Það komu upp hugmyndir, sumar er ég búin að hafa lengi og aðrar nýrri, þetta er svosem ekkert nýtt aðal málið er bara að koma þessu frá sér í bundið mál... og það er eitt af því sem ég hef áhuga á, þ.e. að skrifa. En þetta kemur allt í ljós og ég á eftir að mæta í ca 4 tíma í Coaching. Ég lofaði Elenu að klára þetta um helgina og ætla að gera það.
Nú á ég eftir að skrifa 6-8 sögur þar sem ég er í aðalhlutverki, ekki hugsa um hvað aðrir halda eða hugsa, bara hvernig ég var og hvernig mér leið, úff ég er komin með 6 hugmyndir en á eftir að skrifa þetta allt, hálf blaðsíða hver og á ensku... maður fer nú að verða nokkuð góður :-)
Nú mallaar þvottavélin og þurrkarinn líka... jú og uppþvottavélin líka. Viðgerðarmaðurinn birtist allt í einu og gerði við þetta, varahlutirnir voru komnir. Alexandre boppaði hér á milli hæða, var að brasa eitthvað niðri svo við tvö gátum spjallað saman á meðan, man bara alls ekki hvað hann heitir. Já á milli þess sem Dagný hringdi á Skype og Maggi líka, hann talaði við Alexandre og viðgerðamanninn í leiðinni... um Afríku og viðgerðirnar, ekki slæmt að geta verið viðstaddur úr annari heimsálfu.
Þessi gaur er frá Afríku, mjög gaman að spjalla við hann og var hann með heilmikinn fyrirlestur um þvottaefni. Fólk notaði alltof mikið sem verður til þess að það verður of mikil froða, þvottavélin ræður ekki við að koma henni allri út um götin í tromlunni og þ.a.l. verður hún eftir inni í tromlunni og allar bakteríurnar líka, fara í þvottinn og verða svo eftir í vélinni. Hann segir að þetta sé ástæðan fyrir því að vond lykt verði í vélinni og af þvottinum líka.
Semsagt, ein matskeið af þvottaefni í eina vél gerir allt sem gera þarf... þvottaefni er gert úr olíum og allskonar efnum sem vinna saman og við þurfum ekki meiri olíu í þvottinn en þá olíu sem er í þvottinum.... semsagt pínu lítið. Það var gaman að honum og greinilega mikill spekingur.
Þannig að ef vond lykt er af þvottinum ykkar = of mikið þvottaefni... speki dagsins.
Ætlaði í ræktina en svo byrjaði ég á þessari vinnu, sleppti ræktinni og er ekki einu sinni farin í sturtu enn, en ætla nú bara að skella mér í hana áður en ég held áfram.
Mér var boðið á RC meeting á mánudaginn hjá WBFN, þetta er e.k. fulltrúaráðsfundur og hélt ég í byrjun að ég hefði ekki átt að fá þetta mail, en jú sem „active member" er mér boðið, það verður einhver fyrirlestur um persónuleika og hvernig á að leysa ágreining, bara spennandi.
Fyndið líka að ég var að skoða Mosaic, sem er blað World Bank Family Network, gefið út mánaðarlega og sá þá undir upplýsingasíðunni að mitt nafn er þar undir Publication / Graphics Team... ekki slæmt. Svo las ég eina grein í blaðinu um Picnik sem var í október, þar var talað um hvernig undirbúningurinn hefði gengið og var þar Margreti (nota ekki é í nafninu hér) þakkað fyrir flotta hönnun :-) hmmmmmm maður er bara að verða frægur innan samfélagsins he, he...
Jæja ekki meira bull, ætla að skrifa sögur um MIG og sjá hvernig mér gengur að koma þessu frá mér... ef ég þekki sjálfa mig rétt þá verð ég búin að fylla hálfa síðu áður en ég veit af!
Magga
No comments:
Post a Comment