Tuesday, July 28, 2009

Heitur dagur

Í dag var heitur dagur, 35 gráður og góður raki, fór mest uppí 80% í morgun. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar löt og í takt við hitann og loftslagið :-)
Vann aðeins í mínum pappírsmálum, talaði við Dagnýju og svo pabba og mömmu.... skilst að það sé ekki of gott veður þar núna, vann í verkefnum og fleira, settist svo í sólina og prjónaði. Ég lagðist aðeins uppí rúm eftir hádegi og steinsofnaði í ca klukkutíma... það var nú bara nokkuð nice, ég held að við förum stundum aaaaaðeins of seint að sofa og vöknum kl. ca 6:30.

Fór að rölta um og náði sá sól og svo skelltum við Maggi okkur í smá ferð á hjólinu í kvöld, fórum á fiskimarkað og skoðuðum og fengum okkur svo að borða í einhverjum klúbbi við höfnina í DC, ekki slæmt en rándýrt miðað við það sem við keyptum okkur (fisk og rækjur). Það er svo sannarlega ekki ódýrt að lifa hér.

Það er yndislet að sitja á svölunum og hlusta á engisprettur, fugla og auðvitað verða bitinn af þessum yndislegu flugum grrrrrrrr þær eru hrifnar af okkur :-)

Það eru allskonar fuglar sem setjast í trén hér í garðinum, svartið, gráir, brúnir, bláir og eldrauðir.... varð að setja eina inn, þeir settust auðvitað á einu greinina sem er lauflaus :-) Svo eru íkornar sem eru hér allt í kring, þeir eru ferlega krúttlegir og gaman að fylgjast með þeim hlaupa á rafmagnslínunum á milli húsþaka, þeir eru ótrúlega fljótir og nota skottið til að halda balance. Ég þarf einhverntíman að vera með myndavélina og ná enhverjum skemmtilegum myndum af þeim hér úti, ferleg krútt...

Nenni ekki að skrifa meira núna, ég svitna bara við að pikka þetta inn, það er bara þannig loftslag núna. Mjög misjafnir dagarnir og þetta er einn af svitadögunum :-)

Svo þurfum við að fara að skipuleggja fríið okkar, Maggi fer í frí á föstudaginn, dagurinn fer í að græja hjólið, hann fer með það á verkstæði og þarf að yfirfara og skipta um keðju, svo leggjum við í'ann, vitum að vísu ekki alveg hvert við förum fyrst.... þurfum að skoða veðurspánna.
Við fáum hliðartöskur á hjólið á fimmtudaginn, sjáum hvernig þær passa.... þær síðustu pössuðu enganvegin og við skiluðum þeim... það veitir ekki af að hafa þetta þegar við förum í lengri ferðir, t.d. viku.

góða nótt
Magga

No comments:

Post a Comment