Friday, July 24, 2009

Rakinn í hámarki...

Loftrakinn er rúml. 80% eftir rigninguna í gær. Það byrjaði að rigna stuttu eftir hádegi og mígrigndi örugglega í klukkutíma, ég sat sem betur fer á svölunum með prjónana og þurfti að snúa stólnum og forða garninu upp að vegg... en prjónaði nú samt úr blautu garni, það hlýtur að verða eðal vara!
Það voru þvílíkar þrumur og örugglega eldingar líka (sáust bara ekki) og brakaði í allri borginni. Ég hélt áfram að dúlla mér hér og það fór aftur að rigna og þeim mun meira.... það var allt á floti hér úti, ég þurfti líka að loka gluggunum hér því þakrennur höfðu enganvegin undan og það lak inní gluggann og niður á gólf....
Ég átti sem betur eftir að taka íbúðina í gegn svo ég gat skúrað þetta upp í leiðinni, eins gott að ég var heima því það hefði annars orðið góður pollur hér, ekki endilega réttur halli á gólfinu svo það hefði alveg eins getað lekið inní miðja íbúð.
Já ég tók íbúðina algjörlega í nefið, ryksugaði, skúraði, þurrkaði af, setti upp nýtt sturtuhengi, þvoði mottur og svo þvoði ég stigaganginn alla leið niður (takið eftir.... 3 hæðir). Ég var ekkert smá stolt af dagsverkinu, jú ég prjóna eina húfu líka... er í smá tilraunastarfsemi!

Ég er alveg að hafa bókina góðu sem ég er að lesa, þetta er frábær bók (The Element), en ég sest bara alltof sjaldan niður með hana, er búin að ákveða það að nú tek ég með mér bók í töskunni - hvert sem ég fer. Það er svo oft sem maður er að rölta, sest á kaffihús eða bara ra á bekk í einhverjum garði og þá væri frábært að geta lesið og setið í sólinni. Maður lærir alltaf :-)

Það var búið að plana gærkvöldið, út að borða með Finnboga á eþíópskum stað í Georgetown (rosalega fallegur bær sem er í framhaldi af miðborgnni - í gömlum stíl). Ég tölti af stað kl. tæpl. hálf átta og ætlaði að hitta Magga fyrir utan World Bank. Það byrjuðu að koma smá rigningardropar á leiðinni.. og af því að ég var búin að græja mig og laga á mér hárið, þá setti ég upp regnhlífina.... áfram labbaði ég og áfram hélt rigningin, jókst með hverjum metranum.... það hreinlega mígrigndi síðustu hundruð metrana og buxurnar voru orðnar rennandi blautar upp að hnjám. Ég fék rigninguna á móti mér svo ég fékk að sjálfsögðu alla rigninguna af regnhlífinni yfir lappirnar á mér... ekki spennandi. Skornir voru orðnir rennandi blautir og skvamp-skvamp....
Ég hreinlega hljóp yfir síðustu götuna til að ná ljósinu og komast í skjól undir World Bank húsinu.... ég held ég hafi sjaldan lenti í annari eins rigningu, fólk að reyna að ná í taxa og óð upp fyrir ökla í vatni og allir rennandi blautir. Ég verð að segja að ég vorkenndi útgangsfólkinu hinu megin við götuna, það var kominn bíll frá hjálpræðishernum að gefa þeim matarpoka og þvílík bleyta... ekkert skjól fyrir aumingja fólkið til að borða sinn mat, nema einhver aum regnhlíf eða plast. Hvernig ætli sé fyrir þetta fólk að sofa úti núna í þessum raka og bleytu, getur varla verið gott!
Buxurnar mínar voru svo blautar að ég þurfi að vinda þær, skórnir rennandi blautir svo eina leiðin var að fara úr þeim og þessar 15 mín. sem ég stóð þarna úti náði þett að þorna aðeins en það rigndi staaaaanslaust, ég horfði í gegnum foss af húsinu, ótrúlegt.

Maggi kom út um leið og rigningin var að dvína.... við röltum því af stað og hittum Finnboga. Hann stökk á okkur á miðri leið og við hrukkum í kút og vissum ekki hvaða fáviti þetta var :-)

Við fórum á eþíópska stað og pöntuðum okkur 3 rétti sem voru allir settir á eitt stórt fat, undur þessu er þunnt brauð, eiginlega eins og þykk pönnukaka, aðeins svampkendari og Maggi líkir þessu við gamla gólftusku :-) Með þessu fylgja líka auka brauð sem maður á að nota sem verkfæri. Karlmennirnir voru pínu penpíur svo þeir fengu hnífapör, daman var ekki alveg eins mikil pempía og lét sig hafa það að borða með guðsgöfflunum :-) Þetta var frábær matur, sut sterkt og annað mildara. Á meðan við sátum þarna inni fór enn og aftur að rigna með þvílíkum eldingum að það var eins og besta flugeldasýning....

Þegar við vorum búin að borða var enn rigning, en við Maggi vorum með regnhlíf og Finnbogi í frakka svo við ætluðum að láta okkur hafa þetta... eeeeeen það fyndnasta við þetta allt var að um leið og við löbbuðum út fór kona uppí leigubíl og skildi regnhlífina sína eftir opna á gangstéttinni, eiginlega beint fyrir framan lappirnar á Finnboga.... auðvitað tók hann hana og labbaði alsæll heim undir sinni nýju fínu regnhlíf :-) Það er gott að geta bara skilið regnhlífina eftir úti á götu.... hún á kannski nóg af þeim... eða langaði í nýja MINNI :-)))

Maggi var búinn að sjá Írskan pub á horninu á 19. og L street, svo við ákváðum að kíkja aðeins þar inn. Lentum á spjalli við nokkra kana og skemmtilega stemmning, rætt um efnahagsmálin og þarna var bankastarfsmaður sem sagðist hafa verið milli í braskinu mikla en núna væri hann EKKI milli lengur.... ungur strákur sem greinilega gerði það gott á tímabili. Han var bara nokkuð eðlilegur og enginn hroki og raunsær.
Þegar við vorum búin með bjórinn sáum við að klukkan var orðin 00:30, úff við vöknum venulega kl. 6:30 og Maggi leggur af stað í vinnuna kl. rúml. 8.... hringingunni var seinkað aðeins í morgun og Maggi karlinn fór seinna af stað :) en það er föstudagur og þá er allt rólegra í bankanum og ekki nema helmingur starfmanna í vinnuni. Fólk vinnur langa vinnudaga og tekur annan hvern föstudag frí í staðin, mjög sniðugt.... en langir dagar í staðinn.

Í kvöld förum við svo út að borða með Jonathan, vinnufélaga Magga. Hann er ný skilinn og virkar nokkuð vel á mann. Það er frábært að kynnast aðeins vinnufélögum Magga og þar sem þessi er kani, þá getur hann örugglega sagt okkur frá ýmsi, bent okkur á svæði eða staði eða gefið okkur einhver ráð... jafnvel í sambandi við mig og vinnu????

Annars var það ferlega fyndið í gær þegar ég sat hér úti með prjónana, ég fílaði þetta alveg í tætlur, horfði á litina, litasamsetninguna, munstur og allt það. Ég held að áferð, litir, munstur, pappír og annað tengt því sé eitthvað sem heillar mig algjörlega... hvernig ég nota þetta eða ger í framhaldinu er enn aðeins í þoku, en ég fékk hugnyndir hér í rigningunni og ætla að halda áfram að hugsa þetta, ætla að kíkja á textílsafn hér rétt hjá og sjá hvernig upplifun það verður...

Það er svo margt í boði hér að ég get gert nánast hvað sem er, það þarf bara að finna staðina og það sem maður vill - en til þess þarf maður að vita HVAÐ maður ætlar og vill gera.... það er stærsti vandinn hjá mér núna í augnablikinu, að taka ávkörðunina miklu... en þetta er allt að skýrast og áfram held ég að lesa bókina góðu og hún hristir verulega upp í manni og kemur með aðra vinkla á málin...

Nú ætla ég að ná í meira vatn og skella mér svo í sturtu, maður svitnar ágætlega hér, lappirnar á mér eru í sólinni svo þær eru að verða nett grillaðar... þýðir ekkert að vera með tölvuna í sólinni, sér þá nákvæmlega ekkert á skjáinn :-))

Þarf að gera leiðréttingar á eilífðarverkefninu fyrir World Bank, Picnic plagatið.... tíu mannst að koma með comment og einmitt eitt mail að detta inn akkúrat núna... ég verð svooooooooo fegin þegar ég verð búin með þetta.... Ég á svo eftir að klára hitt plagaðið og þá ætla ég EKKI að vinna meira fyrir þær, þær eru búnar að biðja mig um að gera nýtt útlit á tímaritið þeirra, allt í svarthvítu og aðeins 3 prentlitir á forsíðu... ekkert spenandi og ég hreinlega nenni því ekki. það er frönsk kona sem sér um heimasíðuna þeirra og þvílíkur HROKI, talar við mig eins og ég viti ekkert um hönnun og myndvinnslu, upplausn mynda og allt það... ég nenni barasta ekki að vinna með henni, ég þarf ekki að EYÐA mínum tíma í þetta. Get alveg eins farið á söfn og fengið eitthvað útúr deginum... ég fæ nákvæmlega ekkert út úr því að vinna fyrir hana, bara kvöð og leiðindi.... ekki neikvæð, nei, nei... ég er bara búin að gera þetta svo oft og þetta er akkúratð það sem ég ætlaði EKKI að gera hérna, vinna fyrir fólk sem veit eki hvað það vill, en veit hvað það vill EKKI :-))) Ekki orð um það meir.....

Á morgun ætlum við svo að skella okkur á hjólið og kíkjum sennilega uppí fjöll, þurfum að ákveða þetta í dag... best væri að fara snemma í fyrramálið, á undan umferðinni svo maður komist eitthvað áfram.... verður örugglega skemmtilegur dagur.

Ég sá inni á mbl að þið eruð búin að fá eftirlitsþyrlu í uferðina, góða skemmtun.. hér fljúga þær yfir borginn allan daginn og þvílíkur hávaði... á kvöldin eru þær með kastara ef eitthvað erum að vera og í einhverjum eltingaleik :-)) ég horfið á videoið inni á mbl og sá að íslenska löggan var að fíla þetta í tætlur :-)

Eigið góða helga, ekki víst að ég lemji lyklaborðið nokkuð á morgun....
Magga

No comments:

Post a Comment