Af því tilefni ákvað ég að þrífa aðeins hér, það voru strigar, litir og málningardót út um allt, er búin að nota síðustu daga í að mála og mála. Smá slettur á gólfinu og fleira sem mátti alveg þrífa og eldhúsvaskurinn ekki til fyrirmyndar - en fínasta efni á heimilinu sem hreinlega eyðir öllu svona.
Byrjaði samt á að fá mér kaffibolla í sólinni, um 20°C í dag og því yndislega hlý sólin. Þá var ryksugan tekin fram og látin hamast á gólfinu, fyrst ég var byrjuð þá skúraði ég líka og jú þvoði klósett, vask og sturtuna... tók þá veggflísarnar í leiðinni, svona er maður duglegur.
Svo er þvottavélin búin að malla á rúmfötum og fleiru í dag, alltaf yndislegt að skipta á rúminu :-) Ég fékk mér fínan (mjög) síðbúinn brunch og skellti mér út á röltið eftir góða sturtu og dúllerí og Skype spjall við pabba, mömmu og ömmu, sem var í mat hjá þeim eftir laufabrauðsgerðina, harkan þar.
Það var fínasta veður, bjart og hlýtt og ég hefði alveg mátt klæða mig minna, maður vanmetur hitann of oft hér... Ég endaði í Macy's og gerði góðan díl á svörtum háum stígvélum, er búin að skoða út um allt en aldrei fundið... en þarna voru þau bara á útsölu og auka -$25... ekki slæmt, trítlaði því alsæl heim og spjallaði svo við Dagnýju og Magga á Skype. Þau voru að koma af jólahlaðborði á Einari Ben með Heiðu og co, hálf afvelta af ofáti :-) Laufabrauð og alles mmmmmmmmm væri alveg til í það. Dagný ætlar að kaupa fyrir mig laufabrauð og koma með hingað um jólin, smá íslenst :-)
Búin að strauja og prjóna á meðan ég horfði á eina mynd í tölvunni og ætla að fá mér smá í svanginn því ég hef algjörlega gleymt að borða síðan um hádegi... ekki gott.
Meira síðar
Magga
No comments:
Post a Comment