Sunday, November 8, 2009

Magnaðir tónleikar - frábær endir á góðum degi

Var að koma heim eftir frábæra tónleika, Mariza er ótrúlegur tónlistarmaður og „Fado" tónlistin er alveg mögnuð og nafnið Fado þýðir „tilfinningar og/eða örlög" eins og hún útskýrði fyrir okkur. Það var þvílík tilfinning í flutningnum og svo náði hún frábærlega til allra í salnum og fólk klappaði stóð upp og í lokin var dansað :-) Hún er greinilega þaulvön á sviði og ekki skemmir fyrir að hún er svooo flott á sviði líka, líður um í síðum kjól og lýsingin listaverk. Undirleikararnir eru greinilega af bestu sort og hún getur sennilega valið úr þeim allra bestu... og hefur greinilega gert það. Þetta var algjört nammi.
Það var stundum stutt í tárin, tilfinningarnar voru svo rosalegar og krafturinn í flutningnum og ég fór að hugsa til Jóa bróður... það var bara eitthvað sem gerðist þarna.... Ekki slæm tilfinning

Hér er hægt að hlusta á hana

Þetta er coverið á diskinum sem Maggi gaf mér fyrir nokkrum árum :-) Það er búið að hlusta nokkrum sinnum á hann og hann er einn af fáum CD sem fengu að fljóta með til USA...

Í morgun gat ég aftur sofið nokkuð lengi og var sátt við það, dagurinn var svo bara að mestu úti á svölum því hitinn fór upp í 30°C, ekki ský á himni og ekki annað hægt en að njóta blíðunnar.... mun meiri hiti en spáð var. Prjónaði, las, þambaði te, vatn og barasta slakaði hrikalega vel á.... og svitnaði!

Ég ákvað að sækja miðann minn snemma svo ég gæti sest niður og fengið mér eitt vínglas einhvernsstaðar úti fyrir tónleikana, því það var enn vel heitt... ekki gekk það nú upp, það var ekki einn einasti staður með borð úti 2-3 blokkir í kringum tónleikastaðinn, ekki einu sinni staður með vínglas yfirleit, bara hamborgarastaðir eða verslunarmiðstöð... fór þar inn og fann í lokin kaffihús, fékk mér kaffi og brownie... ullabjakk þetta var nú ekki merkilegt. Komst að því þegar ég var komin út að kaffið var hlandvolgt og kakan eins og við var að búast... ekkert spes :-( Fann mér samt bekk fyrir utan tónleikasalinn og lét mig hafa það. Salurinn sem tónleikarnir voru í var mun minni en ég bjóst við, á heimasíðunni var teikning af honum og var ég búin að ímynda mér hann mun stærri og svalir YFIR hinum sætunum... keypti mér því miða á þeim... en þetta var eins og Háskólabíó og ég fékk miða á frábærum stað, fyrir miðju á fyrstu upphækkun, hljómgæðin geggjuð og ég er einfaldlega í skýjunum :-)

Ætla að opna rauðvínsflösku og fá mér eitt glas, kannski tvö.... en svo tekur raunveruleikinn við, á eftir að klára enskuverkefni og ganga frá pakkanum sem ég þarf að senda á morgun... hrikalega er maður eitthvað óskipulagður stundum - en það er líka Í GÓÐU LAGI... ég ákvað að slaka á þessar vikur og hugsa BARA um sjálfa mig - en ekki alla aðra!!!

Sweet dreams
Magga

No comments:

Post a Comment