Þá er kominn þriðjudagur og hitinn er 22 gráður núna kl. 7, ekki mikið en hlýnar örugglega. Fint að sitja hér úti á svölum með kaffibollann og tölvuna í skugga. Sólin gæigist hingað inn eftir ca hálftíma og hitinn hækkar fljólega, skv. netinu eru 18 gráður og á að fara í 30, sem þýðir 30+.
Dagurinn í gær var nokkuð rólegur, 35 stiga hiti, nokkrar þvottavélar, Whole Food að versla í matinn, svo gerði ég eggaldin-dip sem var mjög gott og auðvitað ýmislegt fleira og borðuðum hér úti á svölum. Það tekur rúma 2 tíma að fara í búðina, 20 mín að labba hvora leið og svo er þetta þannig verslun að maður verður ruglaður... úrvalið er ótrúlegt og ég er enn að læra á hana. Það tekur langan tíma að finna vörurnar.
Maggi talaði við húseigandan í gær og sagði honum frá bakinu á mér, ég fór nefnilega inní stofu síðustu nótt og svaf síðustu tímana í sófanum, var algjörlega búin á þessu fína rúmi. Spurningin var hvað hann væri tilbúin að gera, taka þátt í kostnaði við nýja dýnu eða jafnvel góða yfirdýnu. Karlinn kom á óvart, sagði að dýnan væri 8-9 ára gömul og tími til kominn að skipta henni út... frábært. Við kíktum til hans í gærkvöldi og prófuðum dýnu sem þau eru með í gestaherbergi og fínasta dýna, það kemur ný dýna fljótlega og ég á eftir að sofa svooooo vel.
Þegar ég sá íbúðina hjá þeim, sem er mjög skemmtilega og mikið uppgerð, á 2 1/2 hæð, þá skildi ég líka af hverju hann var svona viljugur að skipta. Þau eru sennilega með samviskubit yfir íbúðinni uppi og vita uppá sig sökina, það mætti nefnilega gera helling í viðbót hér og íbúðin er sko í allt öðrum klassa en þeirra, say no more!
Við eigum eftir að dúllast eitthvað við þessa ibúð, það tekur allt tíma og við höfum hann (allavega ég). Mér skilst líka að hann eigi auka eldhússtóla, þessir hér eru gamlir klappstólar sem er búið að setja áklæði yfir til að fela hvað þeir eru ljótir og vondir :-) ekki hægt að sitja í þeim nema með púða. En ekki meira kvart, staðsetningin er frábær og svalirnar yndislegar, það er ekki sjálfgefið að hafa svona lúxus.
Dagurin í dag verður skemmtilegur, ég fer í World Bank á eftir, hitti þar Anne „President" hjá WBFN (World Bank Family Network) og förum við yfir verkefnin sem ég ætla að vinna fyrir þau. Hún er frönsk og mjög lífleg, framburðurinn hryllilegur en það stoppar hana ekki, hún talar út í eitt! Við þurfum að finna góða fyrirsögn á plagat fyrir fjármálanámskeið sem boðið verður uppá fyrir starfsfólk World Bank og maka, þetta á eftir að hanga út um allan banka, sem eru nú ansi mörg stk. Svo er það plagat, mjög stórt sem verður líka víða, það er árleg Picnicferð fyrir starfsfólk og fjölskyldur og langar mig virkilega að gera eitthvað flott, því það sem hefur verið gert síðustu ár er hriiiikalega ósmekklegt. Bæði þessi plagöt fara líka í blað sem gefð er út í bankanum... Nú er bara að standa sig, þá kemur kannski eitthvað fleira, sem ég gæti kannski fengið borgað fyrir :-) Það er orðsporið sem gildir...
Nú ætla ég að fá mér morgunmat, skella mér í sturtu og byrja aðeins að hugsa þessi verkefni áður en ég mæti á þennan fund... tekur mig 20 mín. að labba þangað svo þetta er fínasta upphitun. Þetta er reyndar vegalengdin sem Maggi labbar daglega. Það er eiginlega frábært að vera ekki með bíl, maður hreyfir sig helling, oft einhverja klukkutíma á dag, alltaf hægt að hoppa uppí lest ef þarf að fara lengra og svo mótorhjólið ef vegalengdin er enn lengri.... en þá þarf ég víst bílstjóra!!!
Hafið það gott í dag, setti inn eina mynd úr „garðinum okkar" sem samanstenfur af fjórum blómum og tveimur kryddplöntum!!!! Auðvelt og fljótlegt að vökva hann :-)
No comments:
Post a Comment