Við rúlluðum svo til Veaton og þar keypti Maggi sér flotta skó fyrir vinnuna, hann er búinn að leita út um allt og kaupa eina sem særa hann svo að það er ekki möguleiki að nota þá, en hann var heppinn.
Enduðum svo í Silver Spring, sem er er úthverfi frá DC og fengum okkur að borða á Írskum pub, vorum orðin glorhungruð. Það voru saddir og þreyttir ferðalangar sem fóru að sofa snemma í gær.
Í dag ákváðum við að sofa út, varð nú ekki mjög lengi því það var fugl gargandi hér í trénu við herbergisgluggann og ég vaknaði alltof snemma, Maggi var sprækur líka og við hentum okkur á fætur. Svo skiptum við liði, Maggi fór á hjólinu í Trader Joe's, með bakpoka og töskuna á hjólinu.... verslaði það þunga sem vantaði, úff það er ótrúlegt hvað hann kemst með á hjólinu góða. Ég fór hinsvegar í Riad Aid og keypti stóru hlutina, eins og klósettpappír og annað sem verra er að flytja á hjólinu, sturtuhaus í baðkarið okkar og fleira. Nokkuð góð afköst hjá okkur.
Við biðum alltaf eftir að færi að rigna, spáin var þannig, smá vindur, hitinn +30, en ekkert varð úr (rigningar)veðrinu. Því ákváðum við að fara í smá picnic... skelltum nýja teppinu okkar (úr IKEA) í mótorhjólatöskuna, smá nesti og fórum af stað í stuttbuxum og bol. Yndislegt að sitja á hjólinu með sólina á öxlunum. Við fundum okkur bílastæði við Arlington kirkjugarðinn (mjög frægur kirkjugarður, stíðsgrafir) og röltum að Potomac River (áin sem skiptir Virginu og Washington), settumst í grasið og horfðum á fólkið leika sér á bátum, sjósleðum og þeir hörðustu hentu sér í vatnið. Sólin var eitthvað feimin og faldi sig á bakvið skýin, en þetta var frábært og við slökuðum vel á. Það er göngustígur þarna í gegnum útivistarsvæði, eiginlega frekar hraðbraut hjólamannsins... maður var heppinn að vera ekki hjólaður niður af einhverjum ofurtöffurum á sínum ofurhjólum á þvílíkri ferð... En við lifðum þetta af og komumst heim - í sólinni :-)
Nú er ég búin að malla saman grænmeti í ofn og setja haug af pipar á nautakjötssneið sem við borðum á eftir. Ég er líka búin að setja nokkur kerti á disk (þarf að finna betri lausn) í arininn okkar, svo það verður bara cosy hjá okkur, við gátum semsagt keypt kerti í IKEA :-) Það er ótrúlegt hér í verslunum í DC, það virðast ÖLL kerti vera með ilmi, það getur orðið „too much" af því góða, sérstaklega ef maður er með mörg stykki - hóst, hóst... fann loksins „venjuleg" kerti í IKEA. Það sem er líka frábært hér, er að geta setið hér úti með kveikt á kerti, dimmt og nice + hlýtt. Heima er maður vanur: myrkur = kuldi....
Maggi fór á hjólinu áðan að finna peru í stefniljósið og taka smá rúnt EINN, það er nú meira spennandi og auðveldara að ráða við hjólið þannig (segir hann) en með mig aftaná (eins og ég er nú nett!!!). Enda er þetta hans hjól og áhugamál svo hann verður að fá að fara einn og fíla þetta í botn. Enda þurfum við heldur ekki að hanga saman hér allan daginn... fáum bara nóg hvort af öðru...
Ætlunin er að kíkja á lítinn vínbar í kvöld, sem er nánast í næstu götu við okkur, fá okkur gott vínglas og rölta aðeins um... kemur svo bara í ljós hvort er eitthvað um að vera??
Nótið sunnudagsins
Magga
No comments:
Post a Comment