Hér er allt á blússandi siglingu... ég sótti um Social Security nr. í gær og það gekk bara vel.
Fyrr um morguninn fór ég í fyrsta tíman minn í ræktinni, hitti einkaþjálfara sem tók mig í smá rúnt og hitti hana aftur á mánudaginn. Þetta er hluti af áskrift minni þarna og fæ ég 3 tíma með henni, borga brotabrot af því sem kostar að fá einkaþjálfara, frabær byrjun. Ég var 45 mín. með henni og tók svo 25 mín. á hlaupa/göngubrettinu. Það hentar mér ekki að hlaupa út af hnénu svo ég læt mér nægja að labba og halla brettinu aðeins af og til, til að auka nú aðeins á áreynsluna.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi5Is_V3tbZyO7KJSPwZW4IKNRk0jsIq49Henh9Vyfpm_eYAePBPQLUXfbAzxH0NgkZABa9oq2F6YD1vcOOuNdotOefhvwT9vxIpYrtt7IHZAcJdXP_vOtDnkLWLb6gJDGJCjtWpqBoqGNM/s400/hlaupari.jpg)
Í gærkvöldi fór ég svo í fyrsta tíman í listaskólanum, þetta er einkaskóli hér í götunni, tekur mig ca 5-7 mín að labba þangað svo það getur ekki orðið betra. Þetta eru opnir tímar, þú mætir með þitt dót og borgar 18 dollara (1.500-2.300 kall :-) eftir því á hvaða gengi maður reiknar... þá eða nú...). Þetta eru tímar þar sem er módel og það er hægt að mála, teikna eða bara hvað sem manni dettur í hug. Ég mætti með teikiblokk, penna og tréliti, það var það eina sem ég gat keypt í bókabúðinni hér nálægt okkur. Ég var eini aðilinn sem mætti á þetta fyrsta kvöld, fyrir utan Oscar sem vinnur þarna og var líka að teikna. Þetta var mjög gaman, bytja aftur aðeins að grúska, enginn kennari svo maður var bara á einkaflippi og gátum spjallað og módelið þaulvant, hún er búin að vinna við þetta í 20 ár... Þetta er venjulega kvöld þar sem fólk mætir með málningu, striga og hvað sem er, mánudagskvöldin eru svo teiknikvöld, þar eru styttri uppstillingar og fólk hefur mætt þarna í langan tíma. Ég er mikið að spá í að mæta þá líka og prófa, sjá hvernig mér líst á þetta. Svo get ég keypt eitthvað magn af tímum og fengið afslátt... sjáum fyrst hvernig gengur... kannski mæti ég með akryllitina eitthvað fimmtudagskvöldið og prófa.
Ég er með hellings strengi í öllum líkamanum og líður eins og spítukarli.... svo ég er að hugsa um að skella mér aðeins á hlaupabrettið í ræktinni á eftir, ég er búin að svitna eins og andskotinn hér í dag því rakinn er mikill (60%) og hitinn var 32 gráður kl. 10, veit ekki hvað hann er mikill núna... en nógu mikill.
Er búin að vera aðeins í endurvinslu í dag, er að prufa að mála á vínflöskupoka (eins og maður fær í ríkinu utanum flöskur) og sé hvað ég geri úr þeim???? Ég fór í hardware búð í gær og keypti litlar dósir af svörtu og hvítu og ætla að prófa mig áfram... semsagt endurvinnsla í DC :-)
Svo sendi ég mail á Hjálmar sendiherra hér, ég frétti það nefnilega í sendiráðinu um daginn að það væri einhver hópur ísl. kvenna sem hittist af og til. Anna konan hans er víst kontakt aðili svo ég var að reyna að fá mailið hjá henni, það væri gaman að hitta svona hóp af og til. Sjáum hvað kemur út úr því.
Maggi notaði tækifærið í gærkvöldi þegar ég var ekki heima og fór einn á hjólinu, hann fílar það eiginlega nokkuð vel...!! Það er allt annað að vera einn en með farþegar segir hann og það er frábært fyrir hann að vera einn því ég er oftast heima þegar hann kemur heim... ennþá :-)
Það er allt að ganga upp hjá honum í vinnunni, ýmis mál sem hann er búinn að vinna í lengi eru að komast á hreint svo það er frábært. Framundan eru nokkrar ferðir í haust, sept, okt, nóv og....?? Það getur vel verið að ég skelli mér með honum til Nevada í byrjun okt. þá er ráðstefna í Reno, „The Biggest Little City in the World" eins og þeir auglýsa sig... sjáum hvað gerist.
Við erum ekki farin að plana helgina almennilega, ákváðum samt að fara ekki í tveggja daga ferð með gistingu, ég nenni því ekki því við erum búin að vera á ferðinni í tvær vikur meira og minna, en það verður samt farin dagsferð, á lau. eða sun. fer eftir veðri og vindum. Seinnipartinn í dag er spáð thunderstorm, svo það er líklegt að blotni vel hér miðað við fyrri rigningar :-)
Ég er búin að komast að því að enskunámskeið í World Bank byrja í lok sept. og er að hugsa um að taka þátt í því, það eru tvennskonar námskeið og um að gera að reyna að kynnast fólki þarna, þetta er aðallega fyrir maka og sennilega business-enskan líka fyrir starfsfólk. Það er mun gáfulegra en að þurfa að ferðast með lest í næsta fylki til að fara í skólann sem mér var bent á í byrjun. Þarna er líka fólk í sömu aðstöðu og ég og á sömu forsendu.
Svo það er ýmislegt í gangi og bara spennandi, ég nenni ómögulega að fara í búðir, er löngu búin að fá ógeð á því og vantar eki meira, nema þá í haust.... eða fyrir veturin, þá þarf heldur betur að dressa sig upp því ég skildi eftir allar úlpur/jakka heima, í Rauða krossinum eða ruslinu, svo ég þarf að endurnýja, tók með mér eina peysu og sennilega einn ermalangan bol.... og hér frystir heldur betur í kringum áramótin! Dagný og Aron eru að spá í að koma um jólin, eigum algjörlega eftir að skipuleggja hvað við gerum, hvort við verðum hér eða förm eitthvað annað?? Það er lengi búinn að vera draumur hjá Magga að vera einhvernsstaðar annarsstaðar um jólin, helst þar sem ekki eru haldin jól!!!! ég held reyndar að Ameríkan sé ekki endilega rétti staðurinn fyrir „jólalaus jól" :-) hér er sennilega allt mjög stórt og OF MIKIÐ eins og svo margt, en við ákveðum þetta allt í sameiningu.... nógur tími.
En það verður rosalega gaman að hitta Dagnýju og hafa hana hjá okkur.
Bestu kveðjur frá DC, er að spá í að skella mér í íþróttaskóna og önnur föt og taka nokkra km. á hlaupabrettinu.... vonandi losna ég við strengina
Magga
No comments:
Post a Comment