Tuesday, November 17, 2009

Frábær fyrirlestur í dag

Ég byrjaði daginn á að fara á frábæran fyrirlestur hjá manni sem heitir Chris Wright, þessi fyrirlestur var um persónuleikana 9 sem við finnum okkur öll í. Sumir sjá sig mjög greinilega í einum en aðrir í fleirum... þ.á.m. ég sem er SEXA, eins og hann sagði þá „myndi heimurinn ekki virka án sexunnar". Þetta var mjög áhugavert og hægt er að skoða þetta hér inni: http://www.enneagraminstitute.com/intro.asp Chris er e.k. hjónabandsmiðlaði og var þessi fyrirlestur til að fá okkur til að þekkja okkur sjálf og maka, jú börnin líka til að vita af hverju við högum okkur eins og við gerum og virða þarfir annara... hollt fyrir alla.

Þarna hitti ég fullt af mökum bankastarfsmanna og Anne forseti WBFN bað mig um að vinna fyrir þær eitt verkefni, það er Book Project sem þær eru með í kjallara byggingarinnar og fór ég niður með Hillary, sem sér um þetta. Þau vantar merkingar og kynningarefni til að bæði fá bækur frá fólki innan bankans (notaðar) og selja þeim það sem til er. Það er risa sending að fara til Tansaníu fljótlega, heill gámur... ótrúlegt starf sem er unnið þarna og verður spennandi að gera tillögur...

Ég ætlaði að fara í kvöldmat til Michele í kvöld en við ákváðum að fresta þessu til morguns, ég var eiginlega fegin því ég var algjörlega búin þegar ég kom heim kl. 5.... Keypti samt gott hvítvín á heimleiðinni til að taka með mér á morgun :-)

Fékk svar frá Elenu markþjálfanum mínum og var hún svo ánægð með Brainstorm verkefnið mitt að hún sagðist ekki hafa getað hætt að lesa fyrr en hún var búin - áhugavert efni sagði hún :-) Enda lagði ég svoooo mikla vinnu í þetta. Hún vildi fá að senda einni í hópnum fyrstu síðuna mína til að hjálpa henni að komast í gang - auðvitað var það í lagi, við erum jú að vinna þetta í sameiningu og eins ég sagði við hana þá fæ ég vonandi hjálp frá þeim og punkta sem ég get lært af.

Alexandre kom upp áðan og kíkti á þvottavélina það var þvílíkur hávaði í tromlunni þegar hún var að vinda að mér leist ekkert á þetta - vonandi kemst viðgerðarmaðurinn fljótlega því það er ekkert grín að hafa ekki þvottavél aðra viku... öll fötin úr ræktinni... og fleira.

Var að fá mail frá Elenu akkúrat núna (kl. 00:09) það eru fleiri en ég að vinna, henni finnst mín kynning óaðfinnanleg og betri kynning verði sennilega ekki í hópnum :-) ég eigi að vísu eftir að sjá eitthvað ólíkt frá hinum...

Byrjaði á kynningunni minni fyrir enskuna, ákvað að taka fyrir jólasveinana íslensku, hafa þetta á þjóðlegu nótunum. Og auðvitað vann ég þetta í tölvunni og er komin með 20 glærur... þetta eiga að vera 10 mín og ég vona að ég verði ekki mikið lengur að þessu en það :-) en svona er þetta þegar maður byrjar og jólasveinarnir eru nú 13 svo þeir verða að fá eina glæru hver + grýla + jólakötturinn og svo ein til að kynna landið... úff ég hlýt að vera fullkomunaristi... en þetta er jú mitt starf svo ég hlýt að gera þetta VEL!

Hér er fyrsta glæran... smá „þjóðarstolts glæra" :-)

Ég er búin að komast að því að besta „megrunaraðferðin" er að vera ein í 3 vikur, ég nenni ekki að elda og gleymi jafnvel að borða. Var orðin svo svöng áðan og ekki furða, kl. orðin 21... skellti á pönnu því sem til var í ísskápnnum: laukur, brokkoli, sveppir, hvítlaukur og ekki, barasta fínasta fylling...

En núna er ég að hugsa um að skella mér í bólið og reyna að komast lengra í bókinni minni, á ca 100 síður eftir... það er svo auðvelt að lognast út af við lesturinn - besta svefnmeðal :-)

Knús frá DC
Magga

No comments:

Post a Comment