Eftir það fór ég í Macy's og kláraði jólagjöfina hennar ömmu og keypti tvær barnaflíkur á fyndnu verði... alltaf útsölur þarna, jú líka gollu handa mér sem var á 70% afslætti + 40% afslætti af því verði... ekki slæmt :-)
Rölti svo heim og var orðin svo svöng kl. 5 að ég keypti mér Subway á leiðinni og gúffaði honum í mig á röltinu, rigningarúði og raki svo ég svitnaði þvílíkt. Stökk inní Safeway og keypti vatn því ég mundi að það var búið á heimilinu og ekki er vatnið úr krananum beint gott!
Það var því þreytt Magga sem skreið upp tröppurnar með afrakstur dagsins + verkefnabækur dagsins. Nú er bara að láta renna í bað og taka rólegt kvöld, á morgun er FRÍ hjá mér og ætla ég að njóta þess. Var að hugsa um að skreppa á eitt safn á leiðinni úr Macy's en ég meikaði það einfaldlega ekki, verður að bíða betri tíma....
Í Coaching tímanum var skemmtileg útkoma, það var gaman að sjá hvernig Elena sá mynstrið hjá mér og hvernig allt tengdist hjá mér, eiginlega í eina viðskiptahugmynd... sem er mjög spennandi. Hún bað um leyfi hjá mér til að senda mitt „brainstorm" verkefni á hinar fjórar í hópnum svo þær gætu lesið þetta og jafnvel komið með hugmyndir á móti. Þetta er frábært og gott að fá feedback frá hinum. Það væri nú ekki slæmt að geta byrjað að undirbúa þetta hér og jafnvel kynna, ég get nefnilega notað alla mína reynslu, þekkkingu og skipulag í þetta. Ætla ekki að tjá mig mikið meira um þetta því ég þarf að hugsa þetta betur og sjá hvort þetta er eitthvað sem gengur upp!!!
Bestu kveðjur frá þreyttri Möggu
No comments:
Post a Comment