Ef ég hef einhverntíman verið fegin að setjast niður, þá er það núna. Ég ákvað að taka langan göngutúr í dag, sem varð miklu lengri en áætlað var. Allt í allt rúmir 4 tímar...
Dagurinn byrjaði rólega í, þvottur, smá vinna og lestur á svölunum góðu. Lagði svo af stað í 33 gráðu hita, skipti um skoun með gönguleið og var heppin þar. Ég var að hugsa um að byrja á menningarrúntinum, fara á söfn niður við Capitol. Ákvað svo að geyma það aðeins, sem var ágætt því mér skilst að þar hafi verið skotárás og einn „daujur" (eins og einhver góður sagði) eftir eftirför löggunnar. Ég fór í hina áttina og labbaði um Adams Morgan svæðið, fór langt út fyrir kortið góða sem ég var með og varð ferðin því mun lengri.... þegar ég svo nálgaðist S street ákvað ég að ekki munaði um 40 mínútur til eða frá, skellti mér í Whole Food og verslaði það sem vantaði. henti dótinu svo inní forstofu og fór í hina áttina til að kaupa vatnið góða. Það er fínt að kaupa 12 lítra í einu, ég held balance með tvær þriggja lítra flöskur í hvorri hendi :-) Þetta er vikuskammturinn okkar, fyrir utan allt hitt sem við drekkum!! Eins gott að fara í búðina sem er næst okkur í svona leiðangur.
Á leiðinni sá maður mjög mismunandi hús, götur og fólk. Þarna fyrir ofan lendir maður í „kolsvörtu" hverfi, þá meina ég fólkið. Washington er kölluð „svartasta" borg Ameríku því 80-90% borgarbúa eru svartir. Aðstæður fólks hér í borginni eru vægast sagt mismunandi. Algengt að sjá fólk liggjandi á götunum, margir illa farnir, hlandlyktin svakaleg stundum og fólk með sínar innkaupakerrur og/eða poka. Mikið verið að betla og framkoma þess fólks mjög mismunandi. Það er hrikalegt hvernig er farið með þá fátæku, þeir eiga sér enga von, engar bætur, enginn möguleiki að komast áfram í lífinu.
Maggi hitti einn hámenntaðan um daginn sem missti leyfið sitt vegna brasks í sambandi við fíkniefni (fjármagnaði) hann var að safna saman 35 dollurum til að geta byrjað í rafvirkjanámi til að byrja nýtt líf. Hann hafði þá möguleika á að vera inni í athvarfi á meðan á náminu stæði og því öruggur í einhvern tíma. Það eru ekki allir svona heppnir, ég mætti einum í dag sem var illa farinn og bað mig um pening, ég gef ekki öllum því maður færi á hausinn við það. Í gær kom einn til mín og bað um 40 cent, ég tók upp veskið og ætlaði að taka upp 2 dollara, það læddist einn 5 dollara seðill með uppúr, sá var fljótur og ætlaði að taka þetta nánast upp úr veskinu... ó nei, það þarf nú ekki að vera með yfirgang og frekju, en hann fékk 5 dollarana. Hann var mjög þakklátur en svo veit maður ekkert í hvað þetta fer. Maður skilur heldur enganvegin hvernig líf þessa fólks er.
Í garði sem er beint á móti aðalbyggingu WorldBank er hópur útigangsmanna, hrikalegar andstæður þarna, glerhöllin annarsvegar + framapot og milljarðarnir.... og eymd og fátækt hinsvegar og engin framtíð. Ég labbaði þarna framhjá um daginn í rigningu, þá lá fólkið undir sínum plastpokum, ekki mönnum bjóðandi... hvað ætlar Obama að gera í þessu????
Við sáum skondið (kosninga)skilti í afturrúðu á bíl um daginn, á því stóð NObama :-) greinilega ekki allir sáttir við hann..
Mikið hrikalega er svo gott að setjast hér út á svalir með tölvuna góðu, hlýr vindur, engin sól og 30 gráður... yndislegt. Ég hef það ca milljón sinnum betra en aumingja útigangsfólkið og get verið þakklát fyrir það - eins gott að maður kunni að meta það.
Maggi fór með vinnufélögum á veitingastað eftir vinnu og vissi ekki hvað þau myndu endast lengi svo ég er ein í kotinu og ætla að slaka vel á, fara í góða sturtu og lesa góða bók, fæ mér kannski gott hvítvínsglas með og nýt þess í tætlur.
Hafið það gott öll, meira seinna
Magga
No comments:
Post a Comment