Wednesday, July 22, 2009

Hvað er þetta með svínaflensuna....

Hvernig er þetta með svínaflensuna á Íslandi... ég hef hvorki fundið fyrir neinu hér eða tekið eftir neinu.... kannski eins gott. Hér rekst maður á allskonar fólk út um allt og kraðak víða... maður ætti kannski að fá sér grímu :-) Nei, nei maður verður alltaf að taka smá áættu í lífinu, vera heppinn og vona það besta.

Ég lenti í þvílíka dæminu í morgun, gaman að opna póstinn og sjá panic-mail frá einum kúnnanum... byrjað að prenta og villur í skjalinu, ég eyddi þvílíkum tíma í þetta og hlutirnir redduðust, hinsvegar var mitt netfyrirtæki eitthvað að hökta og ég komst ekki í mailið mitt í þó nokkurn tíma, var farin að hafa áhyggjur... en allt blessaðist og þetta komst til skila. Ég hef ekki fengið nýtt mail svo þetta hlýtur að hafa verið í lagi... þangað til annað kemur í ljós!!!

Ég hafði 45 mín. til að henda mér í sturtu og labba í World Bank (sem tekur tæpl. 20 mín.) svo þetta var tekið á mettíma. Við ætluðum að hitta gaur í bankanum sem er að selja linsu á myndavél eins og mína, hann var að sjálfsögðu stunginn af í mat svo við röltum líka út og fengum okkur að borða. Svo á annan stað og fengum okkur kaffi, það dugar okkur einn lítill bolli (glas) saman. Það er ótrúleg kaffimenning hér, allir með kaffi á röltinu og ég er viss um að stærstu bollarnir nálgast heilan líter.... ég veit hvar ég yrði ef ég drykki þetta allt, kæmi því heldur aldrei niður. Eina leiðin til að fá almenilegt sterkt kaffi er að fara á veitingastað og fá í bolla!! Ég veit ekki hvað er í gangi hér en þetta er greinilega þeirra kaffiþamb, verði þeim bara að góðu, ég held bara áfram að deila minnsta glasinu með mínum manni.... eða drekk bara hálft :-)

Linsugaurinn var kominn úr mat þegar við kíktum á hann í annað sinn og enduðum með að kaupa linsuna, trallallalallalla.... fínasta linsa, mun meira zoom en á móti er hún þyngri og því auka farangur... en maður lætur það nú ekki á sig fá :-) Nú er bara að halda áfram að læra og lesa sér til um þetta allt saman. Hann benti á bók sem hann sagði að væri góð, ég elska bókabúðir svo ég á sennilega eftir að fara og kíkja á hana - jafnvel kaupa hana!

Við hittum Roserio (vinnufélaga / vin Magga) og veit hann að ég er að leita mér að einhverju að gera, hann er með bæklinga sem þarf að vinna fyrir World Bank og var hans hugmynd að auðvitað gæti hann keypt þónustu af íslensku fyrirtæki... við erum að skoða þau mál, fengum mail sem þarf að senda formlega fyrirspurn á, sjáum hvað gerist.... ekki slæmt að hafa World Bank sem viðskiptavin!!!! $$$$$$ Hönnunardeild bankans hefur enganvegin undan og því er keypt þjónusta allsstaðar að, eins og nafnið segir þá er þetta alþjóðlegur banki.... og ætti að skipta við fyrirtæki um allan heim.... sem það og gerir!!

Á leiðinni heim lenti ég í annað sinn á gaur frá Greenpeace, ég hlustaði aðeins á hann, hann var að tala um hlýnun jarðar og allt það vandamál, með mynd af ísbirni á möppunni sinni. Ég ræddi nú aðeins við hann, bæði um mengun og svo hvali, sagði honum reyndar að mér finndist hvalkjötið hinn besti matur og væri alveg til í að borða það oftar... þegar hann vissi að ég væri frá Íslandi fannst honum það „cool", sagði honum hinsvegar að ég skrifaði ekki undir neitt, væri mátulega hrifin af þessu félagi (fyrirtæki??) og ekki alltaf sammála öllu og hefði Paul Watson skemmt heilmikið fyrir þem á sínum tíma.... maður verður nú aðeins að þykjast vita eitthvað :-) Þessi gaukur var nú aðeins meira pirrandi en sá síðasti, maður lætur stundum plata sig í svona spjall en maður lærir á því, veit aðeins hvað er í gangi og svo fær fólk bara að æfa sig aðeins á „rullunni sinni" :-)

Þá var að sýna hörku, setja þvottavélina í gang, hún mallaði meira og minna í allan gærdag því það er slatti sem fer af fötum hér + rúmfötin, það er ekki laust við að maður svitni... stundum sturta tvisvar á dag svo handklæðin fá líka að finna fyrir þessu :-)

Sv0 settist ég niður og kláraði mín mail, sendi próförk hér á Sally í sambandi við fjármálanámskeið og gerði nýja tillögu að öðru plagati, alltaf fínt að taka sér dagsfrí frá svona ef maður getur og byrja svo ferskur.... þetta var allt annað og kom vel út. Nú er bara að sjá hvað fólki finnst. Mér sýnist á öllu hér að menn vilji hafa grunn undir öllu, helst myndir líka og allan texta negativan... ekki alveg minn stíll, svo maður fer einhvern milliveg og tókst bara nokkuð vel. Að sjálfsögðu hélt ég miklum hluta eftir hvítum :-)

Svo reyndi ég að klóra mig aðeins áfram í „resume" (ferilskránni) en það gengur miklu hægar en það ætti að gera, þetta er svo uppskrúfað og mikið af lýsingarorðum og allt mjög ýtarlegt, en samt stutt og mikið um halelúja.... Hér er samkeppni og allir gera sem mest úr sér og sínu.... ég verð bara að setja montsvipinn upp líka þegar ég skrfa og stækka og breikka aðeins allt sem ég hef gert...

Maggi var nokkuð ánægður með sinn dag, hlutirnir eru frekar slow og miklar breytingar svo hann getur ekki klárað sín verkefni, eða verkefnisundirbúninginn. En þetta er allt að koma og vonandi kemst hann í frí eftir næstu viku.
Við (ég) hentum pizzu inní ofn svo hann kæmist í smá rúnt á hjólinu, ég ákvað að fara ekki með því ég held að hann hafi miklu meira gaman af því að tætast áfram á því einn af og til, við förum sennilega í einhverja ferð um helgina, líklegast upp í fjöll og reynum jafnvel að finna okkur gistingu. Ég ætla aðeins að kíkja á þetta og sjá hvað er í boði.

Ég er semsagt alein heim, ekki í fyrsta skipti :-) en mér finnst það líka mjög notarlegt. Það er alltaf þægilegt að setjast og blogga aðeins, maður fer þá aðeins yfir daginn og sér þá hvað maður á eftr að gera. Ég lít líka á þetta blogg sem einskonar dagbók fyrir mig, þarna er þetta þá allt og ég get kíkt á þetta seinna eða vistað þetta einhvernsstaðar í eitt skjal seinna ef ég vil. Það kemur allt í ljós...

Á morgun er fimmtudagur og tek ég litlu íbúðina okkar venjulega í gegn. Frábært að gera þetta reglulega því þá heldur maður þessu hreinu. Við erum alltaf með opinn glugga í eldhúsinu/stofunni, allan sólarhrigninn (flugnanetið er niðri) svo það er hellings skítur og sót sem kemur inn. Ég er oft hissa á því hvað skúringatuskan er skítug.... það er sennilega kominn tími á að fara að þurrka af, það er sko alls ekki mitt uppáhald :-) sem betur fer engar styttur eða dót til að þurrka af, tveir kertastjakar :-)
Svo ætlum við út að borða með Finnboga annað kvöld, Finnbogi byrjaði í bankanum á sama tíma og Maggi (í jan.), er í sjávarútvegsdeildinni og er hér einn ennþá. Fjölskyldan hans (kona og tvö börn) eru komin til landsins en verða á veturströndinni þangað til þau fá húsnæðið í ágúst. Svo er einn vinnufélagi Magga að bjóða okkur að koma með sér út að borða á föstudagskvöldið... brjálað að gera :-)) Við ræddum svo líka við Roserio um að hann og Pam kæmu í mat til okkar í næstu viku, hann var spenntur að fá eitthvað íslenskt.... nú er bara að hugsa og spá í hvað væri ÍSLENSKT af því sem ég elda.... kannski með arabískum áhrifum he, he, he.... hún er grænmetisæta svo það er ekki kjöt, en fiskurinn sleppur, sagði hann.

Jæja þá er ég orðin dofin í rassinm á að sitja hér í myrkrinu úti á svölum, hlusta á endalausar sírenur og þarf að skipta um stellingu. Stólarnir eru ekki nógu mjúkir, ég keypti nú samt nýja stóla hér, plaststóla með háu baki, það voru hér hræðilegir járnstólar fyrir.... en kannski finnum við einhverntíman einhverja góða púða.. þetta sleppur alveg og við lifum þetta af.
Nýja dýnan ætti líka að koma fljótlega, ég hlakka ekkert smá til að fá mjúkt rúm mmmmmmm, hann var nú yndislegur húseigandinn að taka svona vel í þetta, við vorum hissa. Megum reyndar líka kaupa nýja eldhússtóla á hans kostnað.... dregst af leigunni. Það er líka kominn tími á þá, þeir eru vægast sagt ÓNÝTIR. Það er svosem ýmislegt að hér en það er svo margt gott að ég er bara sátt við þetta. En hinsvegar ef þú leigir út húsnæði með húsgögnum, þá verða þau að vera þannig að hægt sé að sitja á þeim :-)

Nú er þetta orðið miklu meira en oooof langt svo ég ætla að segja þetta gott í bili, ég verð að hafa eitthvað segja á morgun líka :-)

Góða nótt (þið eruð sennilega sofnuð....)
Magga

No comments:

Post a Comment