Nú er síðasti dagur hjá okkur fyrir sumarfrí, Maggi er með hjólið á verkstæði og verið að skipta um síur, olíu og keðju og fl.... svo við séum nú örugg.
Mitt verkefni er að skoða USA bókina og hvað við gætum gert í fríinu, við erum búin að vera einum of róleg í undirbúningnum en það er reyndar ekki í fyrsta skipti, við höfum oft farið af stað án þess að panta gistingu og svo elt veðrið og fallega staði...
Við byrjum nú sennilega á að fara til New York og þar í kring, ekki slæmt að skoða borgina og umhverfi, halda svo aðeins áfram í norður og jafnvel skoða Niagara fossana.... kemur allt í ljós hvernig veður og vindar haga sér og ég þarf að ath. hvað tekur langan tíma að komast þangað.
Ég sit semsagt úti á svölum með stórt vatnsglas og bókina góðu og sviiiiiitna. Sólin nær ekki almennilega inn á svalirnar, er ekki viss um að ég sæti þar enn ef svo væri. Sólin er ágæt en það getur líka orðið of mikið af henni og ekki þarf maður að grilla sig þannig að maður verði orðinn hundgamall og krumpaður BARA fyrir útlitið :-) eeeeen OK það er ekki leiðinlegt að fá lit....
Í gær var heldur betur tiltektar og þrifnaðardagur, gerði líka leiðindarverk meðfram... kláraði bókhald imago, vaskurinn, reikningar, borga og allt hitt. Sendi mail á kúnna til að tilkynna futning... var búin að skrifa þetta fyrir löngu en gleymdi alltaf að senda.... auðvitað gat ég ekki sent þetta að heiman því ég var ekki komin með símanúmer til að láta fylgja.
Svo fór ég í útréttingar, sótti m.a. buxurnar hans Magga í hreinsun og keypti hamar svo ég gæti hengt upp myndina sem ég keypti um daginn, ljósmynd (eftirprentun) af skemmtilegum gaukum, sitjandi á stálbitum og virkar eins og þeir séu dinglandi yfir borginni :-) Þetta er gömul fræg mynd sem ég man vel eftir úr bókum eða .... man ekki hvar. Hún er líka tákræn fyrir mig og „morgunverðarborðið" okkar :-) stólarnir eru svo háir að ég næ engavegin niður.... dingla löppunum eins og gaukarnir :-)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg8kBoN-sA0ou5e8yuysqMvHUZCSnfTKK2JOdR7YCj2JTxr1DcoGBlTfcRnEHq5YRXVXEv6k1omAAoR2mRDUt07X4AnEvxwg0JsxtLO-3SDKd8h-W4W5RyFbElEM1TcHKtCp96plthTW_S_/s400/DSC00671-litil.jpg)
Læt hana fylgja með. Staðsetningin á borðinu er fín, milli tveggja glugga og því hægt að fá smá hreyfingu á loftið (stundum) það er oft svo mikill raki hér inni að maður svitnar við að borða.... ekki alltaf skemmtilegt, sérstaklega ef maður er búinn að fara í sturtu og t.d. laga á sér hárið :-(
Eina leiðin er þá að loka gluggum og setja loftkælinguna í gang.... til að kæla aðeins kofan.... við vildum sól og hita... fengum hann, en því fylgja að sjálfsögðu einhverjir ókostir líka!! Svona er bara lífið.
Nú er að harka af sér og út á svalirnar aftur, halda áfram að lesa... það er allavega aðeins smá hreyfing á loftinu, núna kl. 12:30 er hitinn úti 33 gráður og 55% raki!!!! það er kannski skýringin á svitanum :-) hitinn á mjög sennilega eftir að hækka.
Ekki reikna með að ég skrifi neitt hér að viti næstu daga... við komum heim á milli ferða í 1-2 daga og sjáum hvað ég verð dugleg. Verðum ekki með tölvu á okkur, enda er farangur sparaður á hjólinu. Í gær komu nýju hliðartöskurnar á hjólið svo maður getur haft aðeins meira með sér, veitir sennilega ekki af að hafa nokkra boli....
Í gær kom líka dýnan á rúmið, þetta er yfirdýna svipuð og rúmdýnan okkar heima, þeir kalla þetta „memory" dýni. Hún aðlagast að líkamanum og fer svo aftur í réttar skorður. Þeir gleymdu að senda coverið á dýnuna en það kemur. Þetta var yndislegt, leggjast í mjúkt rúm. Það tekur dýnuna að vísu 24 tíma að verða eins og hún á að vera, hún kom upprúlluð og næstum vacum-pökkuð svo loftið þarf að komast í hana. En hlutirnir eru að gerast,sumir hægar en aðrir....
Maggi var að hringja, þetta er nú meira dæmið. Hann er fastur á mótorhjólaverkstæðinu þvi keðjan sem var pöntuð passar ekki á hjólið.... og búið að eyðileggja þá gömlu. Skv. handbók hjólsins var þetta rétt keðja, en eitthvað ekki eins og það á að vera. Eigandi verkstæðisins er lagður af stað á sínum bíl að reyna að redda málunum, sjáum hvað kemur út úr þessu! Maggi er semsagt búinn að vera þarna í 2 1/2 tíma og eyðir sennilega deginum þar. En hann getur setið útí sólinni á meðan gaurinn reynir að fá nýja keðju, vorkenni honum nú ekki beint. Hann ætlaði að reyna að komast í vinnuna smá tíma til að klára skýrslu sem hans yfirmaður þarf svo að lesa á meðan hann fer í fríið. Ætli það endi ekki bara með kvöldvinnu hjá mínum manni!
Svona er þetta bara hérna, eitt verkstæðið átti ekki tíma fyrir hjólið fyrr en 17. ágúst..... þá er fríð okar búið :-) Sjáum hvort við komumst á hjólinu góða, ef ég þekki Magga rétt þá er hann búinn að hrósa gaurnum helling og hvað hann sé frábær og auðvitað er hann búinn að fá hann á sitt band... og hann vill allt fyrir hann gera og klárar málið :-)
Sumar- og sólarkveðjur og hafið það gott um verslunarmannahelgina - farið varlega!
Magga & Maggi
No comments:
Post a Comment