Sunday, July 26, 2009

Góð helgi liðin...

Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og ekki síður helgarnar. Þessi helgi var sérstaklega róleg og leið alltof hratt, búin að vera yndisleg.

Við fórum út að borða á föstudagskvöldið með Jonathan, vinnufélaga Magga. Hittumst á frönskum stað hér ekki langt frá og skemmtum okkur vel, hann er ný skilinn og við ræddum mjög skemmtileg mál og engum leiddist :-) skruppum svo aðeins á pub í næstu götu og fórum aðeins of seint að sofa...
Áætlað var að fara snemma af stað á laugardeginum, það breyttist aðeins en lögðum samt af stað á hjólinu góða. Settum sundföt, teppi og bók í mótorhjólakassan og lögðum í'ann. Við ákváðum að skoða Harpers Ferry, sem er gamall bær, uppgerður, við Shenandoah. Þetta er bær sem fær að halda útlitnu síðan ca 1860.
Leiðin varð aðeins lengri en hún átti að vera, við fórum nefnilega ekki alveg rétta leið.... ekki í fyrsta skipti, merkingarnar eru ótrúlega ruglingslegar stundum... en við sáum mjög skemmtilegt svæði og ótrúlegar villur og herragarða. Það eru greinilega til peningar hér, að vísu voru mörg þessara húsa til sölu, hmmmmmmmm væri ekki leiðinlegt að búa í einu svona!

Þegar við komum á svæðið hittum við hjón á Harley hjóli, fyndið par og spjölluðum aðeins við þau, ákváðum að fara fyrst niður að á og reyna að komast í sólina og skoða svo bæinn.
Þetta dæmi kom heldur betur á óvart, þarna var heldur betur fjör, fólk renndi sér á e.k. uppblásnum kleinuhringjum :-) í allskonar litum, niður ánna, með kæliboxin sín í sér hring eða báti og bjórinn við hendina... sumir voru orðnir ansi blauti að innan og utan. Fólk var með grill og hundana sína, börnin, tónlist og hellings fjör.



Við skelltum okkur á einn stein, fórum í okkar sundföt, opnuðum bjórinn sem við vorum með í nesti... og skelltum okkur svo í vatnið. Það var nokkuð hlýtt og gaman að sjá fjörið og taka aðeins þátt í þessu. Það var eitthvað að verða rigningarlegt svo við pökkuðum saman og skelltum okkur af stað til Harpers Ferry. Ég var í rennandi blautum skóm því daman hafði gleymt að taka aðra með sér...
Við náðum inná svæðið, hittum einhvern vörð (löggu) þvílíkur töffari... Maggi keyrði yfir smá grasblett og hann sýndi honum reglurnar og sagðist geta sektað hann fyrir 170-350$.... en gerði það sem betur fer ekki, þetta er vestur Virginia... greinilega mismunandi reglur...
Þessi sami tappi sagði okkur að leggja hjólinu þarna á bílastæðið og svo gætum við tekið rútu niður í bæinn, við gerðum það og hoppuðum upp í rútuna... daman þar sagði að það væri búið að loka öllu í bænum og við gætum þá bara labbað um.... Maggi fór aðeins að pumpa hana og þá kom í ljós að við gáum alveg eins farið á hjólinu alla leið.... sem við gerðum. Það var byrjað að rigna svo við ákváðum að hoppa inná veitingastað og fá okkur að borða á meðan þrumuveðrir gengið yfir.... það kom aldrei almennilega... svo við röltum um bæinn, skoðuðum húsin (utanfrá, því söfnin voru lokuð-skipti okkur að vísu ekki máli :-). Síðan löbbuðum við niður að ánni og yfir göngubrú.... það var ákveðin lífsreynsla!!!!

Göngubrúin og lestarteinarnir eru eitt.... lestin kom yfir með trilljón vagna og brúin gjööööörsamlega nötraði.... Það var eins gott að standa kjurr.... manni fannst eins og allt myndi hrynja :-) þessi brú og þá lestarteinarnir, voru nú ekki eindilega traustvekjandi....

Jæja þá var að koma sér heim, við ætluðum ekki að vera svona lengi en svona er þetta þegar er gaman hjá okkur... Við rúlluðum af stað og lentum í smá rigningu, vegirnir voru blautir svo buxurnar okkar voru orðnar blautar upp að hnjám, gaman - gaman. Þegar við vorum komin að Germantown sáum við þvílíkar eldingar yfir Washington og rigningu að við ákváðum að stoppa aðeins og láta veðrið aðeins verða á undan okkur... það tókst líka og við komum heim eitthvað fyrir miðnætti, blaut, köld, þreytt en sæl...

Í dag (sunnudag) ákváðum við að láta klukkuna ekki hringja, sofa út og taka því rólega.... ég vaknaði auðvitað snemma, rúmið er að drepa mig og bakið eitthvað ekki eins og það á að vera...
Því vorum við komin í gang löngu fyrir hádegi! fengum okkur morgunmat og hugsuðum málin. Veðurspáin var þannig að það ætti að byrja þrumuveður um kl. 2.... við ákváðum því að rölta af stað um hádegi og ná sólinni aðeins hér í borginni. Við enduðum í hverfi aðeins fyrir ofan okkur, fundum matvöruverslun sem íslensk stelpa í World Bank var búin að benda okkur á, versluðum aðeins þar og röltum heim með dótið.... bjórinn er þungur....
Það þýddi ekkert að vera að hanga inni svo við fórum aftur af stað, ætluðum að finna okkur pub og kíkja á einn bjór á meðan rigningin kæmi.... bjórinn var góður eftir laaaaaaangt labb en rigningin kom aldrei og er ekki enn komin (kl. 23:15). Við svitnuðum því vel í veeeeeel rúmlega 30 stigum....
Í kvöld fengum við okkur því afrakstur dagsins, gott brauð, osta, salami og rauðvín mmmmmmmm ekki slæmur kvöldmatur það.

Maggi sýndi þvílíka hörku og þvoði mótorhjólið með alvöru tjörusápu hér fyrir utan (hann vann svo hratt að hann náist ekki í fókus :-) og ég hélt áfram með eitthvað ævintýri á prjónunum hér uppi á svölum.... og dáðist að mínum manni.... :-)

Það styttist í að við skríðum undir lakið okkar og kúrum í okkar fína rúmi.... yfirdýnan ætti að koma á næstu dögum, það verður fróðlegt að sjá hvernig (hvort) þetta breytist????

Svo er spennandi vika framundan, ýmislegt á döfinn - meira um það síðar.
Maggi er bara að vinna næstu viku og svo er það tveggja vikna frí - við erum ekki búin að skipuleggja það alveg.... förum sennilega út í óvissuna eins og svo oft áður... það eru líka oft skemmtilegustu fríin!

Góða nótt, Magga

No comments:

Post a Comment