Í dag vaknaði ég snemma og ákvað að skokka í bakaríið á meðan Maggi hraut... keypti handa okkur morgunmatinn og Washington Post. Við settumst á svalirnar góðu með blaðið eftir morgunmatinn og slökuðum vel á í sólinni. Þvílíkt blað, það eru örugglega 6-8 blöð og miklu fleiri auglýsingapésar sem fylgja (á sunnudögum), helmingurinn fer beint í endurvinnslu...
Þá var komið að því að hreyfa sig aðeins, við ákváðum að fara aftur í Rock Creek Park og skoða efri hlutan af garðinum. Í þetta skiptið fórum við á mótorhjólinu til að spara okkur þessa 5-7 km sem við löbbuðum heim síðustu helgi. Þessi hlut garðsins var ekki eins spennandi og hin, en fínt að labba aðeins, ekki það að maður labbi ekki nóg alla hina dagana líka :-)
Í dag ákvað ég að fá mér hjól, það yrði hellings frelsi og eg kæmist hraðar yfir... í bankanum er svæði sem starfsfólk getur auglýst ýmislegt, t.d. þeir sem eru að hætta og flytja og ætlar Maggi að kíkja á hjól fyrir mig
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgqkuZPoGF5KTeVuJxuoxX95xT0RKGatpyI-azP3-rYTFM5LMZOvsL2tb0NajDenBT-Dbe3yHbgeD1nDsjnJdlgMJla_3c_OMt2VamYJYzweX14K-hX0a1-kq2tGDtc3QRY0AV1kxV9wKWm/s400/favitar-mini.jpg)
Læt fylgja eina fávitamynd frá því um síðustu helgi... svokölluð sjálfsmynd og maður lítur út eins og alvöru fífl :-)
Við komum við í garðinum á 16. stræti, þar var sama fjörið og um síðust helgi, trumbusláttur og fjör. Maður gat enganvegin verið kyrr og þetta er frábært. Þarna safnast saman flóran hér í borginni, fólk af öllum stærðum og gerðum og í ýmsu ástandi, bara gaman að horfa í kringum sig og fylgjast með fólkinu...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhqTQBaRSsqolqcCgLYSkkJxvZxZB8uKblReL0yhKVQZIQZyKW0JnMDwpjudmIBJDJrd__X_l7AcLhCHQ2Ok4xe5GXBXn_qoTBJGTGptAtQu3fGUaOtVr0eQhPFeYmrmszoBctllH_qg76r/s400/DSC00959.jpg)
Svona er aðkoman að garðinum - ekki slæmt
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhjTF4K8_2RenO7ivFNcib3_jtiZld2ZYgY2dM6DDoh2S8hM0uBIKzZQQeYsdznPvUbire5cu84dChnB7yb_3yQlxfKOgRq3Cjwy_rK7VCdMyxXvKez_ZYppr9lV7EIQ_Sk9TNsvNZnbgZd/s400/DSC00960.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjhV4MFwyTHb8x9ZnjFZYnIi_PCUlq_DNF6o_AHQ87IYJoR_A5p58G4lQm3SfLvirKrWrA2awGxMyMviaSoEw2QCPu-8WivWPpToOWBfVZ6ykHUgc6AISCDfUqhyvObWRT2EJuR35h9e_rw/s400/DSC00961.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg226cdS6AhCoaSIkOGSgjrzCWOlEr_kCGtthyI3Jk4kjJik3ma4nsbzJYtYKLuPrsyipz9A17VjIxnt6FaMJ07DeZigxpvHdBa3a65A89vmfXqUjTzDENP1o9xmzDTEpQ9w1ifNNR6Phx9/s400/DSC00971.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg1GLFfixLYFycZa8KZ_uXtCKKj-lJiggeLoEM4L3mZEMYH2KKFwvhs_ml855HaNfRPdFchE1OaFzfwGoSFM09STu2JbftRAFvgIJp6Ws8gTKiujiKZH86-pFc3C2vblJGRtwbAmSSWshw5/s400/DSC00968.jpg)
Áhorfendurnir voru frá ýmsum löndum.... :-)
Himininn leit ekki eins vel út og það sem var á jörðu niðri... gat alveg eins farið að rigna hvenær sem er, svo við ákváðum að forða okkur heim áður en rigningin myndi gegnbleyta allt okkar dót og okkur með... fórum heim og unnum aðeins, hlóðum niður myndum og ákváðum svo að fara út að borða fyrst ekkert var til heima til að borða... nema þá brauð sem okkur langaði ekki í akúrat núna. Við enduðum á tyrkneskum stað ekki langt frá okkur, mjög góður matur og magadansmeyjar byrjaðar að dansa á palli fyrir ofan, sem var reyndar mjög flott, mun betra en það sem við sáum á arabískum stað í sumar - sem var bara túristaplokk....
Á leiðinni heim sá ég prentsmiðju sem ég hef oft séð áður, ekki stór en mér sýnist hún bjóða uppá það sem mig vantar, yessssss loksins. Ég kíki á þá á morgun sennilega ekki nema 5 mín að labba þangað. Ég get allavega kíkt þangað og séð hvað er í boði, fékk líka smá hugmynd.....
Nú er þá bara að koma sér í bólið, kl. er að verða 12 og við vöknum venjulega kl. 6:30-7...
Í gær fórum við í mat til Finnboga og Sesseliu, þau búa hér ca hálftíma frá okkur og það var mjög gaman, þau eru í allt öðru umverfi en við og völdu þetta vegna skólanna fyrir stelpurnar. Fínasta hús sem þau eru með, góður matur og mjög gaman. Þarna var líka Una, íslensk kona sem er búin að búa þarna í 20 ár, ætlaði bara að fara út í 2 ár...... hún gat sagt okkur ýmislegt og það hjálpar alltaf að fá smá upplýsingar og aðstoð. Eigum vonandi eftir að hitta þau oftar.
Er þá farin í bólið, á morgun er ræktin (í fyrramálið) og svo módelteikning annað kv0ld... fullt af smáverkefnum í viðbót sem örugglega fylla daginn mjög fljótt.
Bestu kveðjur
Magga og Maggi
No comments:
Post a Comment