Er búin að vera alltof löt að pikka eitthvað hér inn, hef greinilega haft nóg að gera!
Á föstudagskvöldið fórum við á jazztónleika vð Mallið, þetta er vikulega frá 17-20:30 og hálfgerð picnic stemming á svæðinu, fólk með nesti, sumir á teppum, aðrir á bekkjum og enn aðrir með lappirnar ofaní tjörn þarna inni í garðinum. Því miður fór að rigna svo þeir hættu að spila snemma. Tónlistin var greinilega ekki aðal atriðið, heldur það að fólk hittist þarna og endar vinnuvikuna á einhverju skemmtilegu. Verðum að fara aftur seinna og reyna að fá einhverja með okkur, koma bara nógu snemma til að fá sæti, það var hreinlega ekki pláss fyrir einn einasta rass í viðbót :-)
Laugardagurinn var slökunardagur út í eitt, það rigndi meira og minna allan daginn og við tókum því bara rólega og rölum svo út í búð og versluðum það sem vantaði.
Sunnudagurinn fór í gönguferð í Rock Creek Park sem er hér innan borgarmarkanna og liggur langt út fyrir borgina, veit ekki hvað langt. En við löbbuðum af okkur lappirnar og voru þetta sennilega 15-20 km. sem við löbbuðum. Enduðum í garði á 16 stræti og var þar þvílíka stemmningin að við endurnrðumst. Það var trumbusláttur og dans eins og hann gerist bestur, stór hópur sem tekur sig saman á sunnudögum og gerir þetta. Þvílíkur taktur í þessu dökka fólki og frábært að fylgjast með. Sólin var farin að lækka og flott birta og mjög gaman að vera þarna, við eigum örugglega eftir að fara þangað aftur.
Í dag er ég búin að prjóna, er að gera smá tilraunir... fór svo niður á I og 12. stræti til að kaupa efni fyrir kvöldið, það er annað kvöldið mitt í módelteikningu. Mig vantaði pappír og eitthvað til að teikna með, pennarnir minir voru allir orðnir þurrir. Í leiðinni kippti ég með mér trönum, gaf Heiðu hans Magga mínar heima enda ekki hægt að flytja svona með sér út... kannski tek ég bara þessar með til baka, hvenær sem það nú verður?
Þegar ég kom heim aftur nokkuð sveitt var aðeins hálftími þangað til ég átti að hitta einkaþjálfarann í ræktinni, hana Kimiru. Hún þrælaði mér út í hálftíma og ég labbaði svo og hljóp á brettinu á eftir og teygði vel á. Það er eins gott að reyna að ná úr sér strengjunum sem maður er búinn að safna í ræktinni og í gönguferðinni góðu... Ég er greinilega ekki vön að vera í lokuðum skóm því ég er aum á tánum og greinilegt að maður er alltaf í opnum sandölum :-) nema ég verði að klippa neglurnar eða fá mér stærri skó :-)
Þá er bara að skella sér í sturtu og koma sér svo í módelteikninguna.
Fann um helgina vinnustofu sem er hér örstutt frá, þar er námskeið í leir, m.a. að renna leir. Ég held samt að ég fari ekki í svoleiðis strax, það er eins gott að einbeita sér að einu í einu og byrja að mála hér heima og prófa endurvinnsluna sem er í hausnum á mér... það er ótrúlegt hvað maður fær af hugmyndum hér...
Meira seinna
Magga
No comments:
Post a Comment