Við skoðuðum veðurspána og að lítur betur út fyrir norðan okkur en sunnan, svo við ákváðum að fara þangað fyrst, tökum svo 1-3 daga heima og höldum svo í suður... Roserio og Pam eru með strandhús í Charleston, South Carolina og eru búin að bjóða okkur að koma, sjáum hvernig alt fer. Svo erum við líka með heimboð hjá fasteignasala sem við hittum á hóteli hér í DC. Það voru þrír bræður sem voru hér að heimsækja mömmu sína sem var veik, þeir voru frábærir og voru þrælamal og miklu fleira rætt, þeir eru sem sagt dökkir... einn þeirra var mjög viðkvæmur fyrir uppruna sínum. Sá elsti er semsagt búinn að bjóða okkur að vera hjá sér og sinni fjölskyldu ef við höldum suðr á bóginn.... Hann er búinn að vera í mail- og Skypesambandi við Magga svo það er allt að gerast....
Jæja fer að pakka, heyrumst eftir viku...... það er allt óráðið hjá okkur hvað við verðum lengi, reiknum samt með að koma til baka fö/lau????
kv Magga
No comments:
Post a Comment