Nú er bara að herða sig í lestrinum, þarf að halda áfram að lesa fyrir bílprófið svo ég hafi það líka.... gaman, gaman.
Ég er komin í samband við stelpu sem heitir Kim, hún er hönnuður og jafnvel með svipaðan grunn og ég, það kemur í ljós í næstu viku þegar við hittumst. Liz í World Bank var búin að segja mér frá henni og sendi okkur mailið hvor hjá annari. Verður gaman að fá smá upplýsingar um markaðinn hér, hún er búin að vinna hér og spurning hvort hún er ekki bara kani??? kemur í ljós.
Ég fór í World Bank (Family Network) í dag og hitti Sally vegna plagatsins endalausa :-) hún er að velta sér endalaust uppúr texta, litum, stærðum og ég veit ekki hvað... hún hefur þá allavega eitthvað að gera á meðan :-) En þetta var bara gaman, við vorum nokkrar sem settumst saman og fórum yfir texta og spjölluðum að sjálfsögðu um hitt og þetta í leiðinni! Það er alltaf gott að koma þangað, maður getur alltaf spurt þær að hinu og þessu og jafnvel fengið góð ráð, þar eru allir tilbúnir að hjálpa öllum - því allir hafa verið í sömu sporum og ég, sumar oft og mörgum sinnum í sínum flutningum um allan heim.
Ég fór í ræktina í morgun og tók bara nokkuð vel á því, enginn einkaþjálfari í dag... hitti hana í fyrramálið og þá í síðasta skipti. Man ekki hvort ég var búin að segja frá því að ég keypti þrjú skipti hjá einkaþjálfara, e.k. kynning og fínt að prófa, en ég ætla ekki að halda þessu áfram, maður er búinn að vera svo oft í ræktinni sjálfur að ég hlýt að ráða við þetta! Bara setja agann á þetta.... Það er yndislegt að rölta þetta, taka 20 mín á göngubrettinu, fara hringinn á tækjunum (hraðhringur sem inniheldur 8 tæki) og ekki bara einn.... heldur þrjá!!! Svo tek ég smá á göngubrettinu í restina, geri magaæfingar og teygi vel á.... þetta er þvílíkt orkuskot!
Ég ætlaði að mála í dag en dagurinn er einfaldlega langt kominn, kl. er að verða 19 og ætla ég að taka til smá mat handa okkur, nóg er til eftir innkaupaferðina góðu!
Maggi var á fundum í dag og nóg að gera hjá honum að undirbúa veturinn, hann verður eitthvað þónokkuð á ferðinni og spennandi að sjá hvernig þetta gengur allt saman. Það er oft erfiðir dagar hjá honum því álagið er mikið, stórar upphæðir sem verið er að ráðstafa og mörg verkefi í undirbúingi. Hann hefur einn yfirmann svo hann þarf að skrifa undir allt og ganga hlutirnir mis hratt.... say no more!
Nú er ég búin að kólna aðeins niður og svitinn aðeins farinn að þorna á manni, ég var gjörsamlega rennandi sveitt þegar ég kom heim, berandi pokana með tölvuna á bakinu og setti vínflöskur í bakpokann líka til að spara handleggina.... en þeir eru sennilega samt farnir að ná niður fyrir hnér, ég get næstum klórað mér undir iljunum án þess að beygja mig... he, he, he. Hitinn núna er 34 gráður svo hann hefr verið þó nokkur í dag, Sally kvartaði m.a.s. undan honum, fólk er endalaust með sína loftkælingu á, heima, í bílnum og í vinnunni. Ég er búin að læra það að það borgar sig að fara með langerma peysu eða blússu með sér í World Bank því það er svo mikill hitamismunur þar og úti að maður kólnar hratt niður og hreinlega næstum kvefast :-)
Fleira var það ekki að sinni, meira síðar :-)
Magga
No comments:
Post a Comment