Ég fór í litun og klippingu í dag, bað Apo um að koma með hugmyndir og prófa eitthvað nýtt. Nú er ég aðeins dökkhærðari en venjulega og er bara gaman að prófa það, hann klippti mig aðeins og ætlar að prófa eitthvað meira seinna því það er ekki hægt að gera mikið við mitt stutta hár núna.
Hann setti á mig hettu og plokkaði hárið í gegn, ái - ég hef aldrei prófað þetta áður og þetta er bara helvíti vont, en útlitið kostar sitt :-)
Maggi hefur verið hjá honum nokkrum sinnum en hann sérhæfir sig í kvennaklippingum. Apo er tyrki og mér líst bara nokkuð vel á hann, hann heldur aðeins í gamlar aðferðir og það er bara besta mál því þær eru oft nokuð góðar. Það komu tvær dömur til hans á meðan ég var þarna og er hann greinilega vinsæll hjá þeim. Að vísu var hárið á mér frekar klesst þegar ég labbaði út en eins og venjulega labbar maður í burtu og hrærir í því þegar maður er kominn úr augsýn..
Nú svo sótti ég kortið mitt í World Bank, atvinnuleyfiskortið mitt og get því sótt um hvað sem er fljótlega, ég þarf að hafa augun opin. Næst á dagskrá er að fá nafnið mitt á leigusamninginn okkar og þá get ég sótt um Social Security number og svo sótt um ökuskírteini, þetta er nefnilega pappírsríkið... Ég þarf að taka ökupróf og er með útprentað stuff hér sem ég þarf að lesa, bara vona það besta. Ökuskírteini er SKÍRTEINIÐ hér, maður þarf víst að framvísa því á ýmsum stöðum, m.a. ef beðið er um skírteini á vínveitingastöðum, ég hef einu sinni þurft að sína mitt íslenska, það er 21 árs aldurstakmark :-) ekki það að maður sé svona unglegur!!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhrn9VVybagv693p_sfRzIKoqKvm539FoddriKj1Kt9OUAN28PIknJWb8w7wbvpN2-lgDAkIiO0iGpXcNrbazdNuBW8Zv8eqWEoK9FndzdEYn9J59bADnBD-LajDSfOOT2-DhiP5Y3PexT_/s400/driver_cartoon_car_hg_wht%5B1%5D.gif)
Nú er að halda áfram að lesa efnið fyrir ökuprófið, það er sem betur fer bara skriflegt, ég myndi nú sennilega ná því verklega líka... en þarf sem betur fer ekki að taka svoleiðis :-)
Bestu kveðjur úr 35 gráðum, frekar rakt hér og rignir sennilega á eftir. Fínt að ligga uppi í sófa núna og nota sólarlausu dagana í lestur, ekki endilega skemmtilestur.... en þetta þarf maður víst að gera - partur af programmet...
Magga
No comments:
Post a Comment