Það er svo fallegt kvöld, bleik birta en ég sé því miður ekki sólsetrið... húsin verða ennþá rauðari en þau eru venjulega, yndislegt.
Í dag kláraði ég mín verkefni og sendi annarsvegar í prentun á Íslandi og hinsvegar próförk í World Bank, flott að klára þetta. Þá var ryksugan tekin fram og eins og venulega framleiðir hún meiri hávaða en gagn... allt orðið hreint og glansandi. Fimmtudagar eru hreingernngardagar, skipt um á rúminu og því frí um helgar. Þetta er í fyrsta (og líklega síðasta skipti) sem mér er borgað fyrir að vera húsmóðir... þvílíkur lúxus...
Settist svo á svalirnar góðu með dagblaðið góða „The Dupont Current" og ákvað að sjá hvað væri í fréttum... á forsíðunnu stóð „Real World on S street", þegar ég las meira þá er verið að tala um Real World, raunveruleikaþátt á MTV... þeir (þau?) eru víst fluttir inn í S street nr. 2000, sem er ca 300 metra frá okkur. Það hefur víst mikið gengið á í kringum þetta hús, fullt af fólki sem slæst fyrir utan húsið og er með hávaða og læti... í þeirri von að komast í mynd :-) það sem fólki dettur ekki í hug. Löggan hefur margsinnis verið kölluð á svæðið og fylgist í framhaldinu með húsinu... gaman, gaman. Það er semsagt alltaf fjör hér í DC. Nágrannar eru víst ekki par ánægðir með þetta og ýmsar kvartanir í gangi. Ég heyri nú reglulega í sírenum og látum en hef nú ekki tengt þetta við þessa götu... maður fer kannski bara og kíkir á þetta :-) Ég labba þarna framhjá nánast daglega og hef aldrei tekið eftir neinu, vissi að sjálfsögðu ekki um þetta, ekki frekar en að hafa hugmynd um hvaða... eða hverskonar þáttur þetta er.
Ég fór á labbið í dag, yndislegt að leggja stundum af stað án þess að vita hvert maður er að fara, bara beygja hægri, vinstri eða hægri eða.... svo endar maður einhvernsstaðar, fær sér kaffi, horfir á fólkið og heldur áfram, þvílíkt sældarlíf. Ég hugsa líka heilmikið á röltinu, horfi vel í kringum mig og safna í (hugmynda)sarpinn...
Í dag álpaðist ég inn í fataverslun, ekki verslun sem ég færi inní venjulega... ég var bara í þannig stuði, mjög einföld verslun, frekar dýr föt og klassadæmi! Ég fór að spjalla við afgreiðslukonuna, hún spurði hvaðan ég væri og hafði komið til Íslands, var alveg í skýjunum yfir landinu... í framhaldinu fór ég að segja henni að mig vantaði kjól, eiginlega fínan, auðvitað líka hversdags... hún labbaði beint að einum og sýndi mér „hann væri svo flottur við hárið á þér"... ég ákvað að prófa hann, fannst hann flottur á herðatrénu... en hann var hriiiikalega flottur á mér, eins og hann hefði verið sniðinn á mig. Verið stóð aðeins í mér, ég bara eiginlega kúgaðist og gat ekki kyngt... spjallaði aðeins lengur og sagði henni svo að ég ætlaði að labba aðeins og hugsa málið....
Þegar Maggi kom svo heim í kvöld og ég lýsti kjólnum.... og verðinu, þá kom minn maður á óvart... „af hverju varstu að hika, kauptu kjólinn, hann gæti verið farinn á morgun... af hverju ertu að hika...". Ég hlýt að vera heppin kona... einhver hefði nú fussað og kæft þetta. Ég verð semsagt fyrsti kúnnnn á morgun og kaupi kjólinn, hann er óóógeeeeeðslega flottur (og auðvitað ég í honum líka :-)
Þegar ég settist á kaffihús í dag og sötraði kaffibollann minn, blasti við mér skóbúð... þeir sem þekkja mig þokkalega vita að ég er píííínu veik fyrir skóm... Ekki skemmdi fyrir að það var skilti fyrir utan sem á stóð 70% afsláttur. Ég kláraði kaffið og skellti mér yfir götuna. Ég fékk frábæra þjónustu, sagði henni nákvæmlega hvað mig vantaði... fína svarta skó við kjól (sem ég ætla að kaupa), opna í tánna, ekki of hár hæll o. s. frv. Hún dúllaði í kringum mig og annað hvort voru skórnir of þröngir (sem er algengt hér) eða úr hörðu leðri (sem ég kaupi alls ekki) eða ljótir! Það komu sem betur fer fleiri kúnnar inn svo ég fór að skoða sjálf, fór í útsöluhornið og mátaði allt sem mér datt í hug... ég fann tvenna yyyyyndislega skó, aðra svarta opna í tánna, með HÁUM hælum og mjúkum botni og úr mjúku leðri mmmmmm og hina líka háa, með striga (kaðal) hæl og böndum og perlum yfr ristina, mjög lady legir og þægilegir. Þessi hælaskór eru þeir bestu sem ég hef átt.... og hlægilegt verð, bæði pörin helmingi ódýrari en skórnir sem hún sýndi mér í byrjun, trallallallalla.
Á leiðinni heim ákvað ég að labba á „striga" skónum, yndislegir :-)
Áfram hélt ég að svitna og settist út á svalir þegar ég kom heim með haug af vatni í flösku og heitt vatn í bala + olíu og sítrónusafa.... ég skellti mér nefnilega í fótabað :-) Síðan ég fékk öll bitin á vinstri fótinn þá hefur húðin nánast þornað upp og flagnað af, bara á vinstri fætinum... stór undarlegt.
Núna er ég búin að henda mér í góða sturtu, sit hér í myrkrinu með endurspeglið af tölvuskjánum, hvítvínsglas og nýt þess að skrifa, hef komist að því að ég elska að skrifa.... hef reyndar verið þekkt fyrir það lengi að skrifa löng bréf eða mail!
Magga var boðið í einhvern „tengslaneta" klúbb, kynning í kvöld og hann ákvað að kíkja á þetta, veit meira þegar hann kemur heim...
Hafið það öll gott og njótið næturinnar... þið eruð sennilega flest sofnuð þegar ég skrifa þetta því ég er 4 klst. á eftir ykur á Íslandi.
Magga
Þú bara verður að setja inn myndir af þér í kjólnum og nýju skónum... :))
ReplyDelete