Rakinn verður svakalegur í rigningum, mælist ekki á hitamælinum góða, hann segir einfaldlega „high". Í morgunn var rakinn 70% og svitnar maður þokkalega, hefur lækkað og allt að verða fínt.
Þrumurnar dundu hér yfir eina nóttina og var það eins og að vera í sprengjuárás, ég hef sjaldan heyrt eins mikinn hávaða. Það er eins gott að vera ekki smeykur við svona veður, þá yrði maður þokkaleg taugahrúga hér :-)
Ég hef verið að vinna í verkefnunum fyrir World Bank Family Network, leit vel út í byrjun en hundleiðinleg verkefni. Alltaf sama sagan þegar of margir eru farnir að skipta sér af, ekki allar upplýsingar í upphafi og svo verður þetta BARA ljótt á endanum. En ég ætla að klára þetta og fara svo yfir listan sem ég fékk hjá HR deildinni um volunteer störf, ætla ekki að eyða mínum tíma í það sem ég hef gert í alltof mörg ár og er greinilega búin að fá ógeð á.
Ég settist niður í gær með hugmyndabókina mína og penna, skirfaði niður það sem ég væri góð í og hvað mig langaði að gera.... þetta er í framhaldi af bókinni sem ég er enn að lesa (en hef ekki gefið mér nógu mikinn tíma í). Það eru áhugaverð atriði sem fara á blað hjá manni og svo er bara að halda áfram að hugsa og finna út hvað ég ÆTLA að gera þegar ég verð stór :-)
Í haust er námskeið í World Bank á vegum fjölskyldunetsins, þar er boðið uppá e.k. Coach, farið í það sem ég er að gera og ætla að klára, finna út mitt „Element". Það er fólk í hópnum sem hefur farið á þetta námskeið og mælir hiklaust með því.
Nú svo er að skoða betur enskuskólann sem WB benti mér á, ég vil bæta við það sem ég hef, víkka orðaforðann og bara reyna að fá sem mest út úr þessu. Vil samt ekki að þetta stangist á við sumarfríið okkar. Maður tekur e.k. stöðupróf og svo settur í hóp sem hentar... mikil hópvinna og örugglega skemmtilegt, lítur allavega vel út á heimasíðunni þeirra.
Það eru semsagt spennandi tímar framundan og fínt að nota tíman í að hugsa og finna „leiðina", enda ætlaði ég líka að nota sumarið í þetta.
Meira síðar - hafið það gott
Magga
No comments:
Post a Comment