![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEitL0OBSr3meGE2c5IOPfqPcwki4cZCbTUFWctBCYaqfSis5pEYZuZlU0ePEmXbVS2jArx8Av88dJJ9h1IEZLZJ7kYXMbCw4T0do-A-llLme0YfU3-_H8tQXJ_RND9TSHGtVmxBhRKnRVSz/s320/IMG_3089.jpg)
liggja í sólinni og slaka vel á. Það leit nú ekki vel út þegar við vöknuðum á laugardagsmorguninn, ekki mikil sól, ekki mjög heitt og frekar mikill vindur. Spurningar vöknuðu um hvort við ættum frekar að nota daginn í reddingar, IKEA og fleira. En hörkutólin pökkuðu niður lögðu í'ann um hádegi.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgfwxwKtLLHVzFAa3l8PnXFZliqDHRLqZmDPW5vY4qedE0tV3l8o6EplaulZC9NcM6lKL_gjWpFth8iNyzPwDsmmIOwp3-JurbO7UjO7OG4xXQfCWXclMvmounwUCPd6Vn_PIKRGnELilB2/s400/IMG_3061.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh07IliXPLssGLC1wt-4xyZIYimEt2cUrcygux9njvN_A2nhinQO-c23Sy9ZPKWL6kQ4FaUCcQnmBdvEK8ptqW-4jZlB-vFIPJrW1l_c-RrUcYFLOwKdRGz1ix8O384ZUXSqSPeWwH0tTaA/s400/DSC00543.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgqSPm8rSoRZUjhGT98iAsA19AItAxw25OUIIL4GLk3Tgf0w3wATzsflK1ZlEq0K45rajd7ZzmNShLw5kxR-FQC5uLAFEAPHXSQezYUrntS6TXQlU1Q6Shp-Ywbgop4CQ8pWp1vE2cr7HkM/s400/IMG_3075.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEizgT5pTnJXI0c4WnxAtbkZcPuItJpn0nT8HdSWZx1-jFWCSFFu7kVa_tyM5b55lW9Qah9aSKh-kb825u0TUA8EVgjoeSwNXTri-XCXEZRmBUWiko43yYotPdMOr_b1aTYUNnwLYSFTu1yV/s400/IMG_3073.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg5IR7_U8z-RgAaB4joK3V4Cq7WQq3nkRwy7g6-uIhhPlX0kKaAg4GOgUY8-1TDcgFTpd67FM_EEoNlgrRt1hJvs5P4kIyAWvPLPwi0nhbjijZ2L_b4031DJNeFcYaVqGpY2Ru9iHBmCACn/s400/DSC00545.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhj1j5r2zr3Xc7-2U98oWLTo9djzMtdHa1E0yRykiHm_svG1qCDUHiTxE0DJf9uLZl8hIviUX_XFaMAqZa8cHce0bU9bpmsT0c_K8fWGswOcphrNpcDbYjK1_htwaBEPOA-DkZK3p-9rq8S/s320/IMG_3096.jpg)
Stefnan var tekin á Ocean City, ætluðum að sjá til hvort við fengum gistingu þar og taka svo strandrúnt á sunnudeginum á leiðinni heim.
Við keyrðum í annað sinn yfir Bay Bridge sem liggur yfir Chesapeake Bay, hrikalegt mannvirki og vorum við farin að kvíða fyrir því að keyra yfir hana í þessum vindi... við komumst yfir og ekki eins hvasst og við bjuggumst við.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgfwxwKtLLHVzFAa3l8PnXFZliqDHRLqZmDPW5vY4qedE0tV3l8o6EplaulZC9NcM6lKL_gjWpFth8iNyzPwDsmmIOwp3-JurbO7UjO7OG4xXQfCWXclMvmounwUCPd6Vn_PIKRGnELilB2/s400/IMG_3061.jpg)
Við vorum búin að ákveða leiðina til Ocean City, en einhvernvegin tókst okkur að fara lengri leið, vegamerkingarnar eru oft skemmtilegar og auðvelt að villast ef maður er ekki með áttir og númer á hreinu! Vegirnir skipta um númer mjög reglulega og allskonar merkingar sem rugla mann auðveldlega. Á mótorhjóli er heldur ekki alltaf auðvelt að vera með stór kort á ferð!
En á leiðarenda komumst við, það var ekki mjög heitt á Ocean City, haugur af fólki og allir frekar fáklæddir, við mættum í gallabuxum og okkar mótorhjólajökkum og leið bara nokkuð vel. Við rötum hinsvegar niður á strönd og komum okkur í stuttbuxur og gáfum jökkunum frí, entumst að vísu ekki lengi en náðum samt að dýfa tánum aðeins í Atlantshafið, ekki nógu heitur sjór til að henda sér útí... en það var fullt af hörkutólum að synda og á brettum enda nógar öldur.
Eftir smá leit fundum við gistingu, það eru mjög dýrar gistingar sem við sáum í litlum húsum hér og þar, enduðum á Holiday Inn því við ákváðum að vera ekki að spara einhverja nokkrar dollara þar. Fengum herbergi (eiginlega litla íbúð) á fínu verði, svalir, kaffivél og allt sem til þurfti plús það að svalirnar lágu út að sjó og frábært útsýni. Það voru ekki nema örfáir metrar niður á strönd. Úti í garði var sundlaug og sólstólar svo tilhugsunin um að liggja í sólinni morguninn eftir var yndisleg.
Kvöldið notuðum við í að rölta um svæðið, ég fór í kjól, já takið eftir... í kjól! En eftir ca 10 metra frá hótelinu ákvað ég að snúa við og fara í gallabuxurnar góðu, þvílíkur hrollur grrrrr ekki nema ca 25 gráður og vindur, maður er bara svo góðu vanur.
Við röltum inná stað þar sem var lifandi tónlist, verið að spila gömul Rolling Stones lög og fleira sem við fíluðum ágætlega. Spurðum löggu á röltinu hvar við fengjum góðan mat, fínan veitingastað. Hann var ekki í vandræðum að benda á hann, við uppí strætó og fundum staðinn, þegar við komum þangað var kl. 21:58... staðurinn lokaði kl. 22:00, við misstum semsagt af þessu. Þá þýðir ekkert að gefast upp heldur halda leitinn áfram, flestir staðirnir að loka svo við enduðum á pizzusneið við göngustíginn sem liggur meðfram allri ströndinni, framan við verslanir og hótel, ekki slæmt en ekki það sem við ætluðum okkur.
Loksins komst ég svo í gott rúm, rúmið hér „heima" er frekar hart og bakið á mér mótmælir stöðugt. Ég svaf því vel og leið hrikalega vel.
Vekjaraklukkan hringdi kl. 8 á sunnudagsmorgni, einhver sniðugur verið á undan okkur í þessu herbergi, ég var að vísu búin að hlusta á kana á næstu svölum spjalla, hrikalega háværir oft og þegar svalarhurðin er hálf opin þá er enginn svefnfriður. Rifum okkur á fætur, hituðum kaffi og settumst út á svalir í sólina.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh07IliXPLssGLC1wt-4xyZIYimEt2cUrcygux9njvN_A2nhinQO-c23Sy9ZPKWL6kQ4FaUCcQnmBdvEK8ptqW-4jZlB-vFIPJrW1l_c-RrUcYFLOwKdRGz1ix8O384ZUXSqSPeWwH0tTaA/s400/DSC00543.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgqSPm8rSoRZUjhGT98iAsA19AItAxw25OUIIL4GLk3Tgf0w3wATzsflK1ZlEq0K45rajd7ZzmNShLw5kxR-FQC5uLAFEAPHXSQezYUrntS6TXQlU1Q6Shp-Ywbgop4CQ8pWp1vE2cr7HkM/s400/IMG_3075.jpg)
Það var svo yndislegt að leggjast á sólbekk við sundlaugina og grilla sig aðeins, áttum að tæma herbergið kl. 11 svo við náðum fínni slökun. Fengum okkur svo flottan morgunmat, sem átti að endast okkur fram á kvöld og komum okkur af stað í norður.
Við vorum á stuttbuxum, en sem betur fer í jökkunum góðu, því við erum þokkalega brunnin á kálfunum, maður finnur ekkert fyrir hitanum á góðri ferð.
Á leið okkar til Rehoboth Beach, stoppuðum við á lítilli strönd (strandbæ) og fengum okkur smá rölt, glaðningur var á hjólinu þegar við komum til baka - sektarmiði uppá $25, gaman - gaman. Við lifum það vonandi af!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEizgT5pTnJXI0c4WnxAtbkZcPuItJpn0nT8HdSWZx1-jFWCSFFu7kVa_tyM5b55lW9Qah9aSKh-kb825u0TUA8EVgjoeSwNXTri-XCXEZRmBUWiko43yYotPdMOr_b1aTYUNnwLYSFTu1yV/s400/IMG_3073.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg5IR7_U8z-RgAaB4joK3V4Cq7WQq3nkRwy7g6-uIhhPlX0kKaAg4GOgUY8-1TDcgFTpd67FM_EEoNlgrRt1hJvs5P4kIyAWvPLPwi0nhbjijZ2L_b4031DJNeFcYaVqGpY2Ru9iHBmCACn/s400/DSC00545.jpg)
Á Rehoboth Beach röltum við meðfram ströndinn og höfðum það nice, steiktumst á öxlunum því sólin kemur ofanfrá og er helv.. lúmsk.
Eftir góðan dag lögðum við af stað heim, það er ca 3 klst. akstur til baka og gekk það ágætlega, tókum að vísu vitlausan veg og fórum aðeins aðra leið en við ætluðum okkur. Það var að vísu mjög skemmtileg leið, litlir bæir og landbúnaður út um allt og frábært að sitja aftaná hjólinu og horfa á liti og form, finna ilminn og vera algjörlega í eigin hugarheimi. Maður fær allskonar hugmyndir, getur hugsað og pælt í hlutunum fram og til baka. Ég lenti að vísu í því að detta algjörlega út á eihverjum tímapunkti, var djúpt hugsi og rankaði ekki við mér fyrr en Maggi brunaði framúr bílalest á ca 120 km hraða, úff...
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhj1j5r2zr3Xc7-2U98oWLTo9djzMtdHa1E0yRykiHm_svG1qCDUHiTxE0DJf9uLZl8hIviUX_XFaMAqZa8cHce0bU9bpmsT0c_K8fWGswOcphrNpcDbYjK1_htwaBEPOA-DkZK3p-9rq8S/s320/IMG_3096.jpg)
Við vorum búin að ákveða að stoppa á Big Owl bar sem er við Prospect Bay (Chesapeak Bay), áður en farið er yfir Bay Bridge. Þar fengum við okkur krækling og hamborgara, gott hvítvín og horfðum á sólina setjast. Ekki slæmt það.
Aksturin heim gekk vel, tók ekki nema ca halftíma að komast til DC og gott að setjast á svalirnar og fá sér eitt hvítvínsglas fyrir svefninn. Ég var með dúndrandi hellur í eyrunum eftir ferðina, sit beint fyrir ofan pústið á hjólin og þegar driverinn fer uppí 120-140 km hraða þá hvín ansi vel í hjólinu....
Við eigum örugglega eftir að fara svona ferðir aftur. Maggi tekur sennilega 2 vikur í frí í ágúst og svo aftur í sept/okt, þá gerum við eitthvað skemmtilegt
Meira síðar...
Snilldarferðamáti hjá ykkur :) góða næstu ferð og hlakka til að heyra meira
ReplyDelete