Tuesday, November 17, 2009

13 dagar...

13 dagar þangað til minn maður mætir á svæðið - verð fegin þegar hann kemur heill heim :-) Þetta er bara sami dagafjöldi og þegar maður fór að fá í skóinn - 13 dagar til jóla :-)

Byrjaði daginn á ræktinni, það var enginn fundur eða námskeið í dag - yes... þó það sé ekki slæmt þá er fínt að fá algjöran frídag inná milli.
Eftir góða sturtu ákvað ég að fara í Target, sem er e.k. lágvöruverslun með allt fyri heimilið og líka föt. Kíkti á barnafötin - fáránleg verð og freistaðist í smá handa frændsystkinum mínum... sendi þetta í vikunni Heiða og Daddi... (sendi þér mail Heiða) Þegar hægt er að fá flotta peysu fyrir $6 þá er það fáránlegt! Keypti líka glös því við eigum 3 stk. Það vantar ef einhverjir koma í mat og svo um jólin handa ungunum :-)

Ég fór svo í mat til Michele og Pete, frábært kvöld hjá okkur og fínasta pasta hjá henni, hún bjó á Ítalíu í 3 ár ssvo hún lærði ýmislegt þar.... Við Michele höfum náð mjög vel saman og höfum svipaðan húmor og áhugamál - og líka áherslunr í lífinu! Pete kom á óvart, Maggi hitti þau á ganginum í World Bank um daginn og hélt að hann væri ekki sín typa, en ég held að þeir séu ekki ólíkir, með sama skítahúmorinn og við eigum örugglega eftir að skemmta okkur vel saman :-) Er með texta á áramótapartýs boðskortin og ætla að senda á hana.... það verður sennilega fjör þar :-) Við káluðum góðu hvítvíni sem ég fór með til hennar (hún náði nefnilega bílprófinu í dag) og smökkuðum svo annað líka.... tók svo strætó heim.
Frábært kvöld og mjög gaman að tala við þau, fyndið að maður fattar stundum ekki að maður sé að tala ensku, þetta rennur stundum svo ljúflega að maður þarf ekki að hugsa. Eins og Michele sagði líka „þú átt að vera í næsta hópi fyrir ofan" semsagt efsta hópnum... ég fer þangað eftir áramót ef ég held áfram.... en minn hópur er samt svo frábær að mig langaði að klára þetta með þeim.

Nú er ég að hugsa um að skella mér í bólið, enskunámskeið hjá Michele í fyramálið kl. 10 og þá er eins gott að vera ferskur :-)

Góða nótt öll
Magga

No comments:

Post a Comment