Í dag á pabbi afmæli, til hamingju með það. Ég er búin að tala við þau í gegnum Skype og óska honum til hamingju, frábært að geta hringt svona. Daddi, Heiða og familía eru búin að bjóða þeim og ömmu í kaffi, pabbi sýndi mér kökuna sem þau ætluðu að taka með sér mmmmmmmmmmm, skúffukakan hennar mömmu... eins gott að Dagný sá þetta ekki, mig langar eiginlega í kökusneið akkúrat núna, er ekki búin að borða morgunmatinn en það eru til frosnar vöfflur sem hægt er að setja í brauðristina... það verður bara að nægja sem afmæliskaffi í dag.
Dagný er að keppa í dag í fótbolta og var búin að lofa pabba sigri í tilefni dagsins.... Völsungsliðið er komið í undanúrslit í sinni deild og verður spennandi að heyra hvernig þeim gengur og þá hvort þær komast upp í þetta sinn, þær eru búnar að vera í undanúrslitum síðustu 3 árin minnir mig... stolt mamma :-) það skiptir mig að sjálfsögðu ekki hvort þær komast upp, skiptir þær sennilega meira máli... bara að Dagný sé heil eftir leiki. Hún tognaði í síðasta leik og verður vonandi ekki meira úr því. Áfram svo stelpur.... gangi ykkur vel.
Læt eina gamla mynd fylgja úr boltanum...
Í gær tók ég íbúðina algjörlega í nefið, ryksugaði allt, út í öll horn og upp við loft og gjörsamlega útrýmdi öllum kvikindum.... köngulærnar verða hissa þegar þær koma til baka að vitja bráðarinnar... það eru engin net eftir, he, he. Það þarf að gera þetta af og til því þó við sjáum ekki öll kvikindin hér þá eru þau lúmsk helvítin.... Ég þvoði síðan allt með nýju moppunni :-) og það gjörsamlega glansaði allt. Úti var rigning, þrumur og eldingar mér til skemmtunar og fínasti undirleikur við þrifin :-)
Ég byrjaði daginn að sjálfsögðu í ræktinni svo klukkan var orðin ansi margt þegar þessi þrif voru búin, ég svitnaði meira og fór því ekki í sturtu fyrr en eftir öll þessi átök. Rúmföt og hlífðardýna voru látin malla í þvottavélinni og ekki veitir af því það er ekki laust við að maður svitni hér af og til!
Á Skjá einum átti að sýna þáttinn „Á allra vörum" í beinni, söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum og verið að safna fyrir hvíldarheimili. Þátturinn byrjaði kl. 9 að ísl. tíma og þá kl. 5 hér. Ég kveikti á kerti fyrir Jóa bróður, opnaði Skjá einn á netinu og ætlaði að horfa á þáttinn. Ákvað að nota tímann í að mála á meðan, akryllitir og trönur tilbúnar hér í stofunni og þátturinn byrjaði á réttum tíma. Ég kveið aðeins fyrir að horfa því það er alltaf erfitt að hræra í minningum og vissi ég líka að það kæmi mynd af Jóa á skjánum, það var rétt hjá mér þetta var ekki auðvelt og að hlusta á viðtöl við foreldra sem höfðu misst börnin sín eða voru í ferlinu með sínum börnum. Svo voru sýndar myndir af börnum sem höfðu látist úr krabbameini inná milli og það var sorglegt, svo ung mörg og svo óréttlátt. Þegar myndin af Jóa kom, þá sleppti litla hjartað úr einu slagi....
Hér er mynd af bræðrunum, Jóa (tv) og Dadda. Þetta er mynd sem Heiða sendi mér og gaman að eiga hana. Skemmtilegt glott á þeim og flottir saman.
Það var beðið um tillögur frá hlustendum um nafn á hvíldarheimilið, ég ákvað að senda eina... heyrði að það voru bara 5 mín. í að þeir lokuðu fyrir tölvupóstinn svo ég skellti nafninu inn, en ákvað samt að senda smá línu með...
Komið þið öll sæl
Ég er að horfa á þáttinn ykkar á netinu, frá Washington DC.
Þetta er frábært framtak og snertir okkur flest og fagna ég þessu.
Sjálf missti ég bróður minn í baráttunni við þennan sjúkdóm, fyrir 5 árum.
Það starf sem umönnunarfólk og Samtök krabbameinssjúkra barna er að vinna
verður sjaldan metið til fjár, þau eru öll hetjur.
Ég var svo að spjalla við Magga, hann var nýkominn heim og horfðum við aðeins á þetta saman og heyrðum þá Jóhönnu seja að það væri fólk að horfa á þáttinn um allan heim og hér væri bréf frá Margréti Kröyer.... vá mér brá bara.... þetta var lesið upp. Gott að geta gefið aðeins inní söfnunina, þó það séu bara orð... ég gat ekki hringt inn og styrkt þetta, ekki þarf hvíldarheimilið neina grafíska hönnun svo ég lét þetta nægja í þetta skiptið. Ef ég hefði verið á landinu hefði ég verið til í að gefa vinnu mína þó það væri að taka skóflu og moka. Ég kaupi alltaf penna ef verið er að selja og borga happdrættismiða, en fæ sennilega engan í ár fyrst ég er með lögheimil hér úti. En þegar (ekki EF) verður farið að byggja líknardeild á Akureyri, þá mæti ég á svæðið, gef mína vinnu og tek þátt.
Eftir þáttinn var maður eiginlega hálf hrærður, ég þurfti smá knús frá Magga og þetta var erfitt, mamma og pabbi töluðu um þetta líka í dag. Það hrúgast upp minningar og misgóðar, eftir 5 ára baráttu hjá Jóa þá hélt maður alltaf í vonina... en svona fór þetta og maður getur engu breytt, verður að lifa með þessu þó erfitt sé.
Ég harkaði af mér og eldaði okkar „Black Angus" kjöt sem ég var búin að kaupa, við reynum að kaupa lífrænt hér og án hormóna... hræðilegt hvað er farið að gera við matinn hér. Barbara vinkona okkar í South Carolina sagði okkur að það væri farið að bæta svo miklum hormónum í (barna)mjólkina að dótturdóttir hennar sem væri bara 9 ára væri komin með brjóst og henni finndist þetta hræðilegt, ég er sammála því... hvað er að gerast hér og hvað gerist í framtíðinni, veit einhver hvaða áhrif þetta hefur á líkaman til framtíðar... mega börn ekki lengur bara vera börn - en það sem er aðal vandamálið eru sennilega foreldrarnir, að kaupa þetta og gefa börnum sínum, vantar ekki bara fræðslu...?
Í morgunn hringdi síminn kl. 6, úff það var félagi Magga á Íslandi sem er að vinna með honum í verkefni, Maggi sagði að hann mætti hringja í sig hvenær sem er því þeir eru að klára samning sem þarf að senda ekki seinna en í gær".... Maggi hörkutól (morgunhaninn mikli - hömmmmmm) skellti sér framúr, kveikti á tölvunni og byrjaði að vinna... ég vaknaði af og til og heyrði í lyklaborðinu í draumaheimi, bara nokkuð notarlegt :-) Hann skreið aftur uppí kl. 8 eftir tveggja tíma vinnu og sefur því enn.... kl. 13, en ég fer að vekja hann flótlega. Við erum boðin í mat til Finnboga og familíu, tekur okkur einhvern tíma að koma okkur á staðinn og var rætt um að við mættum einhverntíman seinnipartinn og gætum þá setið við sundlaugina og borðað svo. Sólin er eitthvað að glenna sig og kemur vonandi upp... búið að vera dimmt yfir í dag, en það er allt í lagi af og til - nóg er nú af sólinni hér og hitanum....
Það verður þá sennilega rólegt kvöld hjá okkur, veit ekki hvort við röltum eitthvað út eftir að við komum frá þeim, sjáum hvað við verðum lengi.
Í gærkvöldi ákváðum við að rölta upp 18. stræti og fá okkur einn bjór... Maggi var ekki með veskið sitt og þ.a.l. ekki nein skilríki, ég tók litla tösku og var með mitt veski í staðinn. Það eru ömurlega reglur hér og ÞARF að sýna skilríki til að komast inná bari, Maggi gat ekki farið inn skilríkislaus og stoppaður á nokkrum stöðum, er ekki augljóst að hann er örlítið eldri en 21 árs??? maður bara spyr - er ekki hægt að slaka aðeins á?
Á einum staðnum var smá tittur sem bað okkur um skilríki, ég var að hugsa um að spyrja hann um hans skilríki.... hann var varla orðinn 21!! Ég sagði líka á einum staðum að við værum nú eiginlega orðin of gömul fyrir svona kaftæði og labbaði út,. this is DC.......
Jæja ætla ekki að æsa mig yfir þessu, fæ mér kaffi og vek svo herrann...
knús frá mér og eigið góðan dag
Magga
No comments:
Post a Comment