það voru ekki nema ca 3 á undan mér svo þetta var fljótlegt, fékk umsóknarblaðið og fyllti það út. Þurfti svo ekki að bíða lengi til að komast í næstu röð.... þar tók bullið við, vörðurinn hálf réðst á asíubúa á undan mér, ýtti öðrum þeirra út úr röðinni því hann var ekki að fara í prófið, standið í einfaldri röð... og allt eftir því, þetta fólk þurfti heldur betur að sýna völd sýn. Þegar kom að mér hélt ég að nú yrði þetta þægilegt og ég var með öll gögnin á hreinu og vel lesin... en nei, helv... tuðran sem afgreiddi mig hafði greinilega farið öfugt framúr, hún var svo dónaleg að ég hef aldrei á ævinni lent í annari eins framkonu. Hún hreitti þessu öllu í mig og kom fram við mann eins og maður væri algjörlega heilalaus og bilaður. En maður lætur það ekki á sig fá og ég tók prófið, þetta voru 20 spurningar og að sjálfsögðu svaraði ég þeim öllum rétt, náði semsagt prófinu 100% :-)
Svo beið ég eftir að komast í myndatöku, „sestu" sagð þessi yndislega dama „og bíddu" þetta voru ekkert nema skipanir. Svo þegar kom að mér þurfti ég að leggja ennið á litla myndavél og skoða númer sem voru þarna og skrifa niður, ég sá 8 tölur og skrifaði þær niður...... „sérðu ekki fleiri" spurði hún mig oftar en einu sinni eins og ég væri heiladauð.... no sorry var svarið sem ég gat gefið henni. Þá færðu ekki skírteinið fyrst þú sérð svona illa, ég sagði henni að ég notaði gleraugu þegar ég keyri... þá hnussaði hún svoleiðis að það sauð á mér... „og heldur þú að þú getir mætt hingað án þess að vera með gleraugun, hvernig dettur þér í hug að taka þetta án þeirra", henti í mig blaði og sagði mér að fara í sjónmælingu. Ég sagðist vera með gleraugun og þá kom annað eins hnuss og ég mátti prófa aftur... sá enn bara 8 tölur (af 12), ég er viss um að hún hefur slökkt á þessum 4 sem ég sá ekki :-)
Ég labbaði út alveg fjúkandi vond yfir þessari framkomu, ég hef aldrei lent í öðru eins. Hún sagði að ég gæti svo komið aftur og þyrfti ekki að taka prófið aftur, ég sagði henni að myndi svo sannarlega ekki taka þetta próf aftur..... (skriflega bílprófið) ég er nú ekki fífl og ég var að springa, maður reynir að halda ró sinni þarna....
Ég fór í sjónmælingu, komst að eftir smá tíma og er „qualified" fæ semsagt skírteinið :-)
Á þriðjudaginn verð ég fyrsta manneskjan á svæðið, þessi óhamingjusama drusla getur þá troðið vottorðinu frá augnlækninum „þar sem sólin ekki skín" ég skal brosa allan hringinn þegar hún tekur myndina af mér í sírteinið :-) Annars vona ég að það verði einhver annar þarna á svæðinu svo ég þurfi ekki að vera í neinum samskiptum við þetta fífl....
Ég skil vel að það sé ekki einfalt að afgreiða fólk frá öllum heimsálfum, margir ótalandi á ensku og ekki með réttu pappírana, en ég held líka að þetta fólk ætti að fá lágmarks námskeið í kurteisi.... ekki orð um þetta meir.
Augnlæknirinn var yndisleg (kona) hún mældi þetta allt og hefur aðeins breyst sjónin hjá mér. Hún sá einhverja rönd í hornhimnunni hjá mér og sagði að það væri orsökin fyrir því að ég sæi ekki skírt.... hún sendir mér uppl. um sérfræðing í þessum málum sem ég ætla að heimsækja, hann skoðar þá augun á mér almennilega, setur dropa í og mælir botnana og sér þá hvort þetta er einhver sjúkdómur eða skemmd? Ég get svo skoðað eftir á hvort ég get haft linsur eða hvort ég þarf ný gleraugu. Þetta kemur allt í ljós, vona bara að þetta sé ekki eitthvað sem er að koma í kjölfarið á laseraðgerðinni sem ég fór í, fyrir sennilega 5 árum..... nema eitthvað annað sé að koma upp?? Eins gott að skoða augun almennilega, þau skipta öllu máli. Ég var með -17 í fjarsýni fyrir aðgerðina, hún sagði að ég ætti að koma fram við augun á mér eins og þau væru þannig enn, passa mig á öllum flash ljósum og ýmsu fleiru... þetta vssi ég ekki. Hún var alveg frábær og bjargaði mínum degi :-)
Á leiðinni heim kom ég við í barnafataverslun, ætlaði að kíkja aðeins á föt handa litla barnabarninu hans Magga, og kannsi pínu mínu líka, er allavega gerviamma...
Þessi búð er alveg frábær, ég fór þangað og keypti gjöf handa Erlu Maríu dóttur Dadda og Heiðu þegar hún fæddist og á örugglega eftir að fara þangað aftur... það er svo frábært úrval að það er erfitt að velja, ég ætla ekki að hafa hátt um hvað ég endaði á að kaupa.... ef fólk skyldi nú lesa þetta, en er nokkuð ánægð með valið :-) Ég var búin að skipta um skoðun ca 5 sinnum og hefði auðveldlega getað keypt 5-10 dress þarna!!!
Á eftir ætla ég að elda Ravioli fyllt með Portobella sveppum, það verður ekki slæmt. Búið að taka brauð úr frysti og fer íslenskt smjör og hvítlaukur þar í... ekki oft sem maður brasar með mat hér en gaman af og til.
Það er frí í vinnuni hjá Magga á mánudaginn, Labour-day og lokað á mörgum stöðum. Þetta er e.k. 1. maí heima, Maggi var nú búinn að stinga uppá því við Heiðu að eiga þá, því Labour er líka „fæðingahríðir", skemmtileg enskan :-)
Við ætlum að fara eitthvað á hjólinu og gera eitthvað skemmtilegt. Maggi er að vinna enn, kl. er að nálgast 7 og verkefni sem hann ætlar að klára, e.k. vinnuplan sem hann er búinn að margvinna því ekki allar uppl. komu fram í byrjun og veit ég að hann verður svo feginn að klára þetta og mikill léttir.
Hann fer til Filippseyja í sept og svo á ráðstefnu í byrjun okt til Reno í Nevada, ég er að spá í að hitta hann þar, þurfum að skoða þetta um helgina. Gæti jafnvel endað svo að við hittumst í San Francisco og keyrum til Reno... getum þá skoðað borgina (San Francisco) áður en við förum á ráðstefnuna. Hún er haldin í spilavíti svo maður fær að sjá ýmislegt í þessari ferð. Ég get örugglega farið í einhverjar ferðir, legið í sólinni og...????? kemur allt í ljós hvort eitthvað er í boði fyrir maka? Ég á eftir að lesa gögnin.
Ekki meira í dag, ætla að klára litla bjórinn minn hér úti á svölum og fara svo að græja matinn
Góða helgi
kv Magga
No comments:
Post a Comment