Wednesday, September 23, 2009

Líkamsrækt - Yoga og allt þar á milli!

Dagurinn byrjaði nokkuð vel, ég var vel út sofin og því til í slaginn.
Þetta var heitur dagur og mikill raki í lofinu núna í kvöld, ég held að hitinn hafi allavega farið uppí 27-28 gráður, jafnvel meira og ég sá að rakinn var kominn upp fyrir 70% seinnipartinn, sem þýðir sviti :-)

Ég lét mig nú samt hafa það að skella mér í ræktina, fínasti tími og tók vel á því. Þegar ég kom heim ákvað ég að kíkja á timbur sem ég sá upp við næsta hús bakvið (við rusladallana) var ekki viss hvort þetta var rúmgrind eða hilla... og hilla var það, reyndar fínasta hilla úr IKEA. Einhver ætlað að nota seinna, sennilega búin að vera í geymslu eða ekki komist inní íbúðina. Það var eins og ég hefði tekið hana í sundur því allar festingar voru á sínum stað og pinnarnir fyrir hilluna límdir við í sér poka :-) Ég ákvað að taka hana því ég sá hana þarna í gær og þegar dót er komið út á götu eða við rusladalla þá getur hver sem er tekið það.

Það tók mig ca 6 ferðir að ferja hilluna uppá 3ju hæð, ég svitnaði því mun meira... Þeir sem þekkja mig vita að ég þurfti að sjálfsögðu að byrja STRAX á að kíkja á þetta, byrjaði nú samt á að þrífa hana vel með sterku efni. Svo komst ég að því að það var ekkert mál að setja hana saman, kláraði það og þar sem vantaði festingar (á efstu hilluna / toppinn) notaði ég sílikon, bjargar oft! Lét hana svo þorna því ég átti eftir að fara í sturtu og svo í viðtal í World Bank, hjá kennurunum á enskunámskeiðinu sem ég ætla á. Þetta viðtal var til að sjá hvar við stöndum og í hvaða hóp við förum.

Ég mætti í viðtalið á réttum tíma, þurfti að bíða í 45 mín en þarna var líka stelpa frá þýskalandi, fyndnasta var nú samt að hún er líka grafískur hönnuður svo það var frábært að tala við hana. Ég reikna með að við lendum í sama hópi í enskunni. Þegar kom að mér mátti ég varla vera að því að fara inn :-) En svo tók við viðtalið, þrjár konur og hrikalega gaman hjá okkur, auðvitað var ég alltof lengi þarna inni en þær vildu vita ýmislegt um Ísland, þekktu Geysi og vissu að Vigdís hafði verið forseti. Svo var það besta að þær voru búnar að prenta út myndir af okkur á A4 bls, þetta er mynd sem Heiða mákona tók af mér til að hafa inni á heimasíðunni og ég hef notað í CV og líka á Facebokk, reyndar nokkuð góð mynd af mér... Þær voru svo hrifnar af myndatökunni og sögðust mæta til svona ljósmyndari ef hann (hún) myndi mæta hingað :-) Við talið tókst allavega vel og gaman að spjalla við þær.

Þegar ég svo var á leiðinni heim þurfti ég að fara framhjá aðal byggingu World Bank, þá heyrði ég allt í einu kallað „Magga, Magga..." það er nú ekki oft sem það gerist hér í DC, en þá var Finnbogi að fara aftur í vinnuna eftir fund og spjölluðum við aðeins saman.
Ég fór heim til að sækja innkaupapokann, alveg í leiðinni í búðina. Þá var íkorni fyrir utan dyrna, hann fór í panik ræfillinn og komst ekki niður tröppurnar þegar ég var á leiðinni upp - eitthvað hræddur við þennan risa :-) Hann ákvað því að hlaupa upp múrsteinsveggin... þegar ég kom upp þá lá hann á gluggasyllunni...


Hér er hetjan mikla komin uppá þriðju hæð... þeir eru ótrúlegir, við höfum oft fylgst með þeim hér úti hlaupandi eftir rafmagnssnúrum á milli húsa og nota skottið til að halda jafnvægi!

Á leiðinni út tók ég með mér nokkrar hnetur og setti á tröppurnar... þær voru auðvitað horfnar þegar ég kom heim.

Nú var að halda áfram með hilluna, setja hana á sinn stað. Það vantaði svoooo pláss í eldhúsið hjá okkur svo þetta er frábært. Raðaði í hana í kvöld og er ógeðslega ánægð með mig :-)

Ég hafði skráð mig í Yoga tíma í kvöld kl. 7:30 svo það var farið að styttast í það, talaði aðeins við Dagnýju og Aron út af flugmiðum, í gegnum Skype. Það gekk ekki nógu vel að panta svo ég ákvað að klára það í kvöld. Er búin að panta miða og koma þau 21. des og verða til 4. jan, það verður ekki leiðinlegt að fá litla ungan sinn í heimsókn og geta verið saman um jólin, hlakka til.

Yogatíminn var erfiður, úff... það voru teygjur og aftur teygjur og ég svitnaði meir þarna en í ræktinni í morgun. Leiðbeinandinn var frábær, hann labbaði á milli okkar og kom við okkur, hann lagði hendurnar á axlirnar á mér, akkúrat þar sem ég er að drepast úr vöðvabólgu, svo lá ég á bakinu og var að slaka þá lagði hann hendurnar á axlirnar á mér og þrýsti þeim niður, þetta er svæðið sem maður kreppist alltaf fyrst á sérstaklega við tölvuna. Þetta var e.k. heilun með - alveg frábært. Ég talaði við einkaþjálfara á svæðinu í morgun og spurði hann í hvaða yoga ég ætti að fara í til að slaka vel á, hann mælti með þessu (Vinyasa yoga) ég mæli með því og ætla aftur í næstu viku og næstu og næstu......

Nú held ég bara áfram að svitna, er búin að taka aðeins til hér eftir breytingarnar, flytja hilluna sem var í eldhúsinu inná bað, ætla að bíða með að fylla hana þangað til ég sé að þetta gengur upp.... fara í heitt bað og uppí rúm með bókina mína góðu. Ég er eiginlega bara þokkalega þreytt eftir daginn, ekki bara rækt og yoga heldur verslaði ég líka slatta af þungu dæmi og var gjörsamlega búin þegar ég kom heim.

Góða nótt og hafið það gott á morgun - þá er fimmtudagur, maður trúir því varla hvað tíminn líður hratt. Já fimmtudagur, þá er opnunarpartý í íslenska sendiráðinu, það flytur... ég mæti þangað og hitti Össur karlinn og fleiri :-))

Magga

No comments:

Post a Comment