Þá erum við komin heim aftur eftir 6 daga ferð í norður, komum heim í gærkvöldi og vorum eiginlega búin að fá nóg.
Mánudagur - 3. ágúst.
Við byrjuðum á því að koma aðeins við í Philadelphiu og kíktum inná hótelið sem við vorum búin að bóka fyrir nóttina áður en þurfum að afpata vegna rigningar. Þetta var ekki slæmt hótel og væri gaman að skreppa þangað aftur. Borgin er greinilega á lista túristana, það var allavega nóg af þeim þarna og mikið gert til að þeim leiðist ekki...
Eftir stoppið héldum við áfram til New York, með smá útúrdúr vegna vegamerkinga! Það var ekki endilega skemmtileg ferð inní borgina og yfir til Manhattan, við lentum í þvílíkri caos því við vorum á þeim tíma sem fólkið var á leið heim úr vinnu, fórum í gegnum neðarsjávargöng yfir til Manhatta og það var ekki sniðugt, við vorum eina mótorhjólið og skildum af hverju, mengunin var hræðileg og við aðeins með okkar hjálma, umferðin gekk hrikalega hægt og hitinn orðinn rosalegur þarna inni í göngunum úff.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhk5SnKW2Rkye8YF6b-RvsvVGhoNfFjaW5_zOFPpSjxyGmJ89AU56tTL71rOBlHPDDHUuFc7Fp93HyIoKvYzg-btd2NCrQXCLnPT6-zXG0oTRkhIkogrgiExShjwzmMNlgl9-avfkrbwrT9/s400/IMG_3119.jpg)
Við fórum á hótelið okkar á austur Manhattan og skelltum okkur í sturtu, það veitti sko ekki af, sviti og sót :-) Hótelið var OK, ekki stórt herbergi en STÓRT miðað við þau hótel sem við skoðuðum í borginni og vorum sem betur fer búin að bóka þessar tvær nætur.
Við fórum að sjálfsögðu út að rölta strax eftir sturtuna góðu og skoðuðum borgina í myrkri, Times Square er greinilega vinsælt hjá túristunum, þvílíku auglýsingaskiltin og stólar út um allt og stemmningin bara nokkuð góð. Það er spurning hvort fólk man eitthvað hvaða auglýsingar voru þarna... ég man það ekki, þetta var svo yfirgnæfandi að maður varð næstum ruglaður. Við vorum búin að labba svo mikið að lappirnar voru búnar...
Þriðudagur - 4. ágúst.
Eftir góðan nætursvefn fórum við aftur af stað, byrjuðum í Central Park. Þar ákváðum við að prófa að leigja okkur hjól með bilstóra, eiginlega kerru. Þetta var ekki slæmt, hann hjólaði með okkur um hálfan Central Park og sagði okkur ýmislegt og sýndi okkur skemmtilega staði.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhIwL-8YHcA0KnXF-RLDTuEkP__LoLLBqLY4A5hRSWA81pHFi586RlvJLqxZp39Yhce8NcuGKuFMPWF40IVM_QT51_qj_TIiUFVlssHM1eH3DQM4qJMqJ6d7ugblkjznWa2GBijh6dkQ4uE/s400/DSC00700.jpg)
Á þessum stað var John Lennon skotinn, verðir og fullt af túristum á svæðinu.
Auðvitað var þetta fínasta túristaplokk en líka atvinnuskapandi, við hvíldum á okkur lappirnar svo það var fínt. Næst var að mæta á fund hjá fyrirtæki sem Maggi er í tengslum við, þeir voru uppi á 27. hæð svo útsýnið var bara nokkuð gott, langt frá því að sjá yfir borgina og margar hæðir eftir upp í þær hæstu.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj0kSof-BzMx_unpiu3k6tfoVmannC-9oqzp8M19VxRPNg-biaujpCFJtJPZv4uLVz5Ep1bhOmmXDq4XoDitg9ekrmlNepEOwYONGzPAFlry6ki-RczxDTv7rHbrTy8lfs8NDug3BG9-Jz5/s400/DSC00715.jpg)
Ég fékk að taka nokkrar myndir út um gluggan hjá þeim, ekki slæmt að fara i þessa hæð.
Eftir fundinn heldum við för okkar áfram, fórum í hinn endan (suður) Manhattan til að sjá í frelsisstyttuna, kíkja á Wall-street og sjá skemmtilegar byggingar. Báturinn sem sigldi í kringum frelsisstyttuna var hættur að ganga þennan dag og mikið mistur svo það rétt glitti í dömuna. En við sáum allt hitt og barasta fínasta dæmi. Þegar við vorum á svæðinu þar sem tvíburaturnarnir voru, lentum við í heldur óskemmtilegri lífsreynslu. Það var byrjað að rýma svæðið, löggur og bílar út um allt, blikkandi ljós og okkur var alls ekki sama. Það voru engar upplýsingar um hvað var í gangi svo við ákváðum bara að forða okkur yfir á austurhluta Manhattan, fórum í gagnum China-town og Little Italy, fengum okkur að borða þar og löbbuðum alla leið á hótelið, sem er þó nokkuð langt, nánast Manhattan endilangt... en svona er þetta oft hjá okkur, við leggjum af stað og svo ætlum við að labba aðeins lengra og aðeins lengra og taka svo Taxa... en svo er bara svo stutt eftir að það er einfaldast að labba, lappirnar voru búnar upp að hnjám!
Miðvikudagur - 5. ágúst.
Ákváðum við að forða okkur bara úr borginni, tókum Empire State af dagskrá, fyrst maður vissi ekkert hvað var í gangi daginn áður þá fannst okkur ekki endilega spennandi að taka lyftu upp á 80.-100. hæð...
Við keyrðum í gegnum Harlem og villtumst svo ööööörlítið í Bronx, vorum komin alltof langt út frá þeim vegi sem við áttum að taka, ef maður er ekki með kortið á hreinu þá er ekkert grín að keyra þarna, við vorum bara með kort af Manattan og lentum því í þessu bulli. Í Bronx lentum við í því að afturbremsan á hjólinu fór úr sambandi, brotnað bolti.... ekki séns að stoppa í þessari umferða-caos svo við forðuðum okkur bara. Fundum svo verkstæði nokkrum mílum utan við borgina og þar var mótorhjólagaukur sem kunni á þetta allt, átti sjálfur hjól svo hann var ekki lengi að redda þessu. Fólk er alltaf tilbúið að hjálpa, segja frá skemmtilegum leiðum og áhugaverðum stöðum, þessi lumaði á skemmtilegri leið, svo við ákváðum að fara hana, ekki slæmt.
Við fórum því áfram í norður og enduðum í Catskill, ískalt að keyra í fjöllunum og við vorm svo fegin að komast loksins á hótel, vorum ekki búin að panta neitt en lentum á þvílíku lúxus hóteli, herbergi með stofu, stóru baðkeri, arni og svölum út að ánni. Því miður gátum við ekki nýtt okkur þetta allt saman, m.a. nudd og slökun því við ákváðum að halda áfram ferð okkar. Alltof dýrt hótel til að koma seint um kvöld og fara fyrir hádegi næsta dag... en það var því miður lítið annað í boði og komið myrku.
Fimmtudagur - 6. ágúst.
Þá héldum við áfram að keyra í suður meðfram ánni og tókum stefnuna heim á leið, komum meðal annars á mjög skemmtilegt svæði sem er örugglega skírt í höfuðið á mér...
Þetta kvöld enduðum við á hóteli í Hancock rétt við fylkismörkin (Pennsylvaniu), frekar rólegur bær og kalt úti grrrrrrrrrr, fórum því ekki seint að sofa.
Föstudagur - 7. ágúst.
Þessi dagur byrjaði nokkuð vel, fengum okkur typiskan amerískan morgunmat, hrikaleg fita og bras og entist okkur vel. Við rúlluðum inní Pennsylvaniu og keyrðum mjög skemmtilega leið niður með ám og vötnum, mjög fallegt þarna og gaman að sitja aftaná og horfa á umhverfið. Um kvöldið vorum við komin til Selinsgrove, fórum inná veitingastað og keyptum okkur kaffi, fundum bæklinga af staðnum og hótelum og spjölluðum við fólkið við barinn. Þar á meðal voru hjón sem bjuggu þarna, þau þekktu önnur hjón sem voru nýbúin að kapa hótel og mæltu með því, þau keyrðu svo á undan okkur að hótelin. Ákveðið var að við hentum dótinu okkar inn og hittumst svo á bar og fengjum okkur einn bjór. Þetta endaði með að við fórum saman út að borða og mjög skemmtilegt. Þau Phil og Barbara eru með fyrirtæki sem framleiðir lúxus hágæða sólhlífar og garðhúsgögn þarna á svæðinu. Það var mjög gaman að spjalla við þau og hann sagði okkur frá fyrirtækinu og svæðinu. Hann vildi endilega sýna okkur fyrirtækið og Amish svæðið svo við ákváðum að koma til þeirra morguninn eftir og sjá þetta.
Það voru þreyttir ferðalangar sem lögðust í lúxusbaðkerið á þessu fína hóteli og slökuðu vel á zzzzzzzzzz
Laugardagur - 8. ágúst.
Eftir þennan frábæra morgunmat pökkuðum við okkar dóti saman og lögðum af stað til Apple familíunnar (Phil), þetta voru ca 7 mílur sagði hann og var búinn að teikna mjög skemmtilegar leiðbeiningar fyrir okkur :-)
Hann byrjaði á að sýna okur hluta af verksmiðjunni sinni, ekki stór en allt mjög vandað og rosalegur metnaður í öllu. Það var enginn að vinna svo við gátum skoðað skurðarvélar og saumastofuna og allt hitt í rólegheitunum. Þetta er gamlar grænmetisgeymslur (m.a. epla) frá því fjölskyldan var í búskap.
Þá vildi Phil bjóða okkur í skógarferð... á jeppanum sínum, hvað hann heitir er ég nú ekki með á hreinu (svipaður og Willys) en fórhjóladæmi og góður í torfærur... SPENNIÐ BELTIN, það veitir ekki af sagði gaurinn og gaf í. Hann óð upp örmjóar slóðir og inná milli trjáa, yfir læki og þvert upp vegi (slóðir), úff maður, þetta var rosalegt, snarbratt niður en sem betur fer þéttur skógur svo við vorum nokkuð örugg, ég hélt mér í öryggisgrindina í loftinu og eins gott að vera í belti, maður skoppaði í sætinu og hefði sennilega endað með gat á hausnum ef beltin hefðu ekki verið... Phil fílaði þetta í tætlur, hann leit af og til í baksýnisspegilinn (ég var afturí) og sagði við Magga „hún brosir ennþá" og hló rosalega... hann reyndi að sjálfsögðu að gera þetta nógu hrikalegt. Við sáum alveg svakalega fallega staði þarna m.a. litla tjörn inni á milli hárra trjáa þar sem han er að spá í að byggja lítinn bústað, væri ekki slæmt að vera þarna.
Uppi á toppnum á fjallinu (nánast) keyrði Phil uppí endan á veginum og tók svo hrikalega beygju og byrjaði að bakka niður þvílíkan veg að ég hætti nánast að brosa.... nema það hafi þá verið frosið.... hann sagðist ekki keyra niður því það væri ein leið niður og sama leið upp, enda það bratt að ekki væri víst að bíllinn þyldi það áfram.... þetta endaði niður við svo fallegt vatn og tré sem hann vildi sýna okkur. Þetta tré kallaði hann „tré lífsins", þarna skera hjón nöfnin sín í tré og þá á hjónabandið að endast til eilífðar. Hann fór þetta sérstaklega fyrir okkur og vildi að við skröpuðum nafnið okkar í börkinn, það var enginn hnífur með í för svo einhver skafa var látin nægja. Þetta tókst hjá okkur og hann tók mynd af okkur því til sönnunar... það átti að kyssast til að innsigla þetta :-) hann náði nú ekki alveg mómentinu, en við skulum sjá hvort þetta virkar...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhxBmIOME-H2WAosh4EyXBOeDoxBTOEjl_9m3RCET9cyF9Id7BA-xQnms6fw7WWFhkNnW-RBG_BRadEw21Tpy6KctSL_YY_m3mALJgpHMNHbA_sWv-_gP1Cb_YHXgJBFCpgewqOzvzDAPBy/s400/IMG_3184.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEidL-m5uWax5fk0nVGQ8kOU-iVQny7zlJx41T_kBQBb3RDkSKBqcFM4GVQCcrEGkS_zmQCoIA3Nob6P6FinwPR81pD7yhz_CLYcqMF23bpymRSF-MIqDvFEXo6Urb-ZgG4VYScPkcCq2OVS/s400/IMG_3187.jpg)
Umhverfið þarna var svo magnað að það er enganvegin hægt að lýsa því.
Við stukkum uppí jeppann aftur og héldum áfram, niður í móti og á mun betri vegi. Þegar við vorum að nálgast húsið hans þá kom í ljós að hann hafði rekið bílinn svo harkalega niður (örugglega þó nokkuð oft....) að nokkrir mælar voru hættir að virka í bílnum en við komumst allavega á leiðarenda... hann tók þetta nú ekki mjög nærri sér, ég held að hann hafði haft svo gaman af þessu að einn varahlutur til eða frá hafi ekki skipt hann nokkru einasta máli :-) Phil er mjög fjörugur gaur, sennilega aðeins eldri en Maggi og þeir náðu svo skemmtilega saman að það var yndislegt, „give me five" heyrðist nokkur oft og svo hló hann eins og dimmraddaður björn.
Við kíktum á skrifstofuna hans, hittum Barböru (konu hans) og dóttur hans, hún var nýbúin að gifta sig svo við skoðuðum myndir úr brúðkapinu og svo bæklinga fyrirtækisins og kældum okkur niður með vatni :-)
Næst á dagskrá var Amish túr, Phil kaupir húsgögn af Amish bónda og hefur því tengsl þarna inn. Við keyrðum um sveitina þarna inná milli bóndabæja og sáum ótrúlega hluti, hittum einn bónda á sínu túni og fórum og heimsóttum annan. Þar hittum við börnin hans þrjú, öll klædd eftir þeirra siðum og mjög kurteis og frábær. Við spjöluðum við þau í smá tíma og héldum svo áfram. Phil sagði einmitt við okkur að vonandi áttuðum við okkur á hvað við værum heppin, þetta væru forréttindi að fá að hitta þetta fólk og tala við það. Venjulega lítur fólk undan og talar alls ekki við ókunnuga. Við keyptum mais af þeim og tókum með okkur heim.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEglOrW-5Bpa7rFGaL1-Kl2K55uQCBwPRNwDGCO4PJ9_kK7TYV9VGXZpIAt8VOuMoFmRnQleY3k8VAS2dxaJxxA8V3WZoynCk-jh8FQ-ZcXVODY1p-aC2J9zr9SMLObikF5ydiRMwlKl3PF4/s400/IMG_3190.jpg)
Þetta er dagur sem maður á eftir að muna eftir, sennilega í fyrsta og síðasta skipti sem við hittum Amish fólk og þetta ævintýralega fjalla-safari....
Þá var tími til kominn að halda heim á leið, við pökkuðum maisnum vel inní plast og komum honum í töskurnar okkar góðu.
Á leiðinni heim kíktum við aðeins inní Harrisburg og fengum okkur að borða og í höfnina í Baltimore og fengum okkur kók, fundum hvergi kaffihús sem var ekki troðfullt eða með haug af túristum fyrir utan.... horfðum á fólk sigla á allskonar bátum í höfninni, einhver bátaleiga sem gerir það greinilega gott!
Við vorum fegin að koma heim, miklar tafir á leiðinni inní Washington vegna einhvers slyss en þetta tókst að lokum.
Það voru þreyttir ferðalangar sem settu Amis mais í pott og svo undir grillið í ofninum :-) ekki slæmur kvöldmatur plús jú kjöt sem Phil keypti handa okkur, þurrkað reykt köt að hætti heimamanna, minnti aðeins á hangikjöt og mjög fínt. Þetta var semsagt fínasti kvöldmatur og við sofnuðum fljótt og vel þegar við lögðumst á koddann :-)
Sunnudagur - 9. ágúst.
Í dag ætlaði Maggi að vera í Skype sambandi við félaga sinn á Indlandi kl. 8. Ekkert bólaði á Dua og kom svo í ljós að það var rafmagnslaust í hverfin í 10 klst. og við kvörtum ef rafmagnið blikkar aðeins á Íslandi.... Við vorum vöknuð svo við byrjuðum bara á að setja í þvottavélina góðu, hún er búin að malla í allan dag og er enn að. Það er nefnilega hugmyndin að leggja af stað á morgun suður á bóginn, fara í sand, sól og slökun í nokkrar daga. Við reiknum með að koma til baka á laugardaginn.
Það er svo verkefni kvöldsins að pakka öllu niður í töskur og leggja af stað snemma í fyrramálið, áfangastaðurinn er Myrtle Beach í South Carolina fylki. Aksturinn þangað er sennilega 10 klst. og tökum við þetta sennilega á tveimur dögum með smá slökun inná milli. Hitinn þar er ekki eins mikill þar og hér svo við verðum að vona það besta.
Hitinn er búinn að vera nokkuð góður hér í dag, fór hæst uppí rúml. 41 gráður og maður svitnar nokkð vel og frekar fáklæddur hér innanhúss... enda ekki annað hægt.
Ég spallaði aðeins við pabba, mömmu og ömmu í Skype, ekki slæmt að ná þeim öllum í einu. Net-sambandið er ekki alltaf nógu gott svo myndgæðin eru ekki góð, en alltaf gaman að heyra í þeim og fá að sjá þau. Reyndi svo að ná í Dagnýju, alltaf sama sagan þar, hún voða busy og má ekkert vera að því að tala við mömm gömlu... hallóóó Dagný hvar ert þú stelpa :-))))))
Nú er því að halda áfram að þvo og pakka svo allt verði tilbúið fyrir morgundaginn. Við eigum eftir að panta gistingu svo við lendum ekki í sama bullinu og alltaf að eyða tíma í hótelröltið okkar góða...
Hér er faratækið okkar í fullum skrúða, varð að láta það fylgja með, þó það væri nú ekki nema fyrir Magga...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiF4DIFT9rvhl_ftDdXZMiv1ArDlYIHxFV0YxcXVnFxKyDODbR7oGr4OJfP3Uyf0oWdrE-8ZWsXHv-3Z_q_2g5flt6ehM3vJbwhul4k9FBnP1cH8yZ4xXXD7rVEAPtbSX_bJQlr1f7iwEFG/s400/DSC00815.jpg)
No comments:
Post a Comment