Í dag fékk ég atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, fékk allavega tilkynningu en á eftir að sækja skjalið... enginn smá áfangi það. Nú get ég gert það sem mig langar, verið sjálfstæð eða sótt um vinnu. Ég gat t.d. ekki sett imago á vendor-lista hjá World Bank því ég hafði ekki atvinnuleyfi. Bankinn reynir að kaupa vinnu af allskonar fyrirtækjum. Nú er bara að hafa augu og eyru opin og heyra í fólki...
Þetta tók mun styttri tíma en maður þorði að vona, manni var sagt að þetta gæti tekið uppí 4 mánuði, ég er vss um það eru ekki nema 4-6 vikur síðan ég sótti um, undarlegt.
Ég held svei mér þá að það verði kampavín í kvöld, erum búin að geyma eina flösku og höfum verið að bíða eftir tækifæri, nú er það sko komið :-)
Dagurinn í dag er búinn að fara í fullt af smádóti, skipulagi og tiltekt.
Ég er búin að hlaða niður myndunum úr fríinu, voru ekki nema ca 300, er reyndar búin að henda haug, svo tók ég afrit af öllum okkar myndum, verkefnum og allskonar gögnum sem mega alls ekki glatast, aðallega fyrir imago.
Þá er búið að vígja nýju moppua, ég keypti hana rétt áður en við fórum í frí og loksins gat ég þrifið gólfið hér almennilega, frábært. Það gengur oft hægt að finna svona hluti sem manni finnst alveg sjálfsagðir, maður veit einfaldlega ekki alltaf hvar á að leita...
Svo er þvottavélin búin að ganga í allan dag, ég er búin að laga hluti sem voru farnir að bila, svo er búið að brjóta saman haug af þvotti úr ferðinni okkar góðu. Ég er búin að fara í gegnum mailið mitt, senda allskonar mail og reyna að skipuleggja aðeins næstu daga. Semsagt nóg að gera. Manni finnst það nú ekki alltaf stórir hlutir sem maður gerir hér, en þetta tekur allt tíma og svo eru hugmyndir á fullu í hausnum á manni og maður einhvernsstaðar úti á túni :-)
Nú er ég búin að taka til mat handa okkur, allskonar afgangar m.a. úr frysti (tajine) og svo þarf að klára Amish maisinn sem við keyptum í fyrri ferðinni okkar, hann hefur geymst vel í hýðinu inni í ísskáp, veit bara ekki hvenær Maggi kemur heim... fyrsti dagur í vinnu og sennilega nóg að gera. Klukkan er rúml. 7 og ætla ég að klára það sem ég ætlaði að klára í dag og taka því svo rólega í kvöld.
Svo er ég með smá plan á morgun.... sjáum hvernig það gengur upp.
Magga
No comments:
Post a Comment