Þvílík vonbrigði með þennan dýragarð, ég hef nú ekki heimsótt þá marga en Maggi hefur farið í fleiri og vorum við sammála um að þessi væri dapur. Húsdýragarðurinn heima er bara miklu eðlilegri og aðgengilegri að öllu leiti. Það sem þeir gera vel er innanhúss, þar eru settar upp skemmtilegar sýningar og mjög skemmtileg uppsetning, bæði fræðandi og áhugaverðar.
Svo eru allskonar hús með allskonar (smá)dýrum, í vatni og á þurru.... en þau voru sennilega öll í sumarfríi. Þau sem voru á svæðinu voru feimin eða löt og voru ekkert að sýna sig.
Það var það sama utanhúss, sáum sebrahest þegar við komum inn, jú fíll og flóðhestur að drepast úr leti og nánast í kafi... önnur dýr voru bara annað hvort dauð eða í helgarfríi....
Neeeeema þessi otur (vonandi rétt hjá mér - Beaver á ensku) var kostulegur, þetta var eins og besta bíómynd og bjargaði alveg deginum, hann var að koma úr baði og var að klóra sér og þrífa með tilþrifum... því miður er þetta ekki video, en stellingin er góð... notið bara ímyndunaraflið!!!
Það sem við sáum mest af í þessum blessaða dýragarði... var fóóólk, þvílíkur fjöldi og hægagangur og troðningur.... Það besta var að Maggi gleymdi peningaveskinu sínu og ég var bara með nokkra dollara í myndavélatöskunni, maður er alltaf að spara farangurin :-) og við orðin mjög þyrst. Hinsvegar var ekkert merkilegt þarna til að bjarga okkur, t.d. gott kaffihús, ó nei, nóg af gosi, snakki, ís og svoleiðis... við erum kannski orðin of gömul fyrir þetta!
Við vorm svoooo gjörsamlega búin eftir þessa ferð, ekki nóg með troðninginn, heldur var svæðið ekki nógu vel merkt og margir göngustígar lokaðir og því endalausir krókar... Ég ætla nú ekki að vera neikvæð gagnvart þessum dýragarði, eeeeeeeen það mætti gera mikið í viðbót, say no more...
Við vorum því fegin þegar við komumst út aftur eftir ca 2-3 tíma, settumst niður á pub nálægt og fengum okkur bjór og hvíldum þreytta fætur....
Til að bæta upp „ekki nógu góðan" dag, fórum við út að borða á Tyrkneskum stað hér á 18. stræti, frábær matur, litlir réttir og tyrkneskt kaffi í restina. Sáum svo yfirbyggðan pub hinu megin við götuna, uppi á þaki. Þarna sáum við aðeins yfir nágrennið og mjög skemmtileg stemmning, við förum örugglega þangað aftur.
Það góða við gærdaginn var hinsvegar að litla frænka, dóttir Dadda bróður og Heiðu, var skírð í Dalvíkurkirju. Hún heitir Erla María, mjög fallegt og glaðlegt nafn. Til hamingju öll.
Í dag var svo ekki endilega minn dagur, sumir dagar eru bara svona. Talaði að vísu við pabba og mömmu á Skype í tæpan klukkutíma og rölti svo í World Bank og fór á tvo fundi v/hönnunar. Og af því að þetta var ekki einn af „mínum" dögum þá var ég barasta ekki í neinu stuði og fannst þetta bara hundleiðinlegt.... fólkið þarna er mjög misjafnt, upplýsingarnar sem ég fékk í byrjun voru laaaaaangt frá því að vera góðar, hvað þá réttar.... hmmmmmmmmm ég var eiginlega hundfúl. Nú þarf ég að byrja uppá nýtt á hluta af þessum verkefnum og anda djúúúúpt.... anda inn, anda út...... ég ætla ekki einu sinni að líta meira á þetta í dag.... Ég ætla að fara í þetta fersk á morgun og taka þetta á jákvæðu nótunum... svo miklu skemmtilegra :-)
Nú ætla ég að gera eitthvað smá handa okkur í kvöldmat, sömdum um að það yrði einhver matur um ca 8. Er ekki ennþá búin að ákveða hvað það verður. það er til cous-cous, hrísgrjón, kræklingur í spænskri sósu mmmm, túnfiskur, örugglega líka ein dós af kolkrabba, svo keypti ég baguette á leiðinni heim... Nú er bara að nota ímyndunaraflið.. kryddið og listræna hæfileika til að gera eitthvað úr enhverju af þessu....
Það eru oft skemmtilegir matartímar hjá okkur, setjumst út á svalir með einhverja einfalda smárétti og fílum þetta í tætlur... hér hefur ekki verið eldað neitt stórkostlegt hingað til, höfum þetta einfalt... nema jú hef eldað nautasneið og skelfisk :-) jú pasta og eitthvað fleira....
Meira síðar
Magga
No comments:
Post a Comment