Fór í ræktina í morgun, mér líður bara miklu betur ef ég fer og tek vel á því... blóðrásin kemst á fullt og svo held ég líka að maður fari í hollari mat í leiðinni.
Hinsvegar þarf ég að fara á vigina aftur, fór síðast í ágúst og fór svo í buxur í dag sem mér finnst vera heldur lausar á mér.... í mittið, kannski eru bara farin fleiri kíló!!! Það er búið að hræða mann svo mikið að fólk fitni hér, ég held það hljóti að vera liðið sem tekur upp ameríska lifnaðarhætti, snakk, hamborgarar og tilbúinn matur. Ég held að þetta samfélag sé yfirfullt af rotvarnarefnum og frosnum Fastfood... fór í búð í dag, keypti mér salat og svo aðeins efni í bakstur, er nefnilega að hugsa um að baka pínu af smákökum fyrir jólin :-) Fyrir framan mig var frekar þykk dama með þvílíkt magn af frosnum mat, örugglega 5 stk. af sömu tegund - kannski eitt á mann fyrir alla familíuna, ógeðslegt..., mig langar ekki einu sinni að lesa innihaldslýsinguna á þessum pökkum.
Kl. 12 var svo námskeið (workshop) í Networking. Leiðbeinandinn, Karin, var alveg frábær og veit nákvæmlega hvað hún er að gera og hvernig á að vekja áhuga okkar. Við eigum eftir að gera allskonar verkefni og standa upp og æfa okkur í tímum, það eru 3 tímar eftir og er ég með nokkur heimaverkefni fyrir þetta.
Svo er ég líka með heimaverkefni í ensku og Coaching, er eiginlega að drukkna í þessu akkúrat núna :-)
Ætlaði að byrja á þessu í kvöld.... en nenni því varla! en kannski harka ég af mér. Mig langar eiginlega meira að gefa mér góðan tíma í þetta á morgun og fara að mála í staðinn :-) Málaði eitt stykki mynd og tókst hún nokkuð vel, að sjálfsögðu ekki búin eeeeeeen lítur þokkalega vel út. Ég sýndi Magga hana á Skype og það heyrðist bara váááá.... ekki hlutlaus auðvitað, en ég tek samt smááááá mark á honum, á meðan það er jákvætt he, he...
Ætla að fara í Body Pump kl. 12:15 á morgun... eins gott að láta það bara vaða svo ég fari :-)
Vonandi kemur þvottavélaviðgerðarmaðurinn (langt orð) á morgun, varahlutirnir áttu að koma í dag... ég bara vona því ég er búin að vera þvottavéla og þurrkaralaus í viku, fékk lykilinn niðri hjá Alexandre og Patriziu og hef sett í tvær vélar... en það er mun þægilegra að þvo hér og geta sett í þurrkarann hér, þau eru með ameríska vél sem er með sama hitann á allan þvott... líst ekkert á það :-) Hér erum við með Sænska eðalvél (sem bara bilar) en þar er allavega hægt að stilla á mismunandi hita.
Er að útbúa mér salat og ætla svo að gera eitthvað??
kv Magga
No comments:
Post a Comment