Monday, October 26, 2009

Haustlitir í DC

Það eru komnir svo flottir haustlitir hér og varð ég því að fara út með myndavélina og reyna að ná einhverju af þessu. Því miður fór ég of seint og náði því miður bara nokkrum... þarf að fara fyrr næst - áður en sólin fer of lágt.

Haustlitirnir hinu megin við götuna, þetta tré er nánast appelsínugult...

Í dag byrjaði alvaran aftur, ég fór á enskunámskeiðið og var sagt að ég hefði misst af skemmtilegu potluck um daginn, þá lögðu allir í púkk og allskonar réttir frá ýmsum löndum, við erum frá svo mörgum löndum þarna á námskeiðinu að þetta hlýtur að hafa verið flott. En maður getur ekki gert allt, hugmyndin er að hittast heima hjá kennaranum þegar nær dregur jólum!!

Ég þarf að halda fyrirlestur í nóvember, hef ekki hugmynd um hvað ég á að tala í 10 mínútur... kannski eitthvað sem ég hef áhuga á eða eitthvað um Ísland, eitthvað íslenskt... I have no idea!!! Þarf að hugsa...

Ég lagaði aðeins hausinn á þessu bloggi, sá um daginn að það vantaði „h" í Washington og tók ekki eftir því fyrr - enginn var að benda mér á það heldur. Það var OK í öllum öðrum texta og vinstra megin.... en svona er maður stundum blindur. Lagaði líka í leiðinni commentin, nú geta ALLIR sett inn comment :-)

Annars notaði ég seinnipartinn til að þvo þvott og ganga frá mínu dóti eftir Íslandsferðina, það var nóg um allskonar dót, búin að setja hangiketið og harðfiskinn í frysti, hákarlinn er á góðum stað í ísskápnum :-) búið er að fela nammið... allavega koma því þannig fyrir að maður sjái það ekki og freistast þ.a.l. ekki í það!! Brennivínsflöskurnar (50ml) eru komnar í frysti og tilbúnar með hákarlinum.... nú er bara spurning hvert verður fyrsta fórnarlambið - að koma í mat til okkar og prófa hákarl og frosið brennivín he, he, he... nú er spurning hvort fólk yfirleitt fílar þetta eða hvort okkur verður hent út hér vegna „rotten smell" :-)

Ætla snemma í háttinn - meira seinna
Magga


Þetta er gatan okkar - allskonar litir í gangi...

Þá eru það pumpkin, þau eru mjög áberandi núna enda Halloween í lok mánaðarins. Það eru nú mis smekklegar skreytingar við hús, sumir búnir að setja virkilega ógeðslega köngulóavefi í runnana fyrir framan húsið úúúhhhhhhhhh.....

No comments:

Post a Comment