Við borðuðum morgunmatinn og hlustuðum á Rás 2, hádegisfréttirnar heima :-) ekki slæmt, nema að þær voru svosem ekkert sérstaklega spennandi!!! En svona er þetta stundum.
Ég ákvað að taka mér algjört frí í hönnun í dag, gaf skít í þetta allt saman.... tók tölvuna mína með mér út á svalir og skoðaði skóla, fann ýmislegt spennandi og hægt að fá allskonar upplýsingar sendar og margt í boði. Það skemmtilegasta var samt að ég fann skóla sem er með allskonar námskeið í málun og fleira, hann er í sömu götu og við búum í, sennilega ekki nema 10-15 mín. að labba þangað og skemmtilegt textílsafn sennilega við hliðina. ég er að spá í að rölta við einvern daginn og skoða málið, ekki ódýr skóli en hámenntaðir kennarar og væri gaman að komast í svona hóp. Það er námskeið þarna allt árið og ég er orðin of sein í júlíhópinn, ætla að skoða hvað verður í boði í haust.
Ég ætlaði að labba við hjá Magga og borða með honum, hann var á námskeiði svo ég skellti mér á veitingastað og fékk mér salatdisk, ekki slæmt. Ég var komin svo langt niðureftir, nánast að Hvíta Húsinu svo ég hélt bara áfram og skoðaði mig um. Í töskunni var ég með efni sem ég þurfti að lesa til að gera Resume, sem er eiginlega ameríska útgáfan af ferilskrá. Ég er búin að hugsa þetta aðeins og notaði tíman á meðan ég gúffaði í mig salatinu og þetta er allt skýrara.
Þegar ég svo snéri við heim á leið var Macy's verslunin í leið minni og ég kíkti þar inn, þetta er mjög fín verslun á 4 hæðum og ég hef keypt mjög góð föt þarna. Eftir smá yfirferð rakst ég á gallabuxur á tilboði, Levi's og mátaði nokkrar... vægast sagt. Fann rosalega fínar buxur og ákvað að kaupa tvennar fyrst þær voru svona ódýrar.... það fyndnasta var samt að ég hef aldrei keypt svona litlar gallabuxur... annað hvort eru númerin svona hrikalega brengluð hér eða labbið og svitinn hefur skilað einbverju???? Það er engin vigt til á heimilinu svo ég get ekki svarað þessu.
Fór svo í Whole Food og keypti lúðu í matinn, hún var virkilega góð og ég var svo pakksödd á eftir að ég lagðist upp í rúm, það síðasta sem ég man var að Maggi spurði mig hvort ég vildi kannski koma smá rúnt á hjólinu.... mitt svar var zzzzzzzzzzz man ekki meir :-) Ég fékk að sofa í klukkutíma og þá er bara að ná að vakna almennilega og fara svo að sofa :-)
Það var yndislegt að labba um í dag, heit sólin og smá vindur og það var rosalega góð tilfinning að vera í léttum kjól og svitna vel....
Á morgun hittum við svo gauk í World Bank sem er að selja linsu á myndavél eins og mína, sjáum hvernig það fer. Var búin að fá ráðleggingar hjá Heiðu mágkonu svo þetta verða allvega góð kaup.
Eigið góðan miðvikudag, ótrúlegt að það sé fljótlega að koma helgi aftur.... hvar endar þetta :-)
Magga
No comments:
Post a Comment