Vetrartíminn er kominn í USA sem þýðir að við erum núna 5 klst. á eftir íslenska tímanum, í staðin fyrir 4 klst. áður. En það á ekki að skipta neinu máli, bara hugsa aðeins uppá nýtt :-)
Halloween einkenndist af búningum og meira skrauti, aðallega samt að sýna sem mest af líkamanum... eiginlega mikið af keyptum búningum og því leiðinlegt til lengdar því þetta var heldur einsleitt...
Í gær var Holloween og mikið skraut og læti. Maggi byrjaði daginn á að flyta með Agnesi vinnufélaga sínum, það endaði nú með að taka allan daginn, fólk vanmetur alltaf tíman sem fer í þetta... ég fór í Macy's og skipti ferðatöskunni minni, sú sem ég keypti fyrir Íslandsferðina fór illa, það rifnaði botninn á henni. Það var ekkert mál að skipta og ég fékk litinn sem ég vildi í upphafi - græna.
Í leiðinni keypti ég kristals vínglös á útsölu og fleira sem vantaði, rölti síðan heim og svitnaði þvílíkan helling í rigningu og raka. Maggi kom heim klukkutíma seinna og var heldur betur búinn að svitna við flutningana og stressið. Hann var algjörlega búinn að vera og eins og góðri eiginkonu sæmir :-) var ég búin að láta renna í bað, froða, kerti og rauðvín beið hans þegar hann kom heim, góð slökunartónlist að auki...
Við skelltum okkur svo út til að kíka á fjörið, fengum okkur að borða á mjög skemmtilegum stað efst á 18. stræti og röltum á pub á heimleiðinni. Það var heilmikið fjör á mannskapnum og tilheyrandi fyllirí...
Annars er vikan búin að einkennast af mikilli vinnu hjá Magga, dagarnir hafa verið langir og því nógur tími hjá mér til að bralla hitt og þetta. Þvottavélin og þurrkarinn hafa verið að stríða okkur og fórum við í að kíkja á þetta eitt kvöldið, löguðum vonandi þvottavélina. Húseigandinn er að kominn í málið og þetta ætti allt að komast í lag í vikunni - vonandi... annars gengur víst allt svona hægt hér.
Maggi fékk að sofa út í morgun enda þreyttur eftir vikuna. Ég skellti í íslenskt pönnukökudeig og bakaði litla uppskrift. Pannan sem ég er með er lítil svo þetta var mini útgáfa. Nú ætlum við að fá okkur síðbúinn brunch og sjá svo til hvað við gerum í dag, það er búið að rigna að mestu síðustu daga en skýin eru eitthvað að láta sig hverfa núna svo vonandi verður sól á okkur á eftir og við getum þá farið á röltið eða eitthvað?
Bestu kveðjur
Magga
No comments:
Post a Comment